Heimspekin er rituð í stóru bókina, alheiminn, sem blasir alltaf beint við augum okkar. Bókina er ekki hægt að skilja nema að læra fyrst að skilja tungumálið og táknin sem hún er rituð með. Hún er rituð á tungumáli stærðfræðinnar og tákn þess eru þríhyrningar, hringir og aðrar rúmfræðimyndir, án þeirra væri mönnum ómögulegt að skilja nokkurt orð í henni; án þeirra ráfuðu menn um í dimmu völundarhúsi.Hér vísar Galíleó til Bókar náttúrunnar. Öldum saman hafði það verið kenning kirkjunnar að tvær bækur fjölluðu um eðli heimsins. Önnur bókin, Bók náttúrunnar, væri full af táknum sem fælu í sér dýpri merkingu þegar þau væru túlkuð með hinni bókinni, Heilagri ritningu, sem geymdi skýringar á táknum náttúrunnar. Leit að skilningi á alheiminum væri fólgin í að tengja saman það sem lesa má í þessum tveimur bókum.

Líta má sem svo að Galíleó hafi fyrstur sagt Bók náttúrunnar vera bók um alheiminn ritaða á tungumáli stærðfræðinnar. Á myndinni er forsíða Il Saggiatore sem gefin var út í Róm 1623.
- Book of Nature. Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Book_of_Nature. (Sótt 13. febrúar 2025).
- Crease, Robert P. (2006). The book of nature. Physics world. https://physicsworld.com/a/the-book-of-nature/. (Sótt 13. febrúar 2025).
- Galileo Galilei (1623). Il saggiatore. Róm. Eftir The Assayer, styttri þýðingu Stillman Drake, Stanford háskóla, úr frummálinu. Sjá https://en.wikipedia.org/wiki/The_Assayer. (Sótt 14. febrúar, 2025.)
- Katz, Victor (1992). A history of mathematics. An introduction. Harper Collins.
- Oxford Essential Quotations (6 útg.) (2018). Galileo Galilei 1564 – 1642. Italian astronomer and physicist.
- Yfirlitsmynd: Galileo Galilei Linceo Filosafo E Matematico del Ser. mo Gran Duca di Tosca RMG PT3986 - PICRYL - Public Domain Media Search Engine Public Domain Search. (Sótt 27.02.2025).
- Assayertitle.png. Wikimedia Commons. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Assayertitle.png. (Sótt 24. febrúar 2025).