Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kósí?

Ritstjórn Vísindavefsins

Mikil gleði er á Vísindavefnum að fást hér við spurningu sem að býður ekki aðeins upp á svarið: Það er margt í mörgu.

Eftirfarandi atriði eru kósí:

  • Að kveikja á kertum.
  • Kósíkvöld: vídeó og nammi og helst að hafa það sem hefð á laugardögum.
  • Að vinna inni á rigningardögum að sumri.
  • Að sjá vorið koma og dagana verða lengri.
  • Að drekka uppáhellt kaffi. Te er líka ágætt en heitt kakó með rjóma vinnur kósí-vinninginn.
  • Að þurfa ekki að elda mat þegar maður er þreyttur en fá samt góðan mat.
  • Að lesa bók uppi í sófa.
  • Að spjalla við gott fólk og þurfa ekki að flýta sér til verkefna.

Nútímaháttur þess að kúra með kisu!

  • Að gefa öndunum brauð þegar þær eru hressar og ekki mikill vindur úti.
  • Mjúkt ...
  • Fara upp í sumarbústað og fara í heitan pott.
  • Að vera inni þegar það er vont veður.
  • Kósí var hundur á Aragötunni sem dó á síðustu árum seinustu aldar.
  • Að kúra með mjúku dýri sem er loðið eins og til dæmis með kisu.
  • Jólin.
  • Að fara í freyðibað.
  • Spjalla við höfrunga úti á báti.
  • Þegar einhver færir manni óvænt kósídrykk eða kósímat.
  • Kósí er íslenskun á enska orðinu 'cozy' sem ensk-íslensk orðabók þýðir sem hlýr og notalegur, þægilegur, vistlegur en líka sem einhvers konar klæði til þess að halda tekatli heitum. Það hljómar kósí!
  • Kona í sundi átti kollgátuna þegar hún sagði við dóttur sína: Við skulum baka bananabrauð einn daginn þegar það rignir úti en ekki núna þegar sólin skín.

Eftir mikla og stranga leit fundust ekki fleiri atriði sem ritstjórnarmeðlimir voru sammála um að væri kósi. Þessi listi er því tæmandi. Og eins og raunar gildir um öll þau tæplega 10.000 svör sem hafa verið birt á Vísindavefnum, þegar þetta er skrifað, þá er ekkert meira um málið að segja. Vilji lesendur leggja eitthvað til málanna er þeim þó bent á að senda Vísindavefnum flöskuskeyti. Helst af báti, með höfrunga sér við hlið.

Mynd:


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar og ber því ekki að taka sem heilagan sannleik!

Útgáfudagur

5.7.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað er kósí?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65525.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2013, 5. júlí). Hvað er kósí? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65525

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað er kósí?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65525>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kósí?
Mikil gleði er á Vísindavefnum að fást hér við spurningu sem að býður ekki aðeins upp á svarið: Það er margt í mörgu.

Eftirfarandi atriði eru kósí:

  • Að kveikja á kertum.
  • Kósíkvöld: vídeó og nammi og helst að hafa það sem hefð á laugardögum.
  • Að vinna inni á rigningardögum að sumri.
  • Að sjá vorið koma og dagana verða lengri.
  • Að drekka uppáhellt kaffi. Te er líka ágætt en heitt kakó með rjóma vinnur kósí-vinninginn.
  • Að þurfa ekki að elda mat þegar maður er þreyttur en fá samt góðan mat.
  • Að lesa bók uppi í sófa.
  • Að spjalla við gott fólk og þurfa ekki að flýta sér til verkefna.

Nútímaháttur þess að kúra með kisu!

  • Að gefa öndunum brauð þegar þær eru hressar og ekki mikill vindur úti.
  • Mjúkt ...
  • Fara upp í sumarbústað og fara í heitan pott.
  • Að vera inni þegar það er vont veður.
  • Kósí var hundur á Aragötunni sem dó á síðustu árum seinustu aldar.
  • Að kúra með mjúku dýri sem er loðið eins og til dæmis með kisu.
  • Jólin.
  • Að fara í freyðibað.
  • Spjalla við höfrunga úti á báti.
  • Þegar einhver færir manni óvænt kósídrykk eða kósímat.
  • Kósí er íslenskun á enska orðinu 'cozy' sem ensk-íslensk orðabók þýðir sem hlýr og notalegur, þægilegur, vistlegur en líka sem einhvers konar klæði til þess að halda tekatli heitum. Það hljómar kósí!
  • Kona í sundi átti kollgátuna þegar hún sagði við dóttur sína: Við skulum baka bananabrauð einn daginn þegar það rignir úti en ekki núna þegar sólin skín.

Eftir mikla og stranga leit fundust ekki fleiri atriði sem ritstjórnarmeðlimir voru sammála um að væri kósi. Þessi listi er því tæmandi. Og eins og raunar gildir um öll þau tæplega 10.000 svör sem hafa verið birt á Vísindavefnum, þegar þetta er skrifað, þá er ekkert meira um málið að segja. Vilji lesendur leggja eitthvað til málanna er þeim þó bent á að senda Vísindavefnum flöskuskeyti. Helst af báti, með höfrunga sér við hlið.

Mynd:


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar og ber því ekki að taka sem heilagan sannleik!...