Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Tár myndast í tárakirtlum utarlega í efri augnlokunum. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna. Hluti táranna gufar upp en hluti berst í átt að augnkrókum þar sem þau enda í göngum og berast eftir þeim í nefgöngin. Við offramleiðsla á tárum gerist tvennt, annars vegar hellast tár yfir augnlokin (við tárumst eða grátum), og hins vegar eykst rennsli tára niður í nefgöngin þar sem þau blandast við slím og renna svo niður úr nefinu. Sé framleiðslan mjög mikil getur þessi vökvi stíflað nefið.

Þegar táraframleiðsla verður mikil berst meira af tárum í nefgöngin þannig að vökvi getur runnið úr nefinu eða jafnvel stíflað það.

Tár eru saltur vökvi með ýmsum efnum í, nánar til tekið prótínum, vatni, slími, og olíu. Skipta má tárum í þrjá flokka og gegnir hver sínu hlutverki.

Grunntárum (e. basal tears) er ávallt seytt til að koma í veg fyrir að augun þorni upp. Líkaminn framleiðir um 150-300 ml á dag af grunntárum.

Annar flokkur tára eru viðbragðstár (e. reflex tears). Þeim er seytt sem viðbragð við ertingu eins og reyk og ryki til að vernda augun. Til að gera þetta nema skyntaugar í hornhimnunni ertinguna og berast boð um hana til heilastofnsins í kjölfarið. Þaðan berast síðan hormón til tárakirtla augnanna og valda seytingu tára sem skola ertandi efnið burt úr augunum.

Í þriðja lagi eru tilfinningatár (e. emotional tears) sem eins og nafnið gefur til kynna tengjast tilfinningalífi fólks. Seyti þeirra hefst í hvelaheila þar sem depurð eða sorg er „til húsa“. Innkirtlakerfið er örvað til að senda hormón til augnsvæðanna og örva táramyndun.

Oft er sagt að það sé gott að gráta, að það létti á streitu og rói mann. Ýmsar rannsóknir renna stoðum undir þetta. Sumir vísindamenn segja að þegar líkaminn er undir álagi hlaðist ýmis efni upp í honum og að góður tilfinningagrátur sé leið líkamans til að losna við þau. Í einni rannsókn var skoðaður munur á annars vegar viðbragðstárum sem framkölluðust við það að skera niður lauk og hins vegar tilfinningatárum sem fylgdu því að horfa á sorglega mynd. Við efnagreiningu á tárunum kom í ljós að munur var á efnasamsetningu þeirra. Viðbragðstár voru um 98% vatn á meðan ýmis efnasambönd voru algeng í tilfinningatárum. Fyrst má nefna prótínið mjólkurhormón (e. prolactin) sem stjórnar mjólkurframleiðslu í brjóstum. Einnig er algengt að finna stýrihormón nýrnahettubarkar (e. ACTH) sem bendir til streitu. Annað prótín í tilfinningatárum er levsín-enkefalín (e. leucine-enkephalin) sem telst til endorfína sem draga úr sársauka og létta lund. Aðrir vísindamenn benda á að rannsaka þurfi þetta betur áður en hægt er að draga afgerandi ályktanir um þetta.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju fær fólk meira hor í nefið þegar það grætur?

Höfundur

Útgáfudagur

29.9.2014

Spyrjandi

Iðunn Gunnarsdóttir, Helga Dóra Jóhannsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?“ Vísindavefurinn, 29. september 2014, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=16488.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 29. september). Af hverju stíflast nefið þegar við grátum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=16488

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2014. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=16488>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?
Tár myndast í tárakirtlum utarlega í efri augnlokunum. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna. Hluti táranna gufar upp en hluti berst í átt að augnkrókum þar sem þau enda í göngum og berast eftir þeim í nefgöngin. Við offramleiðsla á tárum gerist tvennt, annars vegar hellast tár yfir augnlokin (við tárumst eða grátum), og hins vegar eykst rennsli tára niður í nefgöngin þar sem þau blandast við slím og renna svo niður úr nefinu. Sé framleiðslan mjög mikil getur þessi vökvi stíflað nefið.

Þegar táraframleiðsla verður mikil berst meira af tárum í nefgöngin þannig að vökvi getur runnið úr nefinu eða jafnvel stíflað það.

Tár eru saltur vökvi með ýmsum efnum í, nánar til tekið prótínum, vatni, slími, og olíu. Skipta má tárum í þrjá flokka og gegnir hver sínu hlutverki.

Grunntárum (e. basal tears) er ávallt seytt til að koma í veg fyrir að augun þorni upp. Líkaminn framleiðir um 150-300 ml á dag af grunntárum.

Annar flokkur tára eru viðbragðstár (e. reflex tears). Þeim er seytt sem viðbragð við ertingu eins og reyk og ryki til að vernda augun. Til að gera þetta nema skyntaugar í hornhimnunni ertinguna og berast boð um hana til heilastofnsins í kjölfarið. Þaðan berast síðan hormón til tárakirtla augnanna og valda seytingu tára sem skola ertandi efnið burt úr augunum.

Í þriðja lagi eru tilfinningatár (e. emotional tears) sem eins og nafnið gefur til kynna tengjast tilfinningalífi fólks. Seyti þeirra hefst í hvelaheila þar sem depurð eða sorg er „til húsa“. Innkirtlakerfið er örvað til að senda hormón til augnsvæðanna og örva táramyndun.

Oft er sagt að það sé gott að gráta, að það létti á streitu og rói mann. Ýmsar rannsóknir renna stoðum undir þetta. Sumir vísindamenn segja að þegar líkaminn er undir álagi hlaðist ýmis efni upp í honum og að góður tilfinningagrátur sé leið líkamans til að losna við þau. Í einni rannsókn var skoðaður munur á annars vegar viðbragðstárum sem framkölluðust við það að skera niður lauk og hins vegar tilfinningatárum sem fylgdu því að horfa á sorglega mynd. Við efnagreiningu á tárunum kom í ljós að munur var á efnasamsetningu þeirra. Viðbragðstár voru um 98% vatn á meðan ýmis efnasambönd voru algeng í tilfinningatárum. Fyrst má nefna prótínið mjólkurhormón (e. prolactin) sem stjórnar mjólkurframleiðslu í brjóstum. Einnig er algengt að finna stýrihormón nýrnahettubarkar (e. ACTH) sem bendir til streitu. Annað prótín í tilfinningatárum er levsín-enkefalín (e. leucine-enkephalin) sem telst til endorfína sem draga úr sársauka og létta lund. Aðrir vísindamenn benda á að rannsaka þurfi þetta betur áður en hægt er að draga afgerandi ályktanir um þetta.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju fær fólk meira hor í nefið þegar það grætur?

...