Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður".Orðin fé, sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til forna aðra merkingu, það er ‘ætt, kyn’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:461) að kind í nútímamerkingu sé stytting úr sauðkind, það er ‘sauðarkyn’. Orðið sauður ‘sauðkind, geltur hrútur, ásauður’ er samgermanskt þótt merkingin sé ekki alls staðar hin sama.

Orðið sauður ‘sauðkind, geltur hrútur, ásauður’ er samgermanskt þótt merkingin sé ekki alls staðar hin sama. Sauðkindur við Mývatn.
Moskusnaut. [ [...]] Latneska nafnið á dýrinu er ovibos og þýðir sauðnaut.Sama dæmi er hið elsta á Tímarit.is. Bjarni Sæmundsson skrifaði í rit sitt Spendýrin, sem gefið var út 1932:
Sauðnaut er þýðing á latn. heitinu Ovibos, en réttara væri nautsauður, eða heldur moskussauður [ [...]] því að dýrið er fremur sauður en naut.Sauðnaut hefur fest sig í sessi og er hið almenna heiti þótt orðin moskusnaut og moskusuxi sjáist einnig. Heimildi:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Bjarni Sæmundsson. 1932. Spendýrin (Mammalia Islandiæ). Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík.
- Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
- Timarit.is.