- Hvað eru hlutabréfavísitölur? eftir Gylfa Magnússon
- Hvað er vísitala? eftir Gylfa Magnússon
- Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa? eftir Gylfa Magnússon
Nasdaq er önnur af tveimur helstu kauphöllum Bandaríkjanna, hin er New York Stock Exchange (Kauphöllin í New York, NYSE). Nasdaq er skammstöfun og stendur fyrir National Association of Securities Dealers Automatic Quotation System. Nasdaq tók til starfa árið 1971. Reiknaðar eru út ýmsar hlutabréfavísitölur fyrir bréf sem skráð eru á Nasdaq, til dæmis svokölluð Nasdaq Composite vísitala sem byggir á verði hlutabréfa allra þeirra ríflega 4.000 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni. Kauphallir eru í grundvallaratriðum tiltölulega einföld fyrirbrigði, það er vettvangur þar sem kaupendur og seljendur hlutabréfa (eða annarra verðbréfa) koma saman, skiptast á tilboðum og ganga að þeim eða hafna. Lengst af gerðist þetta með því að kaupendur og seljendur (og milliliðir) komu saman á einum stað en nú er algengast að kauphallir séu rafrænar og skipst sé á tilboðum og kaup fari fram með rafrænum hætti. Nasdaq starfar með þessum hætti og það gerir einnig Kauphöll Íslands. Mynd:
- Nasdaq MarketSite © Copyright 2006, The Nasdaq Stock Market, Inc. Birt með leyfi The Nasdaq Stock Market, Inc. Myndina tók Rob Tannenbaum/Nasdaq
Hvernig virka Dow Jones og Nasdaq? Er þetta eitthvað sem leikmaður getur áttað sig á?