Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þann hluta hárs sem skagar upp úr húðþekjunni.Það eru til tvö afbrigði af melaníni. Annað afbrigðið heitir faeómelanín og er gult-rautt en hitt afbrigðið heitir eumelanín og er dökkbrúnt-svart. Það fer svo eftir erfðum hvernig hárið verður á litinn. Fleiri en eitt gen hefur áhrif á hárlit og þess vegna eru hárlitir jafnmismunandi og þeir eru margir, það er geta verið misljósir eða -dökkir.
- Hvers vegna grána mannshár? eftir Bergþór Björnsson
- Af hverju verður hár krullað? eftir ÍDÞ
- Er hægt að auka melanín í líkamanum? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Wikipedia.com - Friends. Sótt 4.4.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.