Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó.

Á norðurpólnum er ekkert land, ólíkt suðurpólnum sem liggur inni á meginlandi. Norðurpóllinn, sem eingöngu er ímyndaður punktur, liggur í miðju Norður-Íshafinu, á svæði sem meira og minna er þakið ís allan ársins hring. Svæðið umhverfis norðurpólinn getur því ekki talist heimsálfa, ekki frekar en Atlantshafið eða Kyrrahafið svo dæmi séu nefnd, þar sem ekkert meginland er til staðar og mörg hundruð kílómetrar í næsta þurrlendi. Það land sem venjulega er talið næst norðurpólnum er hin grænlenska Kaffeklubben-eyja (83°40′N, 29°50′W), lítil eyja sem er um 37 km austur af Morris Jesupshöfða, nyrsta hluta Grænlands. Þaðan eru um 707 km að norðurpólnum.



Eins og sjá má er norðurpóllinn í miðju hafi.

Nú geta svæði tilheyrt ákveðnu ríki þó það ríki sé allt annars staðar á jörðinni og í annarri heimsálfu. Dæmi um þetta er að Grænland heyrir undir Danmörku sem er í Evrópu þó svo að landfræðilega sé Grænland hluti Norður-Ameríku. Annað dæmi eru Falklandseyjar, sem landfræðilega tilheyra heimsálfunni Suður-Ameríku en heyra undir Bretland.

Hins vegar tilheyrir norðurpóllinn og hafsvæðið þar í kring ekki neinu ríki, enn sem komið er að minnsta kosti. Það eru fimm ríki umhverfis Norður-Íshafið, Rússland, Bandaríkin (Alaska), Kanada, Noregur og Danmörk (Grænland). Samkvæmt alþjóðalögum geta þessi ríki gert tilkall til svæðis sem nær 200 mílur (320 km) út frá strönd, en hafsvæðið sem liggur þar fyrir norðan er alþjóðlegt svæði. Við sérstakar aðstæður geta strandríki þó farið fram á að lögsaga þeirra nái lengra en 200 mílur.

Lengi vel var enginn sérstakur áhugi á að “eignast” norðurpólinn, það var lítið að gera við hafsvæði sem þakið var ís allan ársins hring. Reyndar höfðu Kanadamenn, Bandaríkjamenn, Rússar og Norðmenn allir gert kröfu um svæði út frá stöndum sínum að pólnum á síðustu öld en slíkar kröfur voru ekki háværar. Hlýnandi loftslag og bráðnun íssins á norðurhjaranum hefur hins vegar endurvakið áhuga á þessu hafsvæði og þar með norðurpólnum. Ástæðan er sú að talið er að á hafsbotni þar sé að finna mikil auðævi, bæði olíu og jarðgas. Þegar fram líða stundir, ísinn bráðnaður og svæðið aðgengilegt, verða því líklega miklir hagsmunir í húfi.

Í ágúst árið 2007 sendu Rússar tvo smákafbáta niður að hafsbotninum á norðurpólnum sem er á um 4,2 km dýpi. Tilgangurinn var að taka sýni af botninum til þess að færa sönnur á að þetta svæði tilheyri landgrunni Síberíu og þar með Rússlandi samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt var rússneski fáninn skilinn eftir á hafsbotninum og á þann hátt gert táknrænt tilkall til svæðisins.

Rússneska fánananum komið fyrir á hafsbotni á norðurpólnum.

Hin ríkin umhverfis Norður-Íshafið ætla hins vegar ekki að taka kröfum Rússa þegjandi og hljóðalaust. Danir vonast til þess að geta sýnt fram á að svæðið á norðurpólnum sé í raun hluti grænlenska landgrunnsins en ekki þess rússneska og Norðmenn, Kanadamenn og Bandaríkjamenn eru með einhverjar rannsóknir í gangi eða hyggjast verja hagsmuni sína á annan hátt.

Í dag er staðan því sú að norðurpóllinn tilheyrir engu ríki og er ekki í neinni heimsálfu. Hann kemur víst seint til með að verða hluti heimsálfu en hins vegar sýnir áhugi ríkjanna fimm á þessu svæði að í framtíðinni mun norðurpóllinn líklega tilheyra einhverjum, hvort sem það verður einu ríki eða fleirum.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör þar sem norðurpóllinn kemur við sögu, til dæmis:

Heimildir og kort:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.12.2007

Síðast uppfært

29.6.2018

Spyrjandi

Gylfi Þór, f. 1989

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6941.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 4. desember). Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6941

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6941>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó.

Á norðurpólnum er ekkert land, ólíkt suðurpólnum sem liggur inni á meginlandi. Norðurpóllinn, sem eingöngu er ímyndaður punktur, liggur í miðju Norður-Íshafinu, á svæði sem meira og minna er þakið ís allan ársins hring. Svæðið umhverfis norðurpólinn getur því ekki talist heimsálfa, ekki frekar en Atlantshafið eða Kyrrahafið svo dæmi séu nefnd, þar sem ekkert meginland er til staðar og mörg hundruð kílómetrar í næsta þurrlendi. Það land sem venjulega er talið næst norðurpólnum er hin grænlenska Kaffeklubben-eyja (83°40′N, 29°50′W), lítil eyja sem er um 37 km austur af Morris Jesupshöfða, nyrsta hluta Grænlands. Þaðan eru um 707 km að norðurpólnum.



Eins og sjá má er norðurpóllinn í miðju hafi.

Nú geta svæði tilheyrt ákveðnu ríki þó það ríki sé allt annars staðar á jörðinni og í annarri heimsálfu. Dæmi um þetta er að Grænland heyrir undir Danmörku sem er í Evrópu þó svo að landfræðilega sé Grænland hluti Norður-Ameríku. Annað dæmi eru Falklandseyjar, sem landfræðilega tilheyra heimsálfunni Suður-Ameríku en heyra undir Bretland.

Hins vegar tilheyrir norðurpóllinn og hafsvæðið þar í kring ekki neinu ríki, enn sem komið er að minnsta kosti. Það eru fimm ríki umhverfis Norður-Íshafið, Rússland, Bandaríkin (Alaska), Kanada, Noregur og Danmörk (Grænland). Samkvæmt alþjóðalögum geta þessi ríki gert tilkall til svæðis sem nær 200 mílur (320 km) út frá strönd, en hafsvæðið sem liggur þar fyrir norðan er alþjóðlegt svæði. Við sérstakar aðstæður geta strandríki þó farið fram á að lögsaga þeirra nái lengra en 200 mílur.

Lengi vel var enginn sérstakur áhugi á að “eignast” norðurpólinn, það var lítið að gera við hafsvæði sem þakið var ís allan ársins hring. Reyndar höfðu Kanadamenn, Bandaríkjamenn, Rússar og Norðmenn allir gert kröfu um svæði út frá stöndum sínum að pólnum á síðustu öld en slíkar kröfur voru ekki háværar. Hlýnandi loftslag og bráðnun íssins á norðurhjaranum hefur hins vegar endurvakið áhuga á þessu hafsvæði og þar með norðurpólnum. Ástæðan er sú að talið er að á hafsbotni þar sé að finna mikil auðævi, bæði olíu og jarðgas. Þegar fram líða stundir, ísinn bráðnaður og svæðið aðgengilegt, verða því líklega miklir hagsmunir í húfi.

Í ágúst árið 2007 sendu Rússar tvo smákafbáta niður að hafsbotninum á norðurpólnum sem er á um 4,2 km dýpi. Tilgangurinn var að taka sýni af botninum til þess að færa sönnur á að þetta svæði tilheyri landgrunni Síberíu og þar með Rússlandi samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt var rússneski fáninn skilinn eftir á hafsbotninum og á þann hátt gert táknrænt tilkall til svæðisins.

Rússneska fánananum komið fyrir á hafsbotni á norðurpólnum.

Hin ríkin umhverfis Norður-Íshafið ætla hins vegar ekki að taka kröfum Rússa þegjandi og hljóðalaust. Danir vonast til þess að geta sýnt fram á að svæðið á norðurpólnum sé í raun hluti grænlenska landgrunnsins en ekki þess rússneska og Norðmenn, Kanadamenn og Bandaríkjamenn eru með einhverjar rannsóknir í gangi eða hyggjast verja hagsmuni sína á annan hátt.

Í dag er staðan því sú að norðurpóllinn tilheyrir engu ríki og er ekki í neinni heimsálfu. Hann kemur víst seint til með að verða hluti heimsálfu en hins vegar sýnir áhugi ríkjanna fimm á þessu svæði að í framtíðinni mun norðurpóllinn líklega tilheyra einhverjum, hvort sem það verður einu ríki eða fleirum.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör þar sem norðurpóllinn kemur við sögu, til dæmis:

Heimildir og kort:

...