Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í lögum um mannanöfn nr. 45 frá 1996 er í fyrsta kafla fjallað um fullt nafn og nafngjöf. Í 1. grein segir: „Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.“ Ef litið er á greinina um eiginnafn í fjórða kafla þá stendur þar í fimmtu grein:

Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Í fjórða kafla, áttundu grein, er fjallað um kenninöfn. Þar stendur: „Kenninöfn eru tvenns konar, föður- eða móðurnöfn og ættarnöfn.“

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Eftirnafnið Sigurðsson er ekki hluti eiginnafnsins.

Ef slegið er upp í Íslenskri orðabók (2002:255) og leitað að orðinu eftirnafn þá er skýringin: „ættarnafn (stundum einnig kenninafn)“, um kenninafn stendur (2002:764): „föður- eða móðurnafn“ en um eiginnafn (2002:259): „nafn sem maður er nefndur (ekki kenninafn eða ættarnafn)“.

Af því sem hér hefur verið dregið saman sést að eftirnafn er ekki hluti eiginnafns. Eiginnafn er það nafn sem barn fær við nafngjöf en kenninafnið (eftirnafnið) kemur frá móður, föður eða ættinni.

Mynd:
  • Myndina tók Björgvin Franz Björgvinsson og hún er birt með góðfúslegu leyfi hans.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.12.2017

Spyrjandi

Karen Lilja Loftsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74417.

Guðrún Kvaran. (2017, 8. desember). Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74417

Guðrún Kvaran. „Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?
Í lögum um mannanöfn nr. 45 frá 1996 er í fyrsta kafla fjallað um fullt nafn og nafngjöf. Í 1. grein segir: „Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.“ Ef litið er á greinina um eiginnafn í fjórða kafla þá stendur þar í fimmtu grein:

Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Í fjórða kafla, áttundu grein, er fjallað um kenninöfn. Þar stendur: „Kenninöfn eru tvenns konar, föður- eða móðurnöfn og ættarnöfn.“

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Eftirnafnið Sigurðsson er ekki hluti eiginnafnsins.

Ef slegið er upp í Íslenskri orðabók (2002:255) og leitað að orðinu eftirnafn þá er skýringin: „ættarnafn (stundum einnig kenninafn)“, um kenninafn stendur (2002:764): „föður- eða móðurnafn“ en um eiginnafn (2002:259): „nafn sem maður er nefndur (ekki kenninafn eða ættarnafn)“.

Af því sem hér hefur verið dregið saman sést að eftirnafn er ekki hluti eiginnafns. Eiginnafn er það nafn sem barn fær við nafngjöf en kenninafnið (eftirnafnið) kemur frá móður, föður eða ættinni.

Mynd:
  • Myndina tók Björgvin Franz Björgvinsson og hún er birt með góðfúslegu leyfi hans.

...