Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 613 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður". Orðin fé, sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til fo...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða dillidó er þetta í barnagælum?

Orðið „dillidó“ er að líkindum komið af sögninni „dilla“ sem þýðir „að vagga“ (til dæmis barni).[1] Þetta er orð sem var notað í barnagælum svipað og „bí bí“ og „korríró“. Sumar gamlar vögguvísur eru kallaðar „dillur“ svo sem „Ljúflingsdilla“.[2] Líklega merkir endingin „dó“ ekki neitt sérstakt, en hefur verið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið hinsegin?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið hinsegin? Getur verið að það hafi upprunalega verið hins veginn? Orðið hinsegin er gamalt í málinu og talið vera einhvers konar sambræðingur úr hins vegar og (á) hinn veginn. Í Flateyjarbók frá lokum 14. aldar segir (með nútímastafsetningu): „Konungur leit t...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan kemur nafn dymbilviku?

Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...

category-iconLögfræði

Hvað felst í drengskaparheiti, hefur það til dæmis eitthvert gildi í ráðningarsamningi?

Hugtakið drengskaparheit er notað í lögfræði og merkir loforð gefið að viðlögðum drengskap. Drengskapur hefur sömu merkingu í lögfræði og í almennri málnotkun, það er veglyndi, göfuglyndi eða heiður. Ef einhver heitir einhverju við drengskap sinn þá heitir sá hinn sami því að drengskapur hans sé í hættu ef hann ef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota?

Upphafleg spurning hljómar svona: Vegna HM í fótbolta sker mjög oft í eyru mín það sem leikmenn frá ákveðnum löndum eru kallaðir. Eins og t.d. Ganverjar eru þá þeir sem koma frá Gana - er þetta rétt: Ganverjar, Kýpverjar, Fílbeinungar? Hvað kallast þessir einstaklingar frá þessum þjóðum og getum við ekki með ei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur

Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu?

Spurningin öll með nánari skýringu hljóðaði svona:Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu? Er það kannski ekki fleirtöluorð? Ég er að vinna á skipulagssviði og er oft að auglýsa fleiri en eitt skipulag. (t.d. deiliskipulag eða aðalskipulag) Þá þvælist fyrir okkur að ekki sé hægt að auglýsa t.d. nokkur „skipulög...

category-iconLandafræði

Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru fordómar til staðar á Íslandi?

Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið...

category-iconHugvísindi

Hvenær lærðu Íslendingar að prjóna og af hverjum?

Eftir því sem best er vitað hefur prjón borist til Íslands með kaupmönnum, þýskum, enskum eða hollenskum, á fyrri hluta 16. aldar. Líklegast þykir að þýskir kaupmenn hafi átt mestan hlut að máli. Elsta varðveitta prjónles eða prjónaði fatnaður sem til er á Íslandi og af íslenskum uppruna, mun vera sléttprjónaður b...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er typpið vöðvi?

Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla. Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tve...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kósí?

Mikil gleði er á Vísindavefnum að fást hér við spurningu sem að býður ekki aðeins upp á svarið: Það er margt í mörgu. Eftirfarandi atriði eru kósí: Að kveikja á kertum. Kósíkvöld: vídeó og nammi og helst að hafa það sem hefð á laugardögum. Að vinna inni á rigningardögum að sumri. Að sjá vorið koma og d...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?

Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...

Fleiri niðurstöður