- Að kveikja á kertum.
- Kósíkvöld: vídeó og nammi og helst að hafa það sem hefð á laugardögum.
- Að vinna inni á rigningardögum að sumri.
- Að sjá vorið koma og dagana verða lengri.
- Að drekka uppáhellt kaffi. Te er líka ágætt en heitt kakó með rjóma vinnur kósí-vinninginn.
- Að þurfa ekki að elda mat þegar maður er þreyttur en fá samt góðan mat.
- Að lesa bók uppi í sófa.
- Að spjalla við gott fólk og þurfa ekki að flýta sér til verkefna.
- Að gefa öndunum brauð þegar þær eru hressar og ekki mikill vindur úti.
- Mjúkt ...
- Fara upp í sumarbústað og fara í heitan pott.
- Að vera inni þegar það er vont veður.
- Kósí var hundur á Aragötunni sem dó á síðustu árum seinustu aldar.
- Að kúra með mjúku dýri sem er loðið eins og til dæmis með kisu.
- Jólin.
- Að fara í freyðibað.
- Spjalla við höfrunga úti á báti.
- Þegar einhver færir manni óvænt kósídrykk eða kósímat.
- Kósí er íslenskun á enska orðinu 'cozy' sem ensk-íslensk orðabók þýðir sem hlýr og notalegur, þægilegur, vistlegur en líka sem einhvers konar klæði til þess að halda tekatli heitum. Það hljómar kósí!
- Kona í sundi átti kollgátuna þegar hún sagði við dóttur sína: Við skulum baka bananabrauð einn daginn þegar það rignir úti en ekki núna þegar sólin skín.
- kitten under the computer | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er merri. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 04.07.2013).
Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar og ber því ekki að taka sem heilagan sannleik!