Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.Í fjórða kafla, áttundu grein, er fjallað um kenninöfn. Þar stendur: „Kenninöfn eru tvenns konar, föður- eða móðurnöfn og ættarnöfn.“ Ef slegið er upp í Íslenskri orðabók (2002:255) og leitað að orðinu eftirnafn þá er skýringin: „ættarnafn (stundum einnig kenninafn)“, um kenninafn stendur (2002:764): „föður- eða móðurnafn“ en um eiginnafn (2002:259): „nafn sem maður er nefndur (ekki kenninafn eða ættarnafn)“. Af því sem hér hefur verið dregið saman sést að eftirnafn er ekki hluti eiginnafns. Eiginnafn er það nafn sem barn fær við nafngjöf en kenninafnið (eftirnafnið) kemur frá móður, föður eða ættinni. Mynd:
Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
- Myndina tók Björgvin Franz Björgvinsson og hún er birt með góðfúslegu leyfi hans.