Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Á norðurpólnum, nyrsta punkti jarðar, er ekkert land heldur aðeins haf sem þakið er ís allan ársins hring. Dýralíf á norðurpólnum er afar fátæklegt og eflaust má dvelja þar lengi án þess að sjá nokkuð kvikt.
Hvítabirnir (Ursus maritimus) fara sjaldnar norður fyrir 82° N vegna lítils fæðuframboðs. Þó hafa hvítabirnir eða ummerki eftir þá sést í námunda við pólinn enda flækjast þeir oft víða. Sem dæmi má nefna að árið 2006 sá rannsóknarhópur spor eftir hvítabirni aðeins 1,6 km frá pólnum. Hringanórar (Pusa hispida), sem eru smávaxnir selir, hafa einnig sést skammt frá norðurpólnum auk þess sem spor eftir heimskautaref (Alopex lagopus) hafa fundist á þessum slóðum.
Aðstæður á norðurpólnum eru ekki beint hagstæðar blómlegu fuglalífi.
Um fuglalíf á norðurpólnum er það helst að segja að þar verpa engir fuglar. Pólfarar hafa hins vegar séð nokkrar tegundir þar eins og fýl (Fulmarus glacialis), snjótittling (Plectropenax nivalis) og ritu (Rissa tridactyla). Nokkrar skýringar kunna að vera á því að þessir fuglar hafa sést svo norðarlega, til dæmis er þekkt að fuglar fylgja oft eftir skipum og leiðöngrum á þessum slóðum og einnig geta þeir hrakist með vindum.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Jón Már Halldórsson. „Hvaða fuglar búa á norðurpólnum?“ Vísindavefurinn, 7. september 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51883.
Jón Már Halldórsson. (2009, 7. september). Hvaða fuglar búa á norðurpólnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51883
Jón Már Halldórsson. „Hvaða fuglar búa á norðurpólnum?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51883>.