Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju?Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem ættarnafn. Litlu yngra er ættarnafnið Thorlacius myndað af föðurnafninu Þorláksson. Fram undir miðja 19. öld fjölgaði ættarnöfnum hægt og sígandi. Í manntalinu frá 1801 má finna nöfnin Briem, Gröndal, Hítdal, Hjaltalín, Hjaltested, Móberg, Stephensen og Thorarensen. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að menn kusu ættarnafn fram yfir það að kenna sig til föður. Ferðir til útlanda, einkum til Kaupmannahafnar, jukust mjög á 19. öld. Menn fóru til náms, bæði háskólanáms og iðnnáms, og fannst það falla betur að sið landsins að nota ættarnafn.

Ferðir til útlanda, einkum til Kaupmannahafnar, jukust mjög á 19. öld. Menn fóru til náms, bæði háskólanáms og iðnnáms, og fannst það falla betur að sið landsins að nota ættarnafn. Málverk af Højbro Plads í Kaupmannahöfn frá 1921 eftir Paul Gustav Fischer.
- Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnavatni. 1991. Nöfn Íslendinga. Heimskringla, Reykjavík.
- File:Paul Fischer - Højbro Plads, København.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 28.11.2017).