Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?

Sævar Helgi Bragason

Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum.

Vísindamenn hafa lengi talið að rauðbrúnu efnin verði til þegar geimgeislar og tiltekin bylgjulengd eða litur af útfjólubláu ljósi frá sólinni, sem kallast Lyman-alfa-geislun, örva metangas (CH4) í lofthjúpi Plútós sem hrindir af stað efnahvörfum og myndar flókin kolefnasambönd sem kallast þólín. Þólínið fellur síðan sem snjór niður á yfirborðið.

Plútó úr 450.000 km fjarlægð.

Í júlí 2015 flaug geimfarið New Horizons fram hjá Plútó, fyrst geimfara. Í farinu eru ýmis mælitæki, meðal annars útfjólublái litrófsmælirinn Alice sem brýtur ljós niður í 1024 hluta og gerir vísindamönnum kleift að finna út úr hvaða efnum hnötturinn er. Tækið getur einnig greint efnasambönd lofthjúpsins.

Mælingar sem gerðar hafa verið með Alice sýna að sterk Lyman-alfa-geislun berst til Plútós úr öllum áttum. Það þýðir að þetta þólínmyndunarferli á sér líka stað á næturhliðinni, þar sem sólin skín ekki dögum saman, og á veturna, þegar sólin er undir sjóndeildarhring áratugum saman. Plútó roðnar því nokkuð jafnt og þétt alls staðar.

Þólin hafa fundist á öðrum hnöttum í ytra sólkerfinu, þar á meðal á Títan og Tríton, stærstu tunglum Satúrnusar og Neptúnusar. Þólín hafa líka verið framleidd í tilraunastofum þar sem líkt er eftir lofthjúpum þessara fjarlægu hnatta.

Mynd:


Þetta svar er fengið af Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur aðeins verið aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

19.8.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70437.

Sævar Helgi Bragason. (2015, 19. ágúst). Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70437

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70437>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum.

Vísindamenn hafa lengi talið að rauðbrúnu efnin verði til þegar geimgeislar og tiltekin bylgjulengd eða litur af útfjólubláu ljósi frá sólinni, sem kallast Lyman-alfa-geislun, örva metangas (CH4) í lofthjúpi Plútós sem hrindir af stað efnahvörfum og myndar flókin kolefnasambönd sem kallast þólín. Þólínið fellur síðan sem snjór niður á yfirborðið.

Plútó úr 450.000 km fjarlægð.

Í júlí 2015 flaug geimfarið New Horizons fram hjá Plútó, fyrst geimfara. Í farinu eru ýmis mælitæki, meðal annars útfjólublái litrófsmælirinn Alice sem brýtur ljós niður í 1024 hluta og gerir vísindamönnum kleift að finna út úr hvaða efnum hnötturinn er. Tækið getur einnig greint efnasambönd lofthjúpsins.

Mælingar sem gerðar hafa verið með Alice sýna að sterk Lyman-alfa-geislun berst til Plútós úr öllum áttum. Það þýðir að þetta þólínmyndunarferli á sér líka stað á næturhliðinni, þar sem sólin skín ekki dögum saman, og á veturna, þegar sólin er undir sjóndeildarhring áratugum saman. Plútó roðnar því nokkuð jafnt og þétt alls staðar.

Þólin hafa fundist á öðrum hnöttum í ytra sólkerfinu, þar á meðal á Títan og Tríton, stærstu tunglum Satúrnusar og Neptúnusar. Þólín hafa líka verið framleidd í tilraunastofum þar sem líkt er eftir lofthjúpum þessara fjarlægu hnatta.

Mynd:


Þetta svar er fengið af Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur aðeins verið aðlagaður Vísindavefnum....