Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður".

Orðin , sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til forna aðra merkingu, það er ‘ætt, kyn’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:461) að kind í nútímamerkingu sé stytting úr sauðkind, það er ‘sauðarkyn’. Orðið sauður ‘sauðkind, geltur hrútur, ásauður’ er samgermanskt þótt merkingin sé ekki alls staðar hin sama.

Orðið sauður ‘sauðkind, geltur hrútur, ásauður’ er samgermanskt þótt merkingin sé ekki alls staðar hin sama. Sauðkindur við Mývatn.

Ef aftur er litið í Íslenska orðsifjabók (1989:799) má lesa að í færeysku er til orðið seyður, í nýnorsku saud, í sænskum mállýskum sau (kvk.), og såd (kk.) öll í sömu merkingu og í íslensku. Í gotnesku (austur-germönsku máli) merkir sauþs ‘fórn’ og er giskað á að átt sé við soðið kindakjöt. Í fornensku var til orðið séað ‘brunnur’, í miðlágþýsku sôt ‘uppspretta, brunnur’. Bæði þessi síðastnefndu tungumál teljast til vestur-germanskra mála. Ásgeir getur þess að germanski stofninn *sauþi- (* merkir að myndin er endurgerð, kemur hvergi fyrir sem slík) merki ‘dýr til soðningar’ en af honum eru hinar myndirnar dregnar.

Germanski endurgerði stofninn *sauþi- gæti merkt ‘dýr til soðningar’.

Sauð- í til dæmis sauðkind er ekki forliður heldur fyrri liður stofnsamsetningar (þf.et.). Sama er að segja um sauð- í sauðnaut. Orðið virðist koma fram í upphafi 20. aldar ef flett er í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Í tímaritinu Dýravinurinn er þetta dæmi 1905:

Moskusnaut. [ [...]] Latneska nafnið á dýrinu er ovibos og þýðir sauðnaut.

Sama dæmi er hið elsta á Tímarit.is.

Bjarni Sæmundsson skrifaði í rit sitt Spendýrin, sem gefið var út 1932:

Sauðnaut er þýðing á latn. heitinu Ovibos, en réttara væri nautsauður, eða heldur moskussauður [ [...]] því að dýrið er fremur sauður en naut.

Sauðnaut hefur fest sig í sessi og er hið almenna heiti þótt orðin moskusnaut og moskusuxi sjáist einnig.

Heimildi:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Bjarni Sæmundsson. 1932. Spendýrin (Mammalia Islandiæ). Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
  • Timarit.is.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.3.2018

Síðast uppfært

29.3.2018

Spyrjandi

Leó Jóhannsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74712.

Guðrún Kvaran. (2018, 28. mars). Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74712

Guðrún Kvaran. „Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74712>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður".

Orðin , sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til forna aðra merkingu, það er ‘ætt, kyn’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:461) að kind í nútímamerkingu sé stytting úr sauðkind, það er ‘sauðarkyn’. Orðið sauður ‘sauðkind, geltur hrútur, ásauður’ er samgermanskt þótt merkingin sé ekki alls staðar hin sama.

Orðið sauður ‘sauðkind, geltur hrútur, ásauður’ er samgermanskt þótt merkingin sé ekki alls staðar hin sama. Sauðkindur við Mývatn.

Ef aftur er litið í Íslenska orðsifjabók (1989:799) má lesa að í færeysku er til orðið seyður, í nýnorsku saud, í sænskum mállýskum sau (kvk.), og såd (kk.) öll í sömu merkingu og í íslensku. Í gotnesku (austur-germönsku máli) merkir sauþs ‘fórn’ og er giskað á að átt sé við soðið kindakjöt. Í fornensku var til orðið séað ‘brunnur’, í miðlágþýsku sôt ‘uppspretta, brunnur’. Bæði þessi síðastnefndu tungumál teljast til vestur-germanskra mála. Ásgeir getur þess að germanski stofninn *sauþi- (* merkir að myndin er endurgerð, kemur hvergi fyrir sem slík) merki ‘dýr til soðningar’ en af honum eru hinar myndirnar dregnar.

Germanski endurgerði stofninn *sauþi- gæti merkt ‘dýr til soðningar’.

Sauð- í til dæmis sauðkind er ekki forliður heldur fyrri liður stofnsamsetningar (þf.et.). Sama er að segja um sauð- í sauðnaut. Orðið virðist koma fram í upphafi 20. aldar ef flett er í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Í tímaritinu Dýravinurinn er þetta dæmi 1905:

Moskusnaut. [ [...]] Latneska nafnið á dýrinu er ovibos og þýðir sauðnaut.

Sama dæmi er hið elsta á Tímarit.is.

Bjarni Sæmundsson skrifaði í rit sitt Spendýrin, sem gefið var út 1932:

Sauðnaut er þýðing á latn. heitinu Ovibos, en réttara væri nautsauður, eða heldur moskussauður [ [...]] því að dýrið er fremur sauður en naut.

Sauðnaut hefur fest sig í sessi og er hið almenna heiti þótt orðin moskusnaut og moskusuxi sjáist einnig.

Heimildi:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Bjarni Sæmundsson. 1932. Spendýrin (Mammalia Islandiæ). Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
  • Timarit.is.

Myndir:

...