Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Ágústa Þorbergsdóttir

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér.

Íslensk tunga er mjög frjó og ný orð bætast sífellt við málið. Það eru ekki alltaf sérfræðingar sem mynda ný orð, þau geta einnig verið sjálfsprottin úti í þjóðfélaginu. Margir hafa reynt að finna gott íslenskt orð fyrir takeaway. Heyrst hafa nokkrar tillögur um nýyrði fyrir takeaway í merkingunni kaffibolli sem maður tekur með sér út af kaffihúsi, svo sem brottfararmál og brottfararbolli og svo má einnig nefna slanguryrðin götumál og útfararkaffi þar sem upphafleg merking er sveigð til og hártoguð.

Heyrst hafa nokkrar tillögur um nýyrði fyrir takeaway í merkingunni kaffibolli sem maður tekur með sér út af kaffihúsi, svo sem brottfararmál og brottfararbolli og einnig slanguryrðin götumál og útfararkaffi.

Fleiri tillögur hafa komið fram um takeaway fyrir mat sem er tekinn út af veitingastað. Í nýyrðadagbók hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Íslenskri málstöð) var nýyrðatillagan burtmatur skráð árið 1991 og seinna sama ár kom fram tillagan meðtökumatur. Hvorugt þessara orða náði að festast í málinu.

Árið 2014 ákvað fyrirtækið Aha.is að efna til nýyrðasamkeppni um íslenskt orð í staðinn fyrir takeaway. Þátttakan var mjög mikil, alls bárust hátt í 2000 tillögur, þar af um 1100 ólík orð að því er fram kom í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Dómnefnd keppninnar komst að þeirri niðurstöðu að útréttur væri besta orðið yfir takeaway. Dómnefndinni þótti orðið lipurt og auðvelt í notkun auk þess sem orðið réttur getur bæði vísað í nafnorðið réttur (það er ákveðinn matur) sem og sagnorðið að rétta sem þótt mjög viðeigandi í því samhengi að maturinn er réttur út frá veitingastaðnum.

Orðið útréttur var valið í nýyrðasamkepnni fyrirtækisins Aha.is árið 2014 sem besta orðið yfir takeaway. Þótt orð sigri í nýyrðasamkeppni er það engin trygging fyrir því að það nái að festa rætur í málinu.

Enda þótt orð sigri í nýyrðasamkeppni er það engin trygging fyrir því að það nái að festa rætur í málinu og sigurorðið útréttur virðist ekki vera mikið notað. Allir geta reynt að mynda nýyrði en enginn einn ákveður hvort orð verði tekin inn í málið. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar geta haft áhrif á útbreiðslu nýyrða en framtíðin ein getur leitt það í ljós hvort þau festist í málinu.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

12.10.2017

Spyrjandi

Hafrún Sigurðardóttir

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?“ Vísindavefurinn, 12. október 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73963.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2017, 12. október). Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73963

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73963>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér.

Íslensk tunga er mjög frjó og ný orð bætast sífellt við málið. Það eru ekki alltaf sérfræðingar sem mynda ný orð, þau geta einnig verið sjálfsprottin úti í þjóðfélaginu. Margir hafa reynt að finna gott íslenskt orð fyrir takeaway. Heyrst hafa nokkrar tillögur um nýyrði fyrir takeaway í merkingunni kaffibolli sem maður tekur með sér út af kaffihúsi, svo sem brottfararmál og brottfararbolli og svo má einnig nefna slanguryrðin götumál og útfararkaffi þar sem upphafleg merking er sveigð til og hártoguð.

Heyrst hafa nokkrar tillögur um nýyrði fyrir takeaway í merkingunni kaffibolli sem maður tekur með sér út af kaffihúsi, svo sem brottfararmál og brottfararbolli og einnig slanguryrðin götumál og útfararkaffi.

Fleiri tillögur hafa komið fram um takeaway fyrir mat sem er tekinn út af veitingastað. Í nýyrðadagbók hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Íslenskri málstöð) var nýyrðatillagan burtmatur skráð árið 1991 og seinna sama ár kom fram tillagan meðtökumatur. Hvorugt þessara orða náði að festast í málinu.

Árið 2014 ákvað fyrirtækið Aha.is að efna til nýyrðasamkeppni um íslenskt orð í staðinn fyrir takeaway. Þátttakan var mjög mikil, alls bárust hátt í 2000 tillögur, þar af um 1100 ólík orð að því er fram kom í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Dómnefnd keppninnar komst að þeirri niðurstöðu að útréttur væri besta orðið yfir takeaway. Dómnefndinni þótti orðið lipurt og auðvelt í notkun auk þess sem orðið réttur getur bæði vísað í nafnorðið réttur (það er ákveðinn matur) sem og sagnorðið að rétta sem þótt mjög viðeigandi í því samhengi að maturinn er réttur út frá veitingastaðnum.

Orðið útréttur var valið í nýyrðasamkepnni fyrirtækisins Aha.is árið 2014 sem besta orðið yfir takeaway. Þótt orð sigri í nýyrðasamkeppni er það engin trygging fyrir því að það nái að festa rætur í málinu.

Enda þótt orð sigri í nýyrðasamkeppni er það engin trygging fyrir því að það nái að festa rætur í málinu og sigurorðið útréttur virðist ekki vera mikið notað. Allir geta reynt að mynda nýyrði en enginn einn ákveður hvort orð verði tekin inn í málið. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar geta haft áhrif á útbreiðslu nýyrða en framtíðin ein getur leitt það í ljós hvort þau festist í málinu.

Heimildir:

Myndir:

...