Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur horinn?

Hannes Petersen

Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Þannig getur horið verið mjög misjafnt að gerð og magni. Þurrt hor eða hor sem er fast í sér fæst einungis fram þegar við borum í nefið eða snýtum okkur hressilega og er sú gerð hors ef til vill sú þekktasta. Við sjúklegar uppákomur, þá sérstaklega sýkingar breytist gerð horsins, það þynnist og getur tekið á sig ýmiss litaafbrigði en þau helstu eru gráhvít, gul eða græn en að auki gerist annað mikilvægt en það er að magn horsins eykst.

Þegar horið er svo mikið að því verður ekki haldið inni í nefi með góðu móti rennur það aftur í nefkok og/eða fram úr nösum og kallast það nefrennsli. Þá er oft gripið til þess ráðs að sjúga upp í nefið eða að snýta sér. Hvor hreinsunaraðferðin er betri verður látið kyrrt ligga í þessu greinarkorni en vísindamenn eru ekki sammála. Verið er að rannsaka málið en víst er að munur er á þessu, sérstaklega hvað varðar hin mismunandi aflokuðu loftrými er tengjast nefinu. Helst þeirra eru miðeyrað og afholur nefsins en þeirra þekktastar eru kinnholurnar.

Nefholið er klætt húð er kallast slímhúð. Slímhúðin fær nafn sitt af slíminu sem klæðir ytra borð þekjunnar og vísar inn í nefholið og er það slím horið okkar. Slímið verður annars vegar til í sérstökum kirtlum er liggja undir þekjunni og opnast út á yfirborðið með útfærslugangi en hinsvegar í sérstökum frumum í þekjunni er kallast bikarfrumur. Fyrir hverja eina bikarfrumu eru fimm eiginlegar þekjufrumur í yfirborðsþekjunni. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi í nefinu og er því okkur nauðsynlegt.

Ýmsir þættir stjórna framleiðslu slímsins en þar helst er áreiti á slímhúðina. Þekktasta áreitið á slímhúðina er án efa kvef en þá ræðst veira á slímhúðina og sýkir hana. Við það verður í upphafi vart kláða og hnerra er fljótlega þróast í gulgrænt nefrennsli vegna aukinnar slímmyndunar. Einkenni nefstíflu vegna bólgu í slímhúð rekur síðan lestina.

Annað svipað dæmi ertingar er ofnæmiskvef en þar eru það mismunandi ofnæmisvakar svo sem frjókorn er valda ertingunni er leiðir til kláða, hnerra og aukinnar gráhvítrar slímframleiðslu. Nánari upplýsingar um ofnæmi er að finna í svari Helgu M. Ögmundsdóttur hér á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi?

Margt annað í umhverfi okkar getur valdið ertingu á slímhúð nefsins og má þar helst nefna ertingu vegna sígarettureyks, útblásturs bifreiða eða vegna skarpra skila hita og kulda en öll þessi form ertingar leiða til aukinnar slímmyndunar.

Annað mikilvægt atriði í stjórnun slímframleiðslu er þáttur miðtaugakerfisins en það tengist nefholinu með ríkulegri ítaugun. Um þær taugar geta farið boð til slímkirtla undir þekjunni er hvetja þá til slímframleiðslu. Geðshræring og grátur er þekkt að því að valda nefrennsli og eru þar að verki fyrst og fremst boð frá miðtaugakerfi um taugar. Auk þess streymir táravökvi um táragöngin inn í nefholið og getur á beinan hátt stuðlað að auknu nefrennsli við grát.


Hér var einnig svarað spurningunni:
Hvers vegna myndast hor þegar maður grætur mikið?

Höfundur

dósent í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.5.2000

Spyrjandi

Elís, Guðmundur

Tilvísun

Hannes Petersen. „Hvaðan kemur horinn?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=439.

Hannes Petersen. (2000, 17. maí). Hvaðan kemur horinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=439

Hannes Petersen. „Hvaðan kemur horinn?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=439>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur horinn?
Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Þannig getur horið verið mjög misjafnt að gerð og magni. Þurrt hor eða hor sem er fast í sér fæst einungis fram þegar við borum í nefið eða snýtum okkur hressilega og er sú gerð hors ef til vill sú þekktasta. Við sjúklegar uppákomur, þá sérstaklega sýkingar breytist gerð horsins, það þynnist og getur tekið á sig ýmiss litaafbrigði en þau helstu eru gráhvít, gul eða græn en að auki gerist annað mikilvægt en það er að magn horsins eykst.

Þegar horið er svo mikið að því verður ekki haldið inni í nefi með góðu móti rennur það aftur í nefkok og/eða fram úr nösum og kallast það nefrennsli. Þá er oft gripið til þess ráðs að sjúga upp í nefið eða að snýta sér. Hvor hreinsunaraðferðin er betri verður látið kyrrt ligga í þessu greinarkorni en vísindamenn eru ekki sammála. Verið er að rannsaka málið en víst er að munur er á þessu, sérstaklega hvað varðar hin mismunandi aflokuðu loftrými er tengjast nefinu. Helst þeirra eru miðeyrað og afholur nefsins en þeirra þekktastar eru kinnholurnar.

Nefholið er klætt húð er kallast slímhúð. Slímhúðin fær nafn sitt af slíminu sem klæðir ytra borð þekjunnar og vísar inn í nefholið og er það slím horið okkar. Slímið verður annars vegar til í sérstökum kirtlum er liggja undir þekjunni og opnast út á yfirborðið með útfærslugangi en hinsvegar í sérstökum frumum í þekjunni er kallast bikarfrumur. Fyrir hverja eina bikarfrumu eru fimm eiginlegar þekjufrumur í yfirborðsþekjunni. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi í nefinu og er því okkur nauðsynlegt.

Ýmsir þættir stjórna framleiðslu slímsins en þar helst er áreiti á slímhúðina. Þekktasta áreitið á slímhúðina er án efa kvef en þá ræðst veira á slímhúðina og sýkir hana. Við það verður í upphafi vart kláða og hnerra er fljótlega þróast í gulgrænt nefrennsli vegna aukinnar slímmyndunar. Einkenni nefstíflu vegna bólgu í slímhúð rekur síðan lestina.

Annað svipað dæmi ertingar er ofnæmiskvef en þar eru það mismunandi ofnæmisvakar svo sem frjókorn er valda ertingunni er leiðir til kláða, hnerra og aukinnar gráhvítrar slímframleiðslu. Nánari upplýsingar um ofnæmi er að finna í svari Helgu M. Ögmundsdóttur hér á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi?

Margt annað í umhverfi okkar getur valdið ertingu á slímhúð nefsins og má þar helst nefna ertingu vegna sígarettureyks, útblásturs bifreiða eða vegna skarpra skila hita og kulda en öll þessi form ertingar leiða til aukinnar slímmyndunar.

Annað mikilvægt atriði í stjórnun slímframleiðslu er þáttur miðtaugakerfisins en það tengist nefholinu með ríkulegri ítaugun. Um þær taugar geta farið boð til slímkirtla undir þekjunni er hvetja þá til slímframleiðslu. Geðshræring og grátur er þekkt að því að valda nefrennsli og eru þar að verki fyrst og fremst boð frá miðtaugakerfi um taugar. Auk þess streymir táravökvi um táragöngin inn í nefholið og getur á beinan hátt stuðlað að auknu nefrennsli við grát.


Hér var einnig svarað spurningunni:
Hvers vegna myndast hor þegar maður grætur mikið?
...