Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?

Bjarni Bessason

Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjógangur meiri á vetrum en að sumarlagi. Sjávaröldur örva lágtíðnibylgjur í jarðskorpunni, svo að þær koma skýrt fram á mælitækjum. Sýnt hefur verið fram á þetta með rannsóknum þar sem hægt hefur verið að tengja tiltekna vetrarstorma, sem vara í klukkustundir og upp í nokkra daga, við styrk yfirborðstitrings í mælistöðvum langt inni í landi.

Í öðru lagi má sjá daglegar breytingar í umhverfisóróanum á hærra tíðnisviði eða ofan við tvö Hertz. Þetta lýsir sér þannig að titringurinn er meiri á daginn en á nóttinni, og sömuleiðis meiri á virkum dögum en um helgar. Hér er það umferð, daglegur erill, iðnaður og starfsemi í nálægri byggð sem skýrir dagsveifluna og vikumynstrið.

Á myndinni hér fyrir neðan er sýndur mældur órói í heila viku á jarðskjálftamæli nálægt flugskýlunum við æfingaflugvöllinn á Sandskeiði, austan Reykjavíkur. Óróinn stafar fyrst og fremst af námugreftri í malarnámunum norðan Vífilsfells í eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá mælinum, en einnig af umferð á Suðurlandsvegi í um 700 metra fjarlægð. Á myndinni má sjá greinilegar dagsveiflur og að unnið er á laugardögum jafnt sem aðra virka daga. Um miðjan dag er nokkur lægð í óróanum sem hugsanlega má skýra með hádegishléi í malarvinnslunni. Á sunnudegi er óróinn mun minni en hina dagana og augljóslega engin vinna í námunni. Ef grannt er skoðað, má sjá mestan óróa seinni hluta dags. Það má skýra með því að þá eru íbúar höfuðborgarsvæðisins á heimleið úr sumarbústöðum á Suðurlandi. Þegar myndin var gerð, var notuð bandsía sem síaði burtu allar bylgjur nema þær sem liggja á tíðnisviðinu tvö til fjögur Hertz.

Mældur umhverfisórói (tíðniband 2-4 Hz) á Sandskeiði austan Reykjavíkur á einni viku, 1.-7. október 2007. Mælirinn er nálægt flugskýlunum sunnan flugvallarins í 700 m fjarlægð frá Suðurlandsvegi.

Í þriðja lagi má af og til sjá skammvinna aukningu í mælda titringnum sem kann að stafa af sprengingum, til dæmis í húsgrunni eða grjótnámi nálægt mælistað, eða vegna framkvæmda í nágrenninu. Slíkur titringur getur verið nógu mikill til að fólk finni hann. Kröftugar sprengingar (til dæmis kjarnorkusprenging) senda einnig bylgjur sem hægt er að mæla hvar sem er á jörðinni. Með því að mæla samfellt hreyfingar yfirborðs hefur verið hægt að vakta og fylgjast með tilraunum með kjarnorkusprengjur í nærliggjandi löndum. Var mikil áhersla lögð á slíka vöktun meðan kalda stríði stóð sem hæst.

Í fjórða lagi má nema og mæla jarðskjálfta sem eru ýmist svo veikir að fólk greinir þá ekki, eða svo kröftugir að fólk og dýr á víðavangi falla við.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 497.


Þetta er örlítið stytt útgáfa af texta um umhverfisóróa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Bjarni Bessason

prófessor í byggingarverkfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.6.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Bjarni Bessason. „Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65339.

Bjarni Bessason. (2013, 7. júní). Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65339

Bjarni Bessason. „Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65339>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?
Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjógangur meiri á vetrum en að sumarlagi. Sjávaröldur örva lágtíðnibylgjur í jarðskorpunni, svo að þær koma skýrt fram á mælitækjum. Sýnt hefur verið fram á þetta með rannsóknum þar sem hægt hefur verið að tengja tiltekna vetrarstorma, sem vara í klukkustundir og upp í nokkra daga, við styrk yfirborðstitrings í mælistöðvum langt inni í landi.

Í öðru lagi má sjá daglegar breytingar í umhverfisóróanum á hærra tíðnisviði eða ofan við tvö Hertz. Þetta lýsir sér þannig að titringurinn er meiri á daginn en á nóttinni, og sömuleiðis meiri á virkum dögum en um helgar. Hér er það umferð, daglegur erill, iðnaður og starfsemi í nálægri byggð sem skýrir dagsveifluna og vikumynstrið.

Á myndinni hér fyrir neðan er sýndur mældur órói í heila viku á jarðskjálftamæli nálægt flugskýlunum við æfingaflugvöllinn á Sandskeiði, austan Reykjavíkur. Óróinn stafar fyrst og fremst af námugreftri í malarnámunum norðan Vífilsfells í eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá mælinum, en einnig af umferð á Suðurlandsvegi í um 700 metra fjarlægð. Á myndinni má sjá greinilegar dagsveiflur og að unnið er á laugardögum jafnt sem aðra virka daga. Um miðjan dag er nokkur lægð í óróanum sem hugsanlega má skýra með hádegishléi í malarvinnslunni. Á sunnudegi er óróinn mun minni en hina dagana og augljóslega engin vinna í námunni. Ef grannt er skoðað, má sjá mestan óróa seinni hluta dags. Það má skýra með því að þá eru íbúar höfuðborgarsvæðisins á heimleið úr sumarbústöðum á Suðurlandi. Þegar myndin var gerð, var notuð bandsía sem síaði burtu allar bylgjur nema þær sem liggja á tíðnisviðinu tvö til fjögur Hertz.

Mældur umhverfisórói (tíðniband 2-4 Hz) á Sandskeiði austan Reykjavíkur á einni viku, 1.-7. október 2007. Mælirinn er nálægt flugskýlunum sunnan flugvallarins í 700 m fjarlægð frá Suðurlandsvegi.

Í þriðja lagi má af og til sjá skammvinna aukningu í mælda titringnum sem kann að stafa af sprengingum, til dæmis í húsgrunni eða grjótnámi nálægt mælistað, eða vegna framkvæmda í nágrenninu. Slíkur titringur getur verið nógu mikill til að fólk finni hann. Kröftugar sprengingar (til dæmis kjarnorkusprenging) senda einnig bylgjur sem hægt er að mæla hvar sem er á jörðinni. Með því að mæla samfellt hreyfingar yfirborðs hefur verið hægt að vakta og fylgjast með tilraunum með kjarnorkusprengjur í nærliggjandi löndum. Var mikil áhersla lögð á slíka vöktun meðan kalda stríði stóð sem hæst.

Í fjórða lagi má nema og mæla jarðskjálfta sem eru ýmist svo veikir að fólk greinir þá ekki, eða svo kröftugir að fólk og dýr á víðavangi falla við.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 497.


Þetta er örlítið stytt útgáfa af texta um umhverfisóróa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi....