Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kring; um 75 manns eru þar yfir vetrartímann en allt að 250 manns yfir sumarið. Það er þó hæpið að tala um að þessir vísindamenn eigi heima á suðurpólnum heldur dvelja þeir þar tímabundið vegna starfa sinna.


Amundsen-Scott rannsóknarstöðin á suðurpólnum.

Árið 1959 skrifuðu 12 þjóðir undir samning um Suðurskautslandið og hafsvæðið þar í kring, það er svæðið sunnan 60. breiddarbaugs á suðurhveli, þar sem meðal annars var kveðið á um nýtingu og umgengni. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn og nú eru alls 46 þjóðir aðilar að samningnum. Af þeim eru tæplega 30 þjóðir sem stunda rannsóknir í rannsóknarstöðvum á Suðurskautslandinu og nálægum eyjum.

Þessar stöðvar eru ýmist mannaðar allt árið um kring eða aðeins yfir sumartímann. Á sumrin eru allt að 4000 manns á Suðurskautslandinu auk tæplega 1000 manns sem eru um borð í rannsóknarskipum, bæði vísindamenn og áhafnir. Fólki fækkar verulega yfir vetrartímann því þá eru aðeins um 1000 manns í rannsóknarstöðvunum.

Fjölmennust þessar stöðva er McMurdo á Ross-eyju sem Bandaríkjamenn reka. Eiginlega er um að ræða lítið þorp því stöðinni tilheyra um 100 byggingar. Á sumrin eru þar um 1000 manns en yfir vetrartímann fækkar þeim niður í um 250.

Þrátt fyrir að enginn hafi varanlega búsetu á Suðurskautslandinu heldur dvelji þar tímabundið hafa fæðst þar að minnsta kosti þrjú börn. Árið 1978 fæddist drengur í argentínsku rannsóknarstöðinni Esperanza og nokkrum árum seinna komu tvær stúlkur í heiminn í chilesku stöðinni Eduardo Frei Montalva.

Allt öðru máli gegnir um norðurpólinn því þar er ekkert land heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. Þar sem ísinn rekur stöðugt er óvinnandi vegur að búa nákvæmlega á nyrsta punkti jarðar. Á norðurpólnum er því ekkert fólk nema þegar ævintýramenn sem vilja komast á pólinn ná takmarki sínu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.4.2007

Spyrjandi

Ragnheiður Steinunn Ásgeirsdóttir, f. 1990
Björn Þorsteinsson, f. 1994

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2007, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6576.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 3. apríl). Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6576

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2007. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6576>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?
Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kring; um 75 manns eru þar yfir vetrartímann en allt að 250 manns yfir sumarið. Það er þó hæpið að tala um að þessir vísindamenn eigi heima á suðurpólnum heldur dvelja þeir þar tímabundið vegna starfa sinna.


Amundsen-Scott rannsóknarstöðin á suðurpólnum.

Árið 1959 skrifuðu 12 þjóðir undir samning um Suðurskautslandið og hafsvæðið þar í kring, það er svæðið sunnan 60. breiddarbaugs á suðurhveli, þar sem meðal annars var kveðið á um nýtingu og umgengni. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn og nú eru alls 46 þjóðir aðilar að samningnum. Af þeim eru tæplega 30 þjóðir sem stunda rannsóknir í rannsóknarstöðvum á Suðurskautslandinu og nálægum eyjum.

Þessar stöðvar eru ýmist mannaðar allt árið um kring eða aðeins yfir sumartímann. Á sumrin eru allt að 4000 manns á Suðurskautslandinu auk tæplega 1000 manns sem eru um borð í rannsóknarskipum, bæði vísindamenn og áhafnir. Fólki fækkar verulega yfir vetrartímann því þá eru aðeins um 1000 manns í rannsóknarstöðvunum.

Fjölmennust þessar stöðva er McMurdo á Ross-eyju sem Bandaríkjamenn reka. Eiginlega er um að ræða lítið þorp því stöðinni tilheyra um 100 byggingar. Á sumrin eru þar um 1000 manns en yfir vetrartímann fækkar þeim niður í um 250.

Þrátt fyrir að enginn hafi varanlega búsetu á Suðurskautslandinu heldur dvelji þar tímabundið hafa fæðst þar að minnsta kosti þrjú börn. Árið 1978 fæddist drengur í argentínsku rannsóknarstöðinni Esperanza og nokkrum árum seinna komu tvær stúlkur í heiminn í chilesku stöðinni Eduardo Frei Montalva.

Allt öðru máli gegnir um norðurpólinn því þar er ekkert land heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. Þar sem ísinn rekur stöðugt er óvinnandi vegur að búa nákvæmlega á nyrsta punkti jarðar. Á norðurpólnum er því ekkert fólk nema þegar ævintýramenn sem vilja komast á pólinn ná takmarki sínu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...