Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?

Gylfi Magnússon

Ef hugtakið græðgi er skilið sem viljinn til að græða þá er svarið einfaldlega já. Flest hlutabréfakaup eru gerð í þeirri von að fjárfestingin skili arði. Ef almennt er talið að hlutabréf ákveðins félags muni skila miklu, annaðhvort vegna hárra arðgreiðslna eða vegna hækkunar á verði í framtíðinni, þá verða þau bréf eftirsótt og hækka í verði. Bréf sem talið er að muni skila litlu lækka hins vegar í verði. Í þessum skilningi ræður græðgi hlutabréfaverði.

Flestir túlka sennilega græðgi þó sem meira en bara vilja til að græða. Litið er á græðgi sem löst, hvata sem fær fólk til að ganga lengra en góðu hófi gegnir í viðleitni sinni til að hagnast. Í þeim skilningi er græðgi eiginlega andstæðan við nægjusemi, sem litið er á sem dygð. Sé þessi skilningur lagður í orðið græðgi vandast málið. Til dæmis er þá ekki ljóst hvenær einhver er gráðugur, það verður eiginlega mat hvers og eins hvort annar einstaklingur er gráðugur og fer þá meðal annars eftir því hversu langt er talið eðlilegt að ganga við að skara eld að eigin köku.

Sé græðgi litin þessum augum verður svarið flóknara. Sumir þeirra sem kaupa og selja hlutabréf og hafa þannig áhrif á verð þeirra teljast þá væntanlega gráðugir í augum sumra samborgara sinna en aðrir ekki. Í því tilviki verður þá niðurstaðan að græðgi sé einn þeirra þátta sem hafa áhrif á verð hlutabréfa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.5.2000

Spyrjandi

Jón Ragnarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=462.

Gylfi Magnússon. (2000, 25. maí). Stjórnar græðgi hlutabréfaverði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=462

Gylfi Magnússon. „Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=462>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?
Ef hugtakið græðgi er skilið sem viljinn til að græða þá er svarið einfaldlega já. Flest hlutabréfakaup eru gerð í þeirri von að fjárfestingin skili arði. Ef almennt er talið að hlutabréf ákveðins félags muni skila miklu, annaðhvort vegna hárra arðgreiðslna eða vegna hækkunar á verði í framtíðinni, þá verða þau bréf eftirsótt og hækka í verði. Bréf sem talið er að muni skila litlu lækka hins vegar í verði. Í þessum skilningi ræður græðgi hlutabréfaverði.

Flestir túlka sennilega græðgi þó sem meira en bara vilja til að græða. Litið er á græðgi sem löst, hvata sem fær fólk til að ganga lengra en góðu hófi gegnir í viðleitni sinni til að hagnast. Í þeim skilningi er græðgi eiginlega andstæðan við nægjusemi, sem litið er á sem dygð. Sé þessi skilningur lagður í orðið græðgi vandast málið. Til dæmis er þá ekki ljóst hvenær einhver er gráðugur, það verður eiginlega mat hvers og eins hvort annar einstaklingur er gráðugur og fer þá meðal annars eftir því hversu langt er talið eðlilegt að ganga við að skara eld að eigin köku.

Sé græðgi litin þessum augum verður svarið flóknara. Sumir þeirra sem kaupa og selja hlutabréf og hafa þannig áhrif á verð þeirra teljast þá væntanlega gráðugir í augum sumra samborgara sinna en aðrir ekki. Í því tilviki verður þá niðurstaðan að græðgi sé einn þeirra þátta sem hafa áhrif á verð hlutabréfa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...