Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 134 svör fundust
Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?
Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára. Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra ...
Hvaða fuglar búa á norðurpólnum?
Á norðurpólnum, nyrsta punkti jarðar, er ekkert land heldur aðeins haf sem þakið er ís allan ársins hring. Dýralíf á norðurpólnum er afar fátæklegt og eflaust má dvelja þar lengi án þess að sjá nokkuð kvikt. Hvítabirnir (Ursus maritimus) fara sjaldnar norður fyrir 82° N vegna lítils fæðuframboðs. Þó hafa hvíta...
Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?
Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...
Hvernig er veðurfarið á Hawaii?
Á Hawaii er hitabeltisloftslag. Mildur hiti er mest allt árið og nokkuð rakt. Litlar hitasveiflur eru yfir árið, eins og sést á því að í höfuðstaðnum Honolúlú er meðalhiti í kaldasta mánuði ársins 22° C og 26° C gráður í þeim heitasta. Á hálendi Hawaii getur orðið mun kaldara, jafnvel farið niður fyrir frostmark. ...
Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?
Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...
Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?
Það er breytilegt á milli einstaklinga hversu mörgum heitaeiningum þeir brenna við ákveðnar athafnir, til dæmis við hlaup. Líkamsþyngdin hefur þar mikið að segja, þungir einstaklingar brenna fleiri hitaeiningum en þeir sem eru léttari. Landslagið sem hlaupið er í skiptir líka máli því það krefst óneitanlega meiri...
Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?
Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...
Hvernig er hægt að rækta krækling?
Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...
Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?
Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...
Hvaða eldgos hefur valdið mestum hamförum?
Ekki er alveg ljóst hvaða merkingu beri að leggja í orðið hamfarir, hvort átt er við hvaða eldgos hefur haft mest áhrif á umhverfi, veðurfar eða landslag, valdið mestu tjóni á mannvirkjum eða kostað flest mannslíf. Þegar fjallað er um áhrifamikil eldgos á jörðinni á sögulegum tíma þá er sjónum gjarnan beint að ma...
Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?
Áður en þessari spurningu er svarað er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir hvað átt er við með orðinu 'úthald'. Er til dæmis átt við hvað ég get hlaupið langt eða hvað ég get hlaupið lengi? Hugsum okkur að átt sé við hlaupalengd. Þá má fullyrða að ég nota til dæmis meiri orku ef ég hleyp sömu vegalengd á...
Hvað er átt við þegar talað er um „eðli vísindalegra skýringa“?
Þegar talað er um eðli vísindalegra skýringa er átt við einkenni slíkra skýringa sem gera þær frábrugðnar annars konar skýringum, til dæmis hversdagslegum skýringum. En hvaða einkenni skyldu þetta vera? Lítum fyrst á skýringu á einhverju hversdagslegu fyrirbæri. Í bókinni Þannig hugsum við segir bandaríski hei...
Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?
Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...
Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi?
Líklega var stökkfeti (Saltopus) léttasta risaeðlan, en leifar hans fundust í norðausturhluta Skotlands þar sem honum var gefið nafnið árið 1910. Eðlan var tvífætla, um 60 cm löng, hæðin rétt um 30 cm (frá jörðu upp á efsta hluta höfuðs) og þyngdin er talin hafa verið 900 g. Hins vegar var þverhaus (Micropachyceph...
Er jörðin alltaf að færast nær sólu?
Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...