Vísindamenn eru alls ekki sammála um hvenær má gera ráð fyrir að norðurheimsskautið verði íslaust yfir sumarið. Notuð eru reiknilíkön til að spá fyrir um það, en menn styðjast við mismunandi forsendur og fá þar af leiðandi mismunandi útkomu. “Svartsýnustu” spár gera ráð fyrir að norðurheimskautið verði íslaust yfir sumarið eftir aðeins örfá ár, jafnvel 2013. Aðrir eru varkárari í sínum spám og telja að miðað við þróunina undanfarin ár séu 20-30 ár þar til Norðurpóllinn verður að staðaldri íslaus yfir sumarið. Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem norðurpóllinn kemur við sögu, til dæmis:
- Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?
- Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?
- Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?
- David Biello. The North Pole Is Melting. Scientific American, 21. 9. 2007. Sótt 11. 3. 2008.
- Jonathan Amos. Arctic summers ice-free 'by 2013'. BBC News, 12. 12. 2007. Sótt 11. 3. 2008.
- Mynd: The National Snow and Ice Data Center. Sótt 11. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.