Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 755 svör fundust
Af hverju gáfuð þið út bók?
Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...
Hvaða bók er mest selda bók allra tíma?
Biblían er mest selda og mest lesna bók allra tíma. Vefsetur Guinness World Records áætlar að um 2.500.000.000 (2,5 milljarðar) eintaka hafi verið seld í heiminum síðan 1815! Biblían hefur verið þýdd á 2.233 tungumál og mállýskur. Reikna má með að annað trúarrit, Kóraninn, komi í öðru sæti en á þó harðri barátt...
Hvernig skrifar maður bók?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...
Er til bók um íslensk skordýr?
Ekki hafa margar bækur verið gefnar út um íslensk skordýr. Helst koma upp í hugann tvær aðgengilegar bækur:Dulin veröld: Smádýr á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson sem kom út 2002. Þessi bók fjallar um fjölmörg íslensk skordýr á aðgengilegan hátt.Bók í ritröð Landverndar, Pöddur:...
Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Hverjar eru rætur orðsins „kilja“? Kilja er stytting af orðinu pappírskilja sem fór að tíðkast í málinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Elstu dæmi um pappírskilju á Tímarit.is eru úr ýmsum ritum frá 1968 og virðist orðið því vel þekkt...
Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?
Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmit...
Hvað þurfti margar kálfshúðir í eina bók á Sturlungaöld?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þurfti margar nautshúðir í eina bók á Sturlungaöld? Það fór eftir því hve stór bókin var, það er í hve stóru broti hún var, en það fór líka eftir því hversu þykk hún var, það er hve mörg blöð voru í henni. Bókfell er það kallað þegar búið er að verka skinn á þa...
Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?
Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...
Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes? Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næst...
Hver er merkingin í orðinu köflóttur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt? Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö). O...
Hvað hét fyrsta bók Þórbergs Þórðarsonar og hvaða ár kom hún út?
Fyrstu bækur Þórbergs Þórðarsonar voru ljóðakverin Hálfir skósólar sem kom út árið 1915, og Spaks manns spjarir (1917). Þau voru sameinuð og aukið við þau í bókinni Hvítum hröfnum sem gefin var út árið 1922. Árið 1924 kom út bók Þórbergs Bréf til Láru sem markaði ekki aðeins tímamót í ævi Þórbergs, heldur einni...
Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Kæri viðtakandi. Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og getið er um í bók Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af sólskini. Fyrir fram þökk. Talan 78.470 kemur víða fyrir yfir íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember 1901, til að mynda í þessari skýrslu um hagtölur landb...
Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?
Svarið er einfalt nei. Á bak við það liggja margvísleg rök sem byggjast á þekkingu sem menn hafa aflað sér á náttúrunni á umliðnum öldum og árþúsundum. Auk þess má segja að náttúran svari þessu sjálf á einfaldan hátt því að í náttúrunni gerast svipaðar "tilraunir" ótt og títt, til dæmis þegar orkumiklir geimgeisla...
Hvaða ár kom fyrsta bókin út?
Erfitt er að svara spurningunni afdráttarlaust af því að óljóst er hvað telst til útgáfu bókar. Yfirleitt er fyrsta prentaða bókin talin vera Biblía Gutenbergs, sem Þjóðverjinn Jóhannes Gutenberg prentaði árið 1455 með prentvél sem hann hafði sjálfur smíðað. Prentvél Gutenbergs olli straumhvörfum og í kjölfarið...
Hvers vegna innritast fólk, til dæmis í skóla eða á sjúkrahús, en útskrifast svo ef vel gengur? Er einhver munur á rita og skrifa í þessu sambandi?
Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?. Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver ge...