Það þykir mér fádæmi hversu lítt hann er vaxinn niður og fer þetta eigi eftir gildleika hans öðrum.Þó að sagan segi að hann hafi bakað sig lengi í laug eftir sundið má vera að höfundur sé þarna enn með áhrif sundsins í huga. Stærð typpis ræðst að miklu leyti af erfðum eins og margt annað í útliti manna. Í því sambandi má benda á svar við spurningunni Af hverju hefur fólk mismunandi háralit? þar sem fjallað er almennt um það af hverju allir eru ekki eins. Því hefur hins vegar verið haldið fram að stærðarmunurinn stafi ekki einungis af erfðum, heldur líka af umhverfisþáttum eins og menningu, næringarástandi, mengun og fleiru. Þess má geta að stærð á slöku typpi segir lítið um stærð þess í fullri reisn. Jafnframt hefur stærðin lítið að segja um getu til æxlunar nema í öfgakenndum tilfellum. Pungurinn er poki sem eistun eru í. Hann er úr þunnri húð, bandvef og sléttum vöðvum. Að innanverðu skiptir skilrúm honum í tvennt og er eitt eista hvorum megin við það. Staðsetning pungs og samdráttur í vöðvum hans sjá um að stjórna hitastigi eistnanna, en sáðfrumur (sem verða til í eistunum) myndast og lifa við lægra hitastig en eðlilegan líkamshita. Þar sem pungurinn er utan við líkamsholin er hitastig í honum um þremur gráðum lægra en líkamshitinn. Við kynörvun og kulda dragast sléttir vöðvar pungs saman og lyfta eistum nær mjaðmaholinu svo að þau hitni. Við hita gerist hið gagnstæða. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Til hvers er umskurður? eftir Ragnheiði Eiríksdóttur
- Wikipedia: Penis
- About: Sexuality - Average Penis Size
- Tortora, Gerard J. Introduction to theHuman Body – The Essentials of Anatomy and Physiology. Benjamin Cummins, an Imprint of Addison Wesley Longman Inc, Menlo Park, CA, 1997.
- Íslensk orðabók, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1990.
- Heins Feneis. Líffæri mannsins, atlas með íslenskum, alþjóðlegum og enskum heitum, þýtt af Súsönnu Þórkötlu Jónsdóttur Heimskringla, 1991.
- Mynd af heimasíðu Dr. BJ Rye, Department of Psychology, St. Jerome's University, upprunalega úr bókinni Understanding Human Sexuality eftir Hyde og DeLamater.
Vísindavefurinn hefur fengið þónokkuð af spurningum um typpi sem einnig er svarað hér. Þeirra á meðal eru:
- Hvers vegna hafa menn mislöng og breið typpi?
- Hver er meðalstærð typpa?
- Úr hvaða efni er pungurinn og typpið?
- Er bein eða brjósk í typpinu?
- Hvernig fær maður standpínu?