Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju eru hár mismunandi á litinn?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram: Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárs...
Af hverju tala ekki allir sama tungumál?
Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir: Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmun...
Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?
Minkurinn (Mustela vison) er rándýr og öll rándýr éta önnur dýr en það þýðir þó ekki endilega að þau séu grimm. Öll villt rándýr geta sýnt árásargjarna hegðun ef þau eru svöng eða þeim er ógnað. Minkurinn stundar stundum afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) sem þekkist einnig meðal fjölda annarr...
Af hverju er tungan í köttum hrjúf?
Þeir sem hafa verið „þvegnir“ af heimiliskettinum þekkja vel hversu hrjúf tunga kattarins er. Hún minnir meira á sandpappír en mjúka tungu okkar eða tungu grasbíta. Það sama á við um villta ketti, hvort sem þeir eru mörg hundruð kílóa stórkettir eða smávaxnir sandkettir, allir hafa þeir brodda á tungunni. Tung...
Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?
Tár myndast í tárakirtlum utarlega í efri augnlokunum. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna. Hluti táranna gufar upp en hluti berst í átt að augnkrókum þar sem þau enda í göngum og berast eftir þeim í nefgöngin. Við offramleiðsla á tárum gerist tvennt, annars vegar hellast tár yfir augnlokin ...
Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?
Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...
Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...
Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?
Nafnið er líklega dregið af lögun skipsgluggans. Það hefur þótt minna á hin stóru kringlóttu augu kýrinnar og er notað í dönsku um hið sama, koøje. Kýrauga á skipi minnir á hin stóru augu kýrinnar. Elsta merking orðsins er, lítið ílát, örlítill kaffibolli eða staup. Merkingin er ekki mjög gömul. Elst dæmi, ...
Af hverju er grjótið á Mars rautt?
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...
Af hverju er hlaupið rangsælis á hlaupabrautum?
Einfalda svarið við þeirri spurningu er að reglur Alþjóðafrjálsíþrótta-sambandsins kveða á um að svo eigi að gera. Áður en sú regla var sett voru hlaup ýmist hlaupin rangsælis eða réttsælis. Regla 163.1 segir að í göngu og hlaupum þar sem að minnsta kosti er beygt einu sinni skuli vinstri höndin vera innar. Hins v...
Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?
Í lögum um mannanöfn nr. 45 frá 1996 er í fyrsta kafla fjallað um fullt nafn og nafngjöf. Í 1. grein segir: „Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.“ Ef litið er á greinina um eiginnafn í fjórða kafla þá stendur þar í fimmtu grein: Eiginnafn skal geta ...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...
Hvenær fóru Íslendingar að borða af diskum?
Upprunalega spurningin var: Hvenær byrjaði fólk á Íslandi að borða af diskum? Til að byrja með ætla ég að gefa mér að hér sé spurt um leirdiska, en það eru diskarnir sem við borðum af í dag. Áður en askurinn tók við sem algengasta matarílátið á 18. öld borðuðu Íslendingar af trédiskum og tindiskum. Þannig d...
Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?
Finnland var meðal fátækustu landa Evrópu við aldamótin 1900. Um 1/3 hluti landsmanna var yfir- og millistétt sem bjó við margfalt betri kjör en 2/3 landsmanna. Þeir verr settu voru til dæmis iðnverkamenn í borgum og bæjum og íbúar landsbyggðarinnar, fátækir kotbændur og fiskimenn við suður- og vesturströndina, of...
Af hverju urðu Bítlarnir svona ótrúlega vinsælir?
Hin mikla frægð Bítlanna á sínum tíma og hin merka arfleifð þeirra hefur lengi valdið poppfræðingum heilabrotum. Af hverju þessi hljómsveit? Af hverju þá? Með öðrum orðum, hvernig gat þetta gerst og hvaða þættir stuðluðu að þessu? Bækur um Bítlanna verða fleiri og fleiri eftir því sem árin líða og almenningur v...