Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1015 svör fundust
Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?
Þegar fótspor dýra eru greind er mikilvægt að huga að stærð þeirra. Tígrisdýr (Panthera tigris) eru mjög stór kattardýr og hjá stærstu karldýrunum geta fótsporin verið rúmlega 14 cm á lengd og 11,5 cm á breidd. Til samanburðar má nefna að hjá stórum úlfum, svo sem heimskautaúlfum sem sennilega eru stórfættustu hun...
Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?
Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjó...
Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?
Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku. Froskur þessi er ...
Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...
Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?
Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg. Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hau...
Hvað var Austurlandahraðlestin?
Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...
Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?
Litlahérað er nafn sem utanhéraðsmenn gáfu sveitinni sem nú kallast Öræfi, milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands. Það gerðu þeir til að aðgreina hana frá Fljótsdalshéraði, en í munni heimamanna hét hún einfaldlega Hérað. Annað og enn eldra nafn á þessari sveit er Ingólfshöfðahverfi. Í byrjun 14. aldar vor...
Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?
Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref: Karldýrið þarf að finna kvendýr. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni. Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stig...
Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?
Steinfiskar eru tegundir fiska af ættkvíslinni Synanceia. Innan þessarar ættkvíslar eru þekktar fimm tegundir. Steinfiskar finnast aðallega á grunnsævi við Indlandshaf og Kyrrahaf en einnig eru dæmi um steinfiska í ísöltum sjó og í ám í Suðaustur-Asíu. Steinfiskar eru mjög eitraðir og jafnvel eitraðastir allra núl...
Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...
Hvað er kalt stríð?
Hugtakið kalt stríð vísar til stríðsástands milli tveggja fylkinga, án þess að bein hernaðarleg átök eigi sér stað. Í staðinn birtast átökin á annan hátt, til dæmis með áróðursherferðum, efnahagslegum og stjórnmálalegum aðgerðum, njósnum og svokölluðum staðgenglastríðum (e. proxy wars.) Nærtækasta dæmið um kalt...
Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Nei það er ekki rétt og reyndar mjög fjarri lagi. Í fróðlegu svari eftir Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna? er fjallað um rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli og jökli Suðurskautslandsins. S...
Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Telst eftirfarandi setning rétt samkvæmt íslenskri málfræði? Hvernig er hægt að orða þetta svo það falli að íslenskri málfræði? Setning: Fyrirtækið er með skrifstofur í 19 löndum, yfir 1000 starfsfólk í 19 löndum. Orðið fólk er í hópi svokallaðra safnheita, en með því er átt v...
Hver var Thomas Alva Edison og hvaða uppgötvanir gerði hann?
Thomas Alva Edison fæddist í þorpinu Milan í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1847, en ólst upp í Port Huron í Michigan. Hann var aðeins þrjá mánuði í skóla og kennarinn taldi hann „ruglaðan“ enda var hann alla tíð heyrnardaufur. Hann sýndi þó snemma gott viðskiptavit með því að selja sælgæti og dagblöð í lestum sem...
Á hverju byggist munklífi?
Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...