Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?

ÞV

Háralitur hagar sér í rauninni alveg eins og ýmsir aðrir eiginleikar sem ganga í erfðir, til dæmis augnlitur, blóðflokkur, augnsvipur, munnsvipur, lögun nefs, líkamsstærð, vaxtarlag og svo framvegis. Hægt er að líta svo á að spurningin sé í rauninni ein og hin sama í öllum dæmunum: Af hverju erum við ekki öll eins? Og ekki bara við heldur líka hin dýrin: Af hverju eru kindurnar ekki allar eins? Og svo framvegis.

Þessum spurningum má svara frá ýmsum hliðum, til dæmis með því að rekja erfðafræðina á bak við þetta eða með því að fjalla um einn eiginleika í einu. Um fyrra atriðið má fræðast með því að smella á efnisorðið „erfðir“ eða „erfðafræði“ en svör af seinna taginu má finna á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið „háralitur“ í lok svarsins.

Frá sjónarmiði erfðafræðinnar mundi svarið í aðalatriðum vera það að í stofninum sem við erum að tala um (Íslendingar?) eru til gen fyrir mismunandi háralit og þau birtast í afkomanda í tilteknu samræmi við erfðaefni foreldranna. Þetta á hins vegar ekki við um alla stofna manna. Þannig eru Japanir og Kínverjar yfirleitt allir svarthærðir og svipað á við um marga stofna í Afríku. Í þessum stofnum eru allir eða nær allir með gen fyrir svörtu hári og annað kemst því ekki að nema fólk af þessum stofnum eigi börn með fólki af öðrum stofnum með gen fyrir öðrum háralit.

Svo má líka halda áfram og spyrja af hverju erfðaefnið í tilteknum stofni sé mismunandi eins og raun ber vitni. Svarið við því felst meðal annars í því að stofninn sem heild er oft sterkari þannig; fjölbreytnin gerir hann hæfari til að taka ýmiss konar áföllum eða breytingum sem geta orðið á umhverfinu. Um þetta er fjallað nánar í þróunarkenningu Darwins sem er líka hægt að fræðast nánar um á Vísindavefnum.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Birgitta Eygló, f. 1996
Sunna Rós Rúnarsdóttir, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?“ Vísindavefurinn, 4. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6234.

ÞV. (2006, 4. október). Af hverju hefur fólk mismunandi háralit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6234

ÞV. „Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6234>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?
Háralitur hagar sér í rauninni alveg eins og ýmsir aðrir eiginleikar sem ganga í erfðir, til dæmis augnlitur, blóðflokkur, augnsvipur, munnsvipur, lögun nefs, líkamsstærð, vaxtarlag og svo framvegis. Hægt er að líta svo á að spurningin sé í rauninni ein og hin sama í öllum dæmunum: Af hverju erum við ekki öll eins? Og ekki bara við heldur líka hin dýrin: Af hverju eru kindurnar ekki allar eins? Og svo framvegis.

Þessum spurningum má svara frá ýmsum hliðum, til dæmis með því að rekja erfðafræðina á bak við þetta eða með því að fjalla um einn eiginleika í einu. Um fyrra atriðið má fræðast með því að smella á efnisorðið „erfðir“ eða „erfðafræði“ en svör af seinna taginu má finna á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið „háralitur“ í lok svarsins.

Frá sjónarmiði erfðafræðinnar mundi svarið í aðalatriðum vera það að í stofninum sem við erum að tala um (Íslendingar?) eru til gen fyrir mismunandi háralit og þau birtast í afkomanda í tilteknu samræmi við erfðaefni foreldranna. Þetta á hins vegar ekki við um alla stofna manna. Þannig eru Japanir og Kínverjar yfirleitt allir svarthærðir og svipað á við um marga stofna í Afríku. Í þessum stofnum eru allir eða nær allir með gen fyrir svörtu hári og annað kemst því ekki að nema fólk af þessum stofnum eigi börn með fólki af öðrum stofnum með gen fyrir öðrum háralit.

Svo má líka halda áfram og spyrja af hverju erfðaefnið í tilteknum stofni sé mismunandi eins og raun ber vitni. Svarið við því felst meðal annars í því að stofninn sem heild er oft sterkari þannig; fjölbreytnin gerir hann hæfari til að taka ýmiss konar áföllum eða breytingum sem geta orðið á umhverfinu. Um þetta er fjallað nánar í þróunarkenningu Darwins sem er líka hægt að fræðast nánar um á Vísindavefnum.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....