Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk?

Eiríkur Rögnvaldsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Telst eftirfarandi setning rétt samkvæmt íslenskri málfræði? Hvernig er hægt að orða þetta svo það falli að íslenskri málfræði? Setning: Fyrirtækið er með skrifstofur í 19 löndum, yfir 1000 starfsfólk í 19 löndum.

Orðið fólk er í hópi svokallaðra safnheita, en með því er átt við orð sem vísa til fjölda eða hóps af einhverju þótt þau standi í eintölu. Þarna er því í raun árekstur milli málfræðilegrar eintölu og merkingarlegrar fleirtölu. Innan setningar stjórnar málfræðilega eintalan því að orðið tekur með sér sögn og lýsingarorð í eintölu – fólkið er margt en ekki *fólkið eru mörg. Yfirleitt er líka vísað til orðsins með fornafni í eintölu, a.m.k. innan málsgreinar: Fólkinu var misboðið og það lét því í sér heyra. Þegar vísað er milli málsgreina er þó stundum notuð fleirtala í óformlegu máli: Ég þekki þetta fólk vel. Þau eru mjög skemmtileg. Þarna er notuð merkingarleg vísun í stað málfræðilegrar – ekki vísað beinlínis í eintöluorðið fólk, heldur í þann hóp sem um er rætt.

Á seinustu árum hefur borið á tilhneigingu til að draga úr notkun orðsins maður og samsetninga af því vegna þess að mörgum finnst orðið tengjast karlmönnum um of, enda er það oft notað sem andstæða við kona. Notkun samsetninga með seinni liðinn -fólk í stað -maður hefur því aukist töluvert – í sumum tilvikum er þar um að ræða orð sem eru gömul í málinu eins og starfsfólk og verkafólk, en einnig hafa verið mynduð ýmis ný orð sem enda á -fólk eins og stjórnmálafólk og blaðafólk. Þetta eru rétt mynduð orð og frá málfræðilegu sjónarmiði er ekkert athugavert við þetta þótt vitanlega taki alltaf einhvern tíma að venjast nýjum orðum. En ef um ótilgreindan fjölda er að ræða er eins hægt að tala um margt starfsfólk og marga starfsmenn.

Vegna þess að fólk er safnheiti getur það hvorki vísað til eins einstaklings né tilgreinds fjölda og því er ekki hægt að nota töluorð með orðinu.

En vegna þess að fólk er safnheiti getur það hvorki vísað til eins einstaklings né tilgreinds fjölda og því er ekki hægt að nota töluorð með orðinu – segja *eitt fólk, *tíu fólk eða *þúsund fólk. Ef tilgreina þarf fjölda verður því að nota önnur orð, oftast þá orðið maður, og segja einn maður, tíu menn, þúsund menn – einnig er hægt að segja tíu manns og þúsund manns. Það er því ljóst að þótt hægt sé að segja bæði fyrirtækið er með marga starfsmenn og fyrirtækið er með margt starfsfólk er ekki er hægt að segja *fyrirtækið er með yfir þúsund starfsfólk. Vilji fólk komast hjá því að tala um starfsmenn verður því að umorða setninguna. Það er hægt að gera á ýmsan hátt, til dæmis segja fjöldi starfsfólks fyrirtækisins er yfir þúsund.

Mynd:

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

25.11.2024

Spyrjandi

Steindór Gunnar Magnússon

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2024, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87221.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2024, 25. nóvember). Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87221

Eiríkur Rögnvaldsson. „Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2024. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87221>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Telst eftirfarandi setning rétt samkvæmt íslenskri málfræði? Hvernig er hægt að orða þetta svo það falli að íslenskri málfræði? Setning: Fyrirtækið er með skrifstofur í 19 löndum, yfir 1000 starfsfólk í 19 löndum.

Orðið fólk er í hópi svokallaðra safnheita, en með því er átt við orð sem vísa til fjölda eða hóps af einhverju þótt þau standi í eintölu. Þarna er því í raun árekstur milli málfræðilegrar eintölu og merkingarlegrar fleirtölu. Innan setningar stjórnar málfræðilega eintalan því að orðið tekur með sér sögn og lýsingarorð í eintölu – fólkið er margt en ekki *fólkið eru mörg. Yfirleitt er líka vísað til orðsins með fornafni í eintölu, a.m.k. innan málsgreinar: Fólkinu var misboðið og það lét því í sér heyra. Þegar vísað er milli málsgreina er þó stundum notuð fleirtala í óformlegu máli: Ég þekki þetta fólk vel. Þau eru mjög skemmtileg. Þarna er notuð merkingarleg vísun í stað málfræðilegrar – ekki vísað beinlínis í eintöluorðið fólk, heldur í þann hóp sem um er rætt.

Á seinustu árum hefur borið á tilhneigingu til að draga úr notkun orðsins maður og samsetninga af því vegna þess að mörgum finnst orðið tengjast karlmönnum um of, enda er það oft notað sem andstæða við kona. Notkun samsetninga með seinni liðinn -fólk í stað -maður hefur því aukist töluvert – í sumum tilvikum er þar um að ræða orð sem eru gömul í málinu eins og starfsfólk og verkafólk, en einnig hafa verið mynduð ýmis ný orð sem enda á -fólk eins og stjórnmálafólk og blaðafólk. Þetta eru rétt mynduð orð og frá málfræðilegu sjónarmiði er ekkert athugavert við þetta þótt vitanlega taki alltaf einhvern tíma að venjast nýjum orðum. En ef um ótilgreindan fjölda er að ræða er eins hægt að tala um margt starfsfólk og marga starfsmenn.

Vegna þess að fólk er safnheiti getur það hvorki vísað til eins einstaklings né tilgreinds fjölda og því er ekki hægt að nota töluorð með orðinu.

En vegna þess að fólk er safnheiti getur það hvorki vísað til eins einstaklings né tilgreinds fjölda og því er ekki hægt að nota töluorð með orðinu – segja *eitt fólk, *tíu fólk eða *þúsund fólk. Ef tilgreina þarf fjölda verður því að nota önnur orð, oftast þá orðið maður, og segja einn maður, tíu menn, þúsund menn – einnig er hægt að segja tíu manns og þúsund manns. Það er því ljóst að þótt hægt sé að segja bæði fyrirtækið er með marga starfsmenn og fyrirtækið er með margt starfsfólk er ekki er hægt að segja *fyrirtækið er með yfir þúsund starfsfólk. Vilji fólk komast hjá því að tala um starfsmenn verður því að umorða setninguna. Það er hægt að gera á ýmsan hátt, til dæmis segja fjöldi starfsfólks fyrirtækisins er yfir þúsund.

Mynd:...