Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna.

***

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
  • Hver ákvað og markaði landamæri heimsálfanna og hvenær?
  • Hvers vegna eru Norður- og Suður-Ameríka taldar vera 2 álfur? Hvar eru mörkin?
  • Hvar nákvæmlega eru mörkin á milli heimsálfanna Norður-Ameríku annars vegar og Suður-Ameríku hins vegar, og Evrópu annars vegar og Asíu hins vegar?
  • Hvar liggja mörkin milli Asíu og Afríku?
Erfiðlega hefur gengið að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa, en segja má að það hugtak sé safnheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Á ensku er orðið „continent“ notað bæði um meginland og heimsálfu. Meginland er oft skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó, þótt landbrýr geti tengt meginlöndin saman. Reyndar er Evrópa ekki sjálfstætt meginland í þessum skilningi heldur skagi sem gengur út úr meginlandi Asíu, en sú hefð hefur skapast að telja þetta tvær heimsálfur.



Yfirleitt er talað um að heimsálfurnar séu sjö, Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið.

Ekki er til neitt eitt svar við því hver ákvað mörk heimsálfanna og hvenær. Vitað er að orðin Evrópa, Asía og Afríka voru komin til sögunnar á tímum Forn-Grikkja en mörk þessara heimsálfa hafa tekið breytingum í aldanna rás eftir því sem heimsmynd manna hefur breyst. Þannig er til dæmis Afríka Grikkja ekki sú Afríka sem við þekkjum í dag. Það sama á við um „nýrri“ heimsálfurnar. Þó að vitað sé hvenær þær „fundust“, það er að segja hvenær Evrópumenn "fundu" þær, þá breyttust mörk þeirra eftir því sem þekking manna á þessum nýju svæðum jókst.

Afríka

Uppruni orðsins Afríka er ekki ljós en Grikkir notuðu það yfir norðurströnd meginlandsins sem við köllum nú þessu nafni. Með tímanum hefur svæðið sem kallast Afríka „stækkað“ og nær nú yfir allt meginlandið. Afríka markast af Miðjarðarhafi í norðri, Atlantshafi í vestri, Rauðahafi og Indlandshafi í austri. Í suðri skilur Cape Agulhas eða Nálahöfði, syðsti oddi Afríku, á milli Atlantshafs og Indlandshafs. Allt fram á 19. öld voru Afríka og Asía tengdar saman með Sínaískaganum en eftir tilkomu Súes-skurðarins eru mörk á milli heimsálfanna talin þar.



Asía

Nafnið Asía er mjög gamalt og óljóst um uppruna þess. Sumir telja að orðið sé komið frá Assýringum og merki land sólar eða austur. Grikkir notuðu orðið Asía um þau lönd sem lágu austan við þá. Eftir því sem heimsmynd manna breyttist hefur það breyst hvaða svæði kallast Asía.

Nú á dögum markast Asía af Norður-Íshafinu í norðri, Kyrrahafi í austri, Indlandshafi í suðri, Miðjarðarhafi og Svartahafi í suðaustri og Evrópu í vestri. Skilin milli Asíu og Norður-Ameríku eru um Beringssund og almennt er viðurkennt að skilin milli Asíu og Afríku liggi um Súez-skurðinn.

Mörk Asíu og Evrópu byggjast á sögulegum og menningarlegum grunni og hafa löngum verið umdeild. Í dag eru þó flestir landfræðingar sammála um að miða mörk þessara tveggja heimsálfa við línu sem dregin er um austurhlíðar Úralfjalla að Kaspíahafi. Vestan Kaspíahafs eru mörkin ýmist sögð liggja um Kuma-Manych lægðina að Asov-hafi, um Kerch-sund í Svartahaf eða þá að þau fylgi vatnaskilum í Kákasusfjöllum að Svartahafi. Frá Svartahafi liggja mörkin svo um Bosporus- og Dardanellasund í Eyjahaf.



Evrópa

Talið er að orðið Evrópa hafi hugsanlega merkt „meginland“ hjá Forn-Grikkjum. Þeir notuðu hugtakið yfir svæðið í norðri sem var svo greinilega frábrugðið þeim hlutum Asíu og Afríku sem þeir þekktu, bæði menningarlega og strjálbýlla. Ekki er deilt um mörk Evrópu í suðri, vestri eða norðri en eins og fram kom hér á undan hafa skilin milli Evrópu og Asíu verið umdeild.



Norður- og Suður-Ameríka

Yfirleitt er talið að nafnið Ameríka sé dregið af fornafni ítalska landkönnuðarins Amerigo Vespucci sem var með þeim fyrstu til að kanna nýja heiminn. Á Britannica Online segir að það hafi verið þýskur kortagerðamaður að nafni Martin Waldseemüller sem hafi komið með þá tillögu í bæklingi frá 1507 að kalla þetta nýja land í höfuðið á Amerigo Vespucci. Á korti sem Waldseemüller gerði komi nafnið Ameríka fyrir. Í Íslensku orðsifjabókinni er talað um tenginguna á milli Amerigo Vespuccio og nafnsins Ameríka, en þó nefnt að ýmsir annmarkar séu á þessari skýringu og sumir telji orðið komið frá frumbyggjum Mið-Ameríku og merki fjallgarður.



Ef horft er á landakort af Ameríku og höfð í huga skilgreiningin hér að ofan (að meginland sé mikill landmassi umlukinn hafi – en þó ef til vill með landbrú sem tengir við annað meginland) þá er ekki erfitt að sjá hvers vegna Ameríka er yfirleitt talin vera tvær heimsálfur. En um hitt er ekkert hægt að segja hver það var sem tók þá ákvörðun að tala um Norður- og Suður-Ameríku sem sitt hvora heimsálfuna.

Upphaflega var hugtakið Ameríka aðeins notað um suðurhluta nýja heimsins. Fljótlega var þó farið að tala um Norður- og Suður-Ameríku og hefur sú hefð haldist. Mörkin milli Norður- og Suður-Ameríku eru yfirleitt talin liggja um Panama-eiði. Stundum eru suðurmörk Norður-Ameríku þó talin vera við Tahuantepec-þrengslin í Suður-Mexíkó og svæðið milli þeirra marka og Panama-eiðis þá kallað Mið-Ameríka. Með þeirri skilgreiningu skiptist Mexíkó milli Norður- og Mið-Ameríku. Til þess að komast hjá því hefur hugtakið Rómanska Ameríka verið notað, en það tekur til Mexíkó, Mið- og Suður-Ameríku.



Ástralía

Nokkrum ruglingi getur valdið að land og heimsálfa beri sama heitið. Heimsálfan Ástralía er þess vegna líka gjarnan nefnd Eyjaálfa (Oceania) og þá litið svo á að Ástralía sé eingöngu heiti meginlandsins en Eyjaálfa taki til meginlands Ástralíu auk eyjanna á Kyrrahafi. Samkvæmt íslenskum orðabókum er þó ekki rangt að kalla heimsálfuna Ástralíu því að bæði í Orðabók Menningarsjóðs og Íslensku orðsifjabókinni er sú skýring við orðið Ástralía að það sé ein af heimsálfunum.

Nafnið Ástralía er dregið af latneska orðinu australis sem þýðir suðlægur. Í Evrópu voru snemma uppi hugmyndir um óþekkt land í suðri (terra australis incognita) og fengu þær byr undir báða vængi á 16. öld þegar farið var að kanna heimshöfin. Um 1600 fannst mikill landmassi sem síðar hlaut nafnið Nýja-Holland enda voru Hollendingar öflugir í siglingum á Indlandshafi á þessum tíma. Það var svo breskur flotaforingi að nafni Matthew Flinders sem fyrstur staðfesti að um væri að ræða nýtt meginland og lagði til að nafni þess yrði breytt í Ástralía.



Suðurskautslandið

Suðurskautslandið er „nýjasta“ heimsálfan í þeim skilningi að hún var sú síðasta sem Evrópubúar uppgötvuðu. Það var árið 1820 sem landkönnuðir gerðu sér fyrst grein fyrir því að á suðurskautinu væri land. Suðurskautslandið kallast Antarctica á ensku og er merking orðsins „andspænis Norðurheimskautinu“. Það heiti er eignað skoska landfræðingnum og kortagerðarmanninum John George Bartholomew (1860-1920), en þessi mikli landmassi í suðri er í fyrsta skipti nefndur Antarctica á korti sem Bartholomew gaf út árið 1887. Suðurskautslandið liggur ekki að neinni annarri heimsálfu og því eru mörk þess nokkuð skýr.



Heimildir og myndir:
  • Ýmsar síður á Britannica Online
  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskóla Íslands, 1995.
  • Íslensk orðabók. Árni Böðvarsson ritstj. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1988.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1990.
  • The Bartholomew Archive.
  • Britannica.com - Kort af heimsálfum.
  • NASA - Earth Observatory - Mynd af Suðurskautslandi.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.6.2002

Spyrjandi

Helga Hlín Bjarnadóttir7. bekkur MelaskólaInga ÞórarinsdóttirGrétar GuðmundssonEva Hauksdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2462.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 5. júní). Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2462

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2462>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?
Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna.

***

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
  • Hver ákvað og markaði landamæri heimsálfanna og hvenær?
  • Hvers vegna eru Norður- og Suður-Ameríka taldar vera 2 álfur? Hvar eru mörkin?
  • Hvar nákvæmlega eru mörkin á milli heimsálfanna Norður-Ameríku annars vegar og Suður-Ameríku hins vegar, og Evrópu annars vegar og Asíu hins vegar?
  • Hvar liggja mörkin milli Asíu og Afríku?
Erfiðlega hefur gengið að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa, en segja má að það hugtak sé safnheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Á ensku er orðið „continent“ notað bæði um meginland og heimsálfu. Meginland er oft skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó, þótt landbrýr geti tengt meginlöndin saman. Reyndar er Evrópa ekki sjálfstætt meginland í þessum skilningi heldur skagi sem gengur út úr meginlandi Asíu, en sú hefð hefur skapast að telja þetta tvær heimsálfur.



Yfirleitt er talað um að heimsálfurnar séu sjö, Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið.

Ekki er til neitt eitt svar við því hver ákvað mörk heimsálfanna og hvenær. Vitað er að orðin Evrópa, Asía og Afríka voru komin til sögunnar á tímum Forn-Grikkja en mörk þessara heimsálfa hafa tekið breytingum í aldanna rás eftir því sem heimsmynd manna hefur breyst. Þannig er til dæmis Afríka Grikkja ekki sú Afríka sem við þekkjum í dag. Það sama á við um „nýrri“ heimsálfurnar. Þó að vitað sé hvenær þær „fundust“, það er að segja hvenær Evrópumenn "fundu" þær, þá breyttust mörk þeirra eftir því sem þekking manna á þessum nýju svæðum jókst.

Afríka

Uppruni orðsins Afríka er ekki ljós en Grikkir notuðu það yfir norðurströnd meginlandsins sem við köllum nú þessu nafni. Með tímanum hefur svæðið sem kallast Afríka „stækkað“ og nær nú yfir allt meginlandið. Afríka markast af Miðjarðarhafi í norðri, Atlantshafi í vestri, Rauðahafi og Indlandshafi í austri. Í suðri skilur Cape Agulhas eða Nálahöfði, syðsti oddi Afríku, á milli Atlantshafs og Indlandshafs. Allt fram á 19. öld voru Afríka og Asía tengdar saman með Sínaískaganum en eftir tilkomu Súes-skurðarins eru mörk á milli heimsálfanna talin þar.



Asía

Nafnið Asía er mjög gamalt og óljóst um uppruna þess. Sumir telja að orðið sé komið frá Assýringum og merki land sólar eða austur. Grikkir notuðu orðið Asía um þau lönd sem lágu austan við þá. Eftir því sem heimsmynd manna breyttist hefur það breyst hvaða svæði kallast Asía.

Nú á dögum markast Asía af Norður-Íshafinu í norðri, Kyrrahafi í austri, Indlandshafi í suðri, Miðjarðarhafi og Svartahafi í suðaustri og Evrópu í vestri. Skilin milli Asíu og Norður-Ameríku eru um Beringssund og almennt er viðurkennt að skilin milli Asíu og Afríku liggi um Súez-skurðinn.

Mörk Asíu og Evrópu byggjast á sögulegum og menningarlegum grunni og hafa löngum verið umdeild. Í dag eru þó flestir landfræðingar sammála um að miða mörk þessara tveggja heimsálfa við línu sem dregin er um austurhlíðar Úralfjalla að Kaspíahafi. Vestan Kaspíahafs eru mörkin ýmist sögð liggja um Kuma-Manych lægðina að Asov-hafi, um Kerch-sund í Svartahaf eða þá að þau fylgi vatnaskilum í Kákasusfjöllum að Svartahafi. Frá Svartahafi liggja mörkin svo um Bosporus- og Dardanellasund í Eyjahaf.



Evrópa

Talið er að orðið Evrópa hafi hugsanlega merkt „meginland“ hjá Forn-Grikkjum. Þeir notuðu hugtakið yfir svæðið í norðri sem var svo greinilega frábrugðið þeim hlutum Asíu og Afríku sem þeir þekktu, bæði menningarlega og strjálbýlla. Ekki er deilt um mörk Evrópu í suðri, vestri eða norðri en eins og fram kom hér á undan hafa skilin milli Evrópu og Asíu verið umdeild.



Norður- og Suður-Ameríka

Yfirleitt er talið að nafnið Ameríka sé dregið af fornafni ítalska landkönnuðarins Amerigo Vespucci sem var með þeim fyrstu til að kanna nýja heiminn. Á Britannica Online segir að það hafi verið þýskur kortagerðamaður að nafni Martin Waldseemüller sem hafi komið með þá tillögu í bæklingi frá 1507 að kalla þetta nýja land í höfuðið á Amerigo Vespucci. Á korti sem Waldseemüller gerði komi nafnið Ameríka fyrir. Í Íslensku orðsifjabókinni er talað um tenginguna á milli Amerigo Vespuccio og nafnsins Ameríka, en þó nefnt að ýmsir annmarkar séu á þessari skýringu og sumir telji orðið komið frá frumbyggjum Mið-Ameríku og merki fjallgarður.



Ef horft er á landakort af Ameríku og höfð í huga skilgreiningin hér að ofan (að meginland sé mikill landmassi umlukinn hafi – en þó ef til vill með landbrú sem tengir við annað meginland) þá er ekki erfitt að sjá hvers vegna Ameríka er yfirleitt talin vera tvær heimsálfur. En um hitt er ekkert hægt að segja hver það var sem tók þá ákvörðun að tala um Norður- og Suður-Ameríku sem sitt hvora heimsálfuna.

Upphaflega var hugtakið Ameríka aðeins notað um suðurhluta nýja heimsins. Fljótlega var þó farið að tala um Norður- og Suður-Ameríku og hefur sú hefð haldist. Mörkin milli Norður- og Suður-Ameríku eru yfirleitt talin liggja um Panama-eiði. Stundum eru suðurmörk Norður-Ameríku þó talin vera við Tahuantepec-þrengslin í Suður-Mexíkó og svæðið milli þeirra marka og Panama-eiðis þá kallað Mið-Ameríka. Með þeirri skilgreiningu skiptist Mexíkó milli Norður- og Mið-Ameríku. Til þess að komast hjá því hefur hugtakið Rómanska Ameríka verið notað, en það tekur til Mexíkó, Mið- og Suður-Ameríku.



Ástralía

Nokkrum ruglingi getur valdið að land og heimsálfa beri sama heitið. Heimsálfan Ástralía er þess vegna líka gjarnan nefnd Eyjaálfa (Oceania) og þá litið svo á að Ástralía sé eingöngu heiti meginlandsins en Eyjaálfa taki til meginlands Ástralíu auk eyjanna á Kyrrahafi. Samkvæmt íslenskum orðabókum er þó ekki rangt að kalla heimsálfuna Ástralíu því að bæði í Orðabók Menningarsjóðs og Íslensku orðsifjabókinni er sú skýring við orðið Ástralía að það sé ein af heimsálfunum.

Nafnið Ástralía er dregið af latneska orðinu australis sem þýðir suðlægur. Í Evrópu voru snemma uppi hugmyndir um óþekkt land í suðri (terra australis incognita) og fengu þær byr undir báða vængi á 16. öld þegar farið var að kanna heimshöfin. Um 1600 fannst mikill landmassi sem síðar hlaut nafnið Nýja-Holland enda voru Hollendingar öflugir í siglingum á Indlandshafi á þessum tíma. Það var svo breskur flotaforingi að nafni Matthew Flinders sem fyrstur staðfesti að um væri að ræða nýtt meginland og lagði til að nafni þess yrði breytt í Ástralía.



Suðurskautslandið

Suðurskautslandið er „nýjasta“ heimsálfan í þeim skilningi að hún var sú síðasta sem Evrópubúar uppgötvuðu. Það var árið 1820 sem landkönnuðir gerðu sér fyrst grein fyrir því að á suðurskautinu væri land. Suðurskautslandið kallast Antarctica á ensku og er merking orðsins „andspænis Norðurheimskautinu“. Það heiti er eignað skoska landfræðingnum og kortagerðarmanninum John George Bartholomew (1860-1920), en þessi mikli landmassi í suðri er í fyrsta skipti nefndur Antarctica á korti sem Bartholomew gaf út árið 1887. Suðurskautslandið liggur ekki að neinni annarri heimsálfu og því eru mörk þess nokkuð skýr.



Heimildir og myndir:
  • Ýmsar síður á Britannica Online
  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskóla Íslands, 1995.
  • Íslensk orðabók. Árni Böðvarsson ritstj. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1988.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1990.
  • The Bartholomew Archive.
  • Britannica.com - Kort af heimsálfum.
  • NASA - Earth Observatory - Mynd af Suðurskautslandi.
...