Sólin Sólin Rís 07:59 • sest 19:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:09 • Sest 08:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:01 • Síðdegis: 17:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:59 • sest 19:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:09 • Sest 08:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:01 • Síðdegis: 17:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar?

Kristín Bjarnadóttir

Að liðnum miðöldum um 1450 urðu margvíslegar framfarir, og skilningur manna á umheiminum óx. Ítalski eðlisfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Galíleó Galíleí (1564–1642) vissi að himintunglin fylgdu ákveðnum einföldum brautum og fór þannig gegn viðteknum kenningum kirkjunnar í þessum efnum. Hann aðhylltist sólmiðjukenningu Kóperníkusar, að jörðin gengi á braut umhverfis sólu. Hann sagði í riti sínu sem kom út árið 1623, Il saggiatore, þar sem hann varði skoðanir sínar:

Heimspekin er rituð í stóru bókina, alheiminn, sem blasir alltaf beint við augum okkar. Bókina er ekki hægt að skilja nema að læra fyrst að skilja tungumálið og táknin sem hún er rituð með. Hún er rituð á tungumáli stærðfræðinnar og tákn þess eru þríhyrningar, hringir og aðrar rúmfræðimyndir, án þeirra væri mönnum ómögulegt að skilja nokkurt orð í henni; án þeirra ráfuðu menn um í dimmu völundarhúsi.

Hér vísar Galíleó til Bókar náttúrunnar. Öldum saman hafði það verið kenning kirkjunnar að tvær bækur fjölluðu um eðli heimsins. Önnur bókin, Bók náttúrunnar, væri full af táknum sem fælu í sér dýpri merkingu þegar þau væru túlkuð með hinni bókinni, Heilagri ritningu, sem geymdi skýringar á táknum náttúrunnar. Leit að skilningi á alheiminum væri fólgin í að tengja saman það sem lesa má í þessum tveimur bókum.

Líta má sem svo að Galíleó hafi fyrstur sagt Bók náttúrunnar vera bók um alheiminn ritaða á tungumáli stærðfræðinnar. Á myndinni er forsíða Il Saggiatore sem gefin var út í Róm 1623.

Í ljósi texta Il saggiatore má líta svo á að Galíleó hafi sagt, fyrstur manna, Bók náttúrunnar vera bók um alheiminn ritaða á tungumáli stærðfræðinnar.

Orð Galíleó Galíleí ber að skoða í því samhengi að hann var að verja kenningu Kóperníkusar, sem Galíleó staðfesti með rannsóknum sínum: Jörðin gengur á braut umhverfis sólu, gagnstætt viðtekinni skoðun þess tíma, að jörðin sé kyrr og sólin gengi umhverfis hana frá austri til vesturs. Kirkjuyfirvöld áttu eftir að hegna honum fyrir skrifin með fangelsisvistun.

Heimildir:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

5.3.2025

Spyrjandi

Mikael Máni Ólafsson

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2025, sótt 11. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87590.

Kristín Bjarnadóttir. (2025, 5. mars). Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87590

Kristín Bjarnadóttir. „Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2025. Vefsíða. 11. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87590>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar?
Að liðnum miðöldum um 1450 urðu margvíslegar framfarir, og skilningur manna á umheiminum óx. Ítalski eðlisfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Galíleó Galíleí (1564–1642) vissi að himintunglin fylgdu ákveðnum einföldum brautum og fór þannig gegn viðteknum kenningum kirkjunnar í þessum efnum. Hann aðhylltist sólmiðjukenningu Kóperníkusar, að jörðin gengi á braut umhverfis sólu. Hann sagði í riti sínu sem kom út árið 1623, Il saggiatore, þar sem hann varði skoðanir sínar:

Heimspekin er rituð í stóru bókina, alheiminn, sem blasir alltaf beint við augum okkar. Bókina er ekki hægt að skilja nema að læra fyrst að skilja tungumálið og táknin sem hún er rituð með. Hún er rituð á tungumáli stærðfræðinnar og tákn þess eru þríhyrningar, hringir og aðrar rúmfræðimyndir, án þeirra væri mönnum ómögulegt að skilja nokkurt orð í henni; án þeirra ráfuðu menn um í dimmu völundarhúsi.

Hér vísar Galíleó til Bókar náttúrunnar. Öldum saman hafði það verið kenning kirkjunnar að tvær bækur fjölluðu um eðli heimsins. Önnur bókin, Bók náttúrunnar, væri full af táknum sem fælu í sér dýpri merkingu þegar þau væru túlkuð með hinni bókinni, Heilagri ritningu, sem geymdi skýringar á táknum náttúrunnar. Leit að skilningi á alheiminum væri fólgin í að tengja saman það sem lesa má í þessum tveimur bókum.

Líta má sem svo að Galíleó hafi fyrstur sagt Bók náttúrunnar vera bók um alheiminn ritaða á tungumáli stærðfræðinnar. Á myndinni er forsíða Il Saggiatore sem gefin var út í Róm 1623.

Í ljósi texta Il saggiatore má líta svo á að Galíleó hafi sagt, fyrstur manna, Bók náttúrunnar vera bók um alheiminn ritaða á tungumáli stærðfræðinnar.

Orð Galíleó Galíleí ber að skoða í því samhengi að hann var að verja kenningu Kóperníkusar, sem Galíleó staðfesti með rannsóknum sínum: Jörðin gengur á braut umhverfis sólu, gagnstætt viðtekinni skoðun þess tíma, að jörðin sé kyrr og sólin gengi umhverfis hana frá austri til vesturs. Kirkjuyfirvöld áttu eftir að hegna honum fyrir skrifin með fangelsisvistun.

Heimildir:

...