Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um endur?

Jón Már Halldórsson

Endur tilheyra andaætt (Anatidae) sem er afar skrautleg ætt meðalstórra og stórra sundfugla. Þessir fuglar eru vel aðlagaðir lífi á vatni og eru sundfitin á milli tánna og lögun goggsins gott dæmi um það. Fuglar af andaætt hafa flatan gogg með nokkurs konar hyrnistönnum á hliðunum, sem auðveldar þeim að sía fæðu úr vatni. Fremst á goggnum er hörð plata sem nefnist nögl.

Fuglum sem tilheyra andaætt er skipt í þrjár undirættir sem samtals innihalda 46 ættkvíslir og 158 tegundir. Undirættirnar eru:
  1. Anseranatinae, en í henni er aðeins ein tegund, skjógæs (Anseranas semipalmata).
  2. Anserinae (gæsir/svanir) sem tekur yfir fjóra hópa andfugla, þar á meðal Dendrocygnini eða blístrur sem innihalda tvær tegundir og Anserini sem tekur yfir 4 ættkvíslir og 22 tegundir gæsa og svana.
  3. Anatinae sem er tegundaauðugasta undirættin með 124 tegundir, og eru þetta hinar eiginlegu endur.
Margt er líkt með fuglum þessarra þriggja undirætta en eitt líffærafræðilegt atriði skilur Anatinae frá hinum tveimur. Það er sérstakt raddbein við barka steggjanna sem veldur því að í biðilsleikjunum gefa þeir frá sér hvellt blísturshljóð sem tegundir hinna undirættanna gera ekki.

Hér á eftir verður öðru fremur fjallað um undirættina Anatinae eða hinar eiginlegu endur, en tegundir sem tilheyra henni finnast á öllum svæðum jarðar nema á Suðurskautslandinu.

Mikill litamunur er á kynjum langflestra anda. Steggurinn klæðist tilhugalífsbúningi snemma vetrar og er í honum mestan hluta ársins en tilhugalíf og makaval hefst að hluta á vetursetustöðvunum. Kollan er hins vegar brúndröfnótt allan ársins hring en sá litur er góður felubúningur þegar hún er á hreiðri.

Undirættinni Anatinae hefur í áratugi verið skipt upp í sjö deildir: Lengi vel voru blístrur (Dendrocygnini) taldar með en á seinni árum hefur sá hópur verið fluttur yfir í undirættina Anserinae (gæsir/svanir) sem áður var getið. Deildir undirættarinnar Anatinae eru því sem hér segir:
  1. Buslendur (Anatini)
  2. Kafendur (Aythyini)
  3. Æðarfuglar (Somateriini)
  4. Gæsendur (Tadornini)
  5. Trjáendur (Carinini)
  6. Fiskiendur (Mergini)
  7. Koparendur (Oxyurini)

Buslendur (Anatini) eru algengar í íslenskri fuglafánu. Sú þekktasta er eflaust stokkönd (Anas platyrhinchos) sem er geysilega útbreidd. Aðrar buslendur sem verpa á Íslandi eru meðal annars rauðhöfðaönd (Anas penelope), urtönd (Anas crecca) og grafönd (Anas acuta). Af þeim sjö deildum sem taldar eru upp hér að framan tilheyra flestar tegundir buslöndum eða tæplega 50. Nokkrar þessara tegunda eiga sér varpheimkynni um allt norðuhvel jarðar, svo sem rauðhöfðaönd og taumönd (Anas querquedula).



Þegar buslendur leita sér ætis undir yfirborði vatns, fer haus, háls og hálfur búkurinn á kaf en stélið stendur beint upp í loftið.

Kafendur (Aythyini) eru ólíkar buslöndum á ýmsan hátt. Við fæðuöflun fara þær allar á kaf og synda undir yfirborðinu í stað þess að vera með stélið upp í loftið. Líkamsbyggingin er líka nokkuð frábrugðin, meðal annars er yfirborð sundfitjanna stærra og tærnar hlutfallslega lengri miðað við líkamsstærð. Fætur kafanda eru aftar á líkamanum en hjá buslöndum og eru þær því uppréttar þegar þær ganga. Ólíkt buslöndum kemur helsta fæða kafanda úr dýraríkinu, smáir fiskar og seiði. Nokkrar tegundir kafanda lifa í íslenskri náttúru, svo sem skúfönd (Aythya fuligula) og duggönd (Aythya marila) en alls eru 16 tegundir í þessum hópi.



Æðarfuglar (Somateriini) telja fjórar tegundir. Ein tegund verpir hér á landi, það er æðarfuglinn (Somateria mollissima) sem er lang algengasta andategundin í íslenskri náttúru og sú eina sem verpir meðfram ströndum landsins. Annar æðarfugl flækist reglulega hingað til lands frá Grænlandi en það er æðarkóngur (Somateria spectabilis). Hinar tvær tegundirnar eru Stellars æðarfugl (Polysticta stelleri) sem lifir í norðanverðu Kyrrahafi og gleraugnaæðurin (Somateria fischeri).

Gæsendur (Tadornini) eru á mörkum anda og gæsa að mörgu leyti. Í þessum flokki eru 23 tegundir en tvær þeirra, sem eru af ættkvísl eimanda (Tachyeres), eru einu ófleygu andategundir. Þær finnast meðal annars í þéttu skóglendi Suður-Ameríku.

Trjáendur (Carinini) eru frægar fyrir að eyða talsverðum tíma í trjám eins og nafnið gefur til kynna. Meðal tegunda eru brúðönd (Aix sponsa) sem lifir villt í Norður-Ameríku og mandarínöndin (Aix galericulata) sem margir telja vera fallegustu önd veraldar en hún lifir villt í austurhluta Asíu. Trjáendur hafa svipaða lifnaðarhætti og buslendur og hafa sífellt fleiri fuglafræðingar hallast að því að setja þær í buslandadeildina



Fiskiendur (Mergini) eru endur sem hafa sérhæft sig í að kafa eftir fiski og krabbadýrum. Oftast kafa þær niður á talsvert dýpi (meira en 1 m) til að ná bráðinni. Í þessari deild eru 9 ættkvíslir og 15 tegundir. Fiskiendur eiga sér fulltrúa í íslenskri fuglafánu, meðal annars gulönd (Mergus merganser) og toppönd (Mergus serrator). Önnur kunn tegund deildarinnar er hjálmönd (Bucephala albeola). Margir fuglafræðingar hafa sett æðarfugla í þessa deild.

Koparendur (Oxyurini) telja 9 tegundir í þremur ættkvíslum. Þetta eru smávaxnar endur með langar stélfjaðrir sem standa langt aftur úr þeim. Á pörunartímanum eru steggirnir með bláan gogg sem er all sérstakt útlitseinkenni. Meðal tegunda er hrókönd (Oxyura jamaicensis) sem er tíður flækingur hér á landi. Tegundir deildarinnar finnast í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu.



Í lokin er rétt að taka fram að undanfarin ár hefur flokkunarfræði anda verið endurskoðuð að verulegu leyti. Meðal annars hefur sú flokkun sem stuðst er við í þessu svari verið gagnrýnd þar sem innbyrðis skyldleiki hinna ýmsu hópa andfugla er ekki alveg á hreinu. Önnur útgáfa af flokkunarfræði andfugla er á þá leið að ættinni Anatidae er skipt upp í níu undirættir sem eru eftirfarandi:
  1. Blístrur (Dendrocygnini)
  2. Söðulblístrur (Thalassorninae)
  3. Svanir og gæsir (Anserinae)
  4. Apagæsir (Stictonettinae)
  5. Gæsendur (Tadorninae)
  6. Sporendur (Plectropterinae)
  7. Kafendur (Anatinae)
  8. Sjóendur (fiskiendur) svo sem æður (Merginae)
  9. Koparendur (Oxyurinae)
Enn eitt tilbrigðið við flokkunarfræði andfugla er að finna í fyrsta bindi bókarinnar Handbook to the Birds of the World, 1. bindi. Þar er Anatidae (Andaætt) skipt upp í tvær undirættir, endur (Anatidae) og gæsir (Anserinae).

Höfundur vill þakka Gunnlaugi Péturssyni verkfræðingi fyrir aðstoð við þetta svar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.11.2004

Spyrjandi

Ingibjörg Jóna, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um endur?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4627.

Jón Már Halldórsson. (2004, 24. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um endur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4627

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um endur?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4627>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um endur?
Endur tilheyra andaætt (Anatidae) sem er afar skrautleg ætt meðalstórra og stórra sundfugla. Þessir fuglar eru vel aðlagaðir lífi á vatni og eru sundfitin á milli tánna og lögun goggsins gott dæmi um það. Fuglar af andaætt hafa flatan gogg með nokkurs konar hyrnistönnum á hliðunum, sem auðveldar þeim að sía fæðu úr vatni. Fremst á goggnum er hörð plata sem nefnist nögl.

Fuglum sem tilheyra andaætt er skipt í þrjár undirættir sem samtals innihalda 46 ættkvíslir og 158 tegundir. Undirættirnar eru:
  1. Anseranatinae, en í henni er aðeins ein tegund, skjógæs (Anseranas semipalmata).
  2. Anserinae (gæsir/svanir) sem tekur yfir fjóra hópa andfugla, þar á meðal Dendrocygnini eða blístrur sem innihalda tvær tegundir og Anserini sem tekur yfir 4 ættkvíslir og 22 tegundir gæsa og svana.
  3. Anatinae sem er tegundaauðugasta undirættin með 124 tegundir, og eru þetta hinar eiginlegu endur.
Margt er líkt með fuglum þessarra þriggja undirætta en eitt líffærafræðilegt atriði skilur Anatinae frá hinum tveimur. Það er sérstakt raddbein við barka steggjanna sem veldur því að í biðilsleikjunum gefa þeir frá sér hvellt blísturshljóð sem tegundir hinna undirættanna gera ekki.

Hér á eftir verður öðru fremur fjallað um undirættina Anatinae eða hinar eiginlegu endur, en tegundir sem tilheyra henni finnast á öllum svæðum jarðar nema á Suðurskautslandinu.

Mikill litamunur er á kynjum langflestra anda. Steggurinn klæðist tilhugalífsbúningi snemma vetrar og er í honum mestan hluta ársins en tilhugalíf og makaval hefst að hluta á vetursetustöðvunum. Kollan er hins vegar brúndröfnótt allan ársins hring en sá litur er góður felubúningur þegar hún er á hreiðri.

Undirættinni Anatinae hefur í áratugi verið skipt upp í sjö deildir: Lengi vel voru blístrur (Dendrocygnini) taldar með en á seinni árum hefur sá hópur verið fluttur yfir í undirættina Anserinae (gæsir/svanir) sem áður var getið. Deildir undirættarinnar Anatinae eru því sem hér segir:
  1. Buslendur (Anatini)
  2. Kafendur (Aythyini)
  3. Æðarfuglar (Somateriini)
  4. Gæsendur (Tadornini)
  5. Trjáendur (Carinini)
  6. Fiskiendur (Mergini)
  7. Koparendur (Oxyurini)

Buslendur (Anatini) eru algengar í íslenskri fuglafánu. Sú þekktasta er eflaust stokkönd (Anas platyrhinchos) sem er geysilega útbreidd. Aðrar buslendur sem verpa á Íslandi eru meðal annars rauðhöfðaönd (Anas penelope), urtönd (Anas crecca) og grafönd (Anas acuta). Af þeim sjö deildum sem taldar eru upp hér að framan tilheyra flestar tegundir buslöndum eða tæplega 50. Nokkrar þessara tegunda eiga sér varpheimkynni um allt norðuhvel jarðar, svo sem rauðhöfðaönd og taumönd (Anas querquedula).



Þegar buslendur leita sér ætis undir yfirborði vatns, fer haus, háls og hálfur búkurinn á kaf en stélið stendur beint upp í loftið.

Kafendur (Aythyini) eru ólíkar buslöndum á ýmsan hátt. Við fæðuöflun fara þær allar á kaf og synda undir yfirborðinu í stað þess að vera með stélið upp í loftið. Líkamsbyggingin er líka nokkuð frábrugðin, meðal annars er yfirborð sundfitjanna stærra og tærnar hlutfallslega lengri miðað við líkamsstærð. Fætur kafanda eru aftar á líkamanum en hjá buslöndum og eru þær því uppréttar þegar þær ganga. Ólíkt buslöndum kemur helsta fæða kafanda úr dýraríkinu, smáir fiskar og seiði. Nokkrar tegundir kafanda lifa í íslenskri náttúru, svo sem skúfönd (Aythya fuligula) og duggönd (Aythya marila) en alls eru 16 tegundir í þessum hópi.



Æðarfuglar (Somateriini) telja fjórar tegundir. Ein tegund verpir hér á landi, það er æðarfuglinn (Somateria mollissima) sem er lang algengasta andategundin í íslenskri náttúru og sú eina sem verpir meðfram ströndum landsins. Annar æðarfugl flækist reglulega hingað til lands frá Grænlandi en það er æðarkóngur (Somateria spectabilis). Hinar tvær tegundirnar eru Stellars æðarfugl (Polysticta stelleri) sem lifir í norðanverðu Kyrrahafi og gleraugnaæðurin (Somateria fischeri).

Gæsendur (Tadornini) eru á mörkum anda og gæsa að mörgu leyti. Í þessum flokki eru 23 tegundir en tvær þeirra, sem eru af ættkvísl eimanda (Tachyeres), eru einu ófleygu andategundir. Þær finnast meðal annars í þéttu skóglendi Suður-Ameríku.

Trjáendur (Carinini) eru frægar fyrir að eyða talsverðum tíma í trjám eins og nafnið gefur til kynna. Meðal tegunda eru brúðönd (Aix sponsa) sem lifir villt í Norður-Ameríku og mandarínöndin (Aix galericulata) sem margir telja vera fallegustu önd veraldar en hún lifir villt í austurhluta Asíu. Trjáendur hafa svipaða lifnaðarhætti og buslendur og hafa sífellt fleiri fuglafræðingar hallast að því að setja þær í buslandadeildina



Fiskiendur (Mergini) eru endur sem hafa sérhæft sig í að kafa eftir fiski og krabbadýrum. Oftast kafa þær niður á talsvert dýpi (meira en 1 m) til að ná bráðinni. Í þessari deild eru 9 ættkvíslir og 15 tegundir. Fiskiendur eiga sér fulltrúa í íslenskri fuglafánu, meðal annars gulönd (Mergus merganser) og toppönd (Mergus serrator). Önnur kunn tegund deildarinnar er hjálmönd (Bucephala albeola). Margir fuglafræðingar hafa sett æðarfugla í þessa deild.

Koparendur (Oxyurini) telja 9 tegundir í þremur ættkvíslum. Þetta eru smávaxnar endur með langar stélfjaðrir sem standa langt aftur úr þeim. Á pörunartímanum eru steggirnir með bláan gogg sem er all sérstakt útlitseinkenni. Meðal tegunda er hrókönd (Oxyura jamaicensis) sem er tíður flækingur hér á landi. Tegundir deildarinnar finnast í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu.



Í lokin er rétt að taka fram að undanfarin ár hefur flokkunarfræði anda verið endurskoðuð að verulegu leyti. Meðal annars hefur sú flokkun sem stuðst er við í þessu svari verið gagnrýnd þar sem innbyrðis skyldleiki hinna ýmsu hópa andfugla er ekki alveg á hreinu. Önnur útgáfa af flokkunarfræði andfugla er á þá leið að ættinni Anatidae er skipt upp í níu undirættir sem eru eftirfarandi:
  1. Blístrur (Dendrocygnini)
  2. Söðulblístrur (Thalassorninae)
  3. Svanir og gæsir (Anserinae)
  4. Apagæsir (Stictonettinae)
  5. Gæsendur (Tadorninae)
  6. Sporendur (Plectropterinae)
  7. Kafendur (Anatinae)
  8. Sjóendur (fiskiendur) svo sem æður (Merginae)
  9. Koparendur (Oxyurinae)
Enn eitt tilbrigðið við flokkunarfræði andfugla er að finna í fyrsta bindi bókarinnar Handbook to the Birds of the World, 1. bindi. Þar er Anatidae (Andaætt) skipt upp í tvær undirættir, endur (Anatidae) og gæsir (Anserinae).

Höfundur vill þakka Gunnlaugi Péturssyni verkfræðingi fyrir aðstoð við þetta svar.

Heimildir og myndir:...