Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar? er munurinn á jarðskorpu og jarðmöttli útskýrður. Þar segir meðal annars:
Mörk jarðskorpu og jarðmöttuls eru skilgreind með svonefndum móhoróvicic-mörkum eða „móhó“ (eftir króatíska jarðskjálftafræðingnum A. Mohorovicic, 1857-1936), þar sem hljóðhraði jarðskjálftabylgna eykst skyndilega. Við mörkin verður stökkbreyting í efnasamsetningu: Jarðmöttullinn kallast útbasískur, hafsbotnsskorpan basísk og meginlandsskorpan ísúr eða súr.Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hversu stór hluti jarðar er járn? eftir Sigurð Steinþórsson
- Purdue University - GEOS 105 - Robert L. Nowack. Sótt 16.10.2007.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.