Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er sjávardýpt á norðurpólnum?

Jón Ólafsson

Dýpi Íshafsins á norðurpólnum er um 4130 m. Þessi tala segir okkur að mikið dýpi sé undir hafísnum þar en hún segir hins vegar ekki margt um botnlögun Norður-Íshafsins. Upplýsingar um dýpi í Norður-Íshafi hafa smám saman safnast saman, frá ísbrjótum sem og öðrum skipum og frá mælingum sem gerðar eru frá íseyjum.

Árið 1979 var gefið út dýptarkort sem sýndi að Norður-Íshafið er mjög misdjúpt. Þar eru víðáttumikil landgrunnssvæði en einnig tvö mikil djúp, Kanadadjúp og Evrasíudjúp. Jafnframt kom þar fram að háir fjallgarðar skipta djúpunum.

Á síðustu árum hefur mikið bæst við af mælingum til kortlagningar. Meðal annars var leynd létt af mælingum sem gerðar höfðu verið frá breskum og bandarískum kafbátum 1958-1988. Á grundvelli tiltækrar vitneskju birti sænskur jarðfræðingur, Martin Jakobsson, og samstarfsmenn hans nýtt kort snemma á þessu ári um lögun hafsbotns og þurrlendis á norðurslóðum. Það kort er mun nákvæmara en kortið frá 1979 og sýnir að norðurpóllinn er í Evrasíudjúpi við rætur Lomonosov-hryggjar og dýpið 4130 m er fengið úr sama gagnasafni og kortið er unnið úr. Þetta nýja kort verður lagt til grundvallar við frekari rannsóknir í Íshafinu, til dæmis á djúpstraumum, á seti djúpanna og á fjallgörðunum háu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins og mynd:

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor emeritus í haffræði við HÍ

Útgáfudagur

21.6.2000

Spyrjandi

Gísli Guðmundsson

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Hver er sjávardýpt á norðurpólnum?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=557.

Jón Ólafsson. (2000, 21. júní). Hver er sjávardýpt á norðurpólnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=557

Jón Ólafsson. „Hver er sjávardýpt á norðurpólnum?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=557>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er sjávardýpt á norðurpólnum?

Dýpi Íshafsins á norðurpólnum er um 4130 m. Þessi tala segir okkur að mikið dýpi sé undir hafísnum þar en hún segir hins vegar ekki margt um botnlögun Norður-Íshafsins. Upplýsingar um dýpi í Norður-Íshafi hafa smám saman safnast saman, frá ísbrjótum sem og öðrum skipum og frá mælingum sem gerðar eru frá íseyjum.

Árið 1979 var gefið út dýptarkort sem sýndi að Norður-Íshafið er mjög misdjúpt. Þar eru víðáttumikil landgrunnssvæði en einnig tvö mikil djúp, Kanadadjúp og Evrasíudjúp. Jafnframt kom þar fram að háir fjallgarðar skipta djúpunum.

Á síðustu árum hefur mikið bæst við af mælingum til kortlagningar. Meðal annars var leynd létt af mælingum sem gerðar höfðu verið frá breskum og bandarískum kafbátum 1958-1988. Á grundvelli tiltækrar vitneskju birti sænskur jarðfræðingur, Martin Jakobsson, og samstarfsmenn hans nýtt kort snemma á þessu ári um lögun hafsbotns og þurrlendis á norðurslóðum. Það kort er mun nákvæmara en kortið frá 1979 og sýnir að norðurpóllinn er í Evrasíudjúpi við rætur Lomonosov-hryggjar og dýpið 4130 m er fengið úr sama gagnasafni og kortið er unnið úr. Þetta nýja kort verður lagt til grundvallar við frekari rannsóknir í Íshafinu, til dæmis á djúpstraumum, á seti djúpanna og á fjallgörðunum háu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins og mynd:...