Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er merkingin í orðinu köflóttur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt?

Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö).

Orðið virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá 1890 og er verið að tala um köflótt rúmteppi. Þá er átt við að teppið sé þannig ofið að mynstrið myndi kafla. Sú merking er mjög algeng þegar átt er við fataefni (til dæmis köflótt pils, köflótt skyrta), áklæði, gluggatjaldaefni, borðdúka og fleira þess háttar. Efnið getur verið stórköflótt eða smáköflótt og allt þar á milli.


Kyrralífsmynd með köflóttum borðdúk, málverk í kúbískum stíl frá 1915 eftir spænska málarann Juan Gris (1887-1927)

Orðið er einnig notað um veður þegar tíð er rysjótt. Ef veður er köflótt skiptast til dæmis á skin og skúrir, rigning og él, kuldakast og hlýindi. Í raun er köflóttur notað um hvað sem er sem skiptist í kafla og þá oft fremur í neikvæðri merkingu. Ef talað er um að bók sé köflótt er ekki átt við að hún skiptist í fyrirfram ákveðna kafla heldur að höfundi hafi tekist misvel upp, efnið stundum gott og stundum síðra.

Taflborð skiptist í ákveðna jafnstóra kafla og venjan er að nota um þá kafla orðið reitur. Það á bæði við um skákborð og kotruborð. Engu að síður er hægt að segja að þessi borð séu köflótt, þó að það sé ekki málvenja.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.10.2007

Spyrjandi

Ásgeir Ingvarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er merkingin í orðinu köflóttur?“ Vísindavefurinn, 18. október 2007, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6855.

Guðrún Kvaran. (2007, 18. október). Hver er merkingin í orðinu köflóttur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6855

Guðrún Kvaran. „Hver er merkingin í orðinu köflóttur?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2007. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6855>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er merkingin í orðinu köflóttur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt?

Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö).

Orðið virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá 1890 og er verið að tala um köflótt rúmteppi. Þá er átt við að teppið sé þannig ofið að mynstrið myndi kafla. Sú merking er mjög algeng þegar átt er við fataefni (til dæmis köflótt pils, köflótt skyrta), áklæði, gluggatjaldaefni, borðdúka og fleira þess háttar. Efnið getur verið stórköflótt eða smáköflótt og allt þar á milli.


Kyrralífsmynd með köflóttum borðdúk, málverk í kúbískum stíl frá 1915 eftir spænska málarann Juan Gris (1887-1927)

Orðið er einnig notað um veður þegar tíð er rysjótt. Ef veður er köflótt skiptast til dæmis á skin og skúrir, rigning og él, kuldakast og hlýindi. Í raun er köflóttur notað um hvað sem er sem skiptist í kafla og þá oft fremur í neikvæðri merkingu. Ef talað er um að bók sé köflótt er ekki átt við að hún skiptist í fyrirfram ákveðna kafla heldur að höfundi hafi tekist misvel upp, efnið stundum gott og stundum síðra.

Taflborð skiptist í ákveðna jafnstóra kafla og venjan er að nota um þá kafla orðið reitur. Það á bæði við um skákborð og kotruborð. Engu að síður er hægt að segja að þessi borð séu köflótt, þó að það sé ekki málvenja.

Mynd:...