Þar sem lengdarbaugarnir koma allir saman er lítið vit í að nota þá til þess að ákvarða hvaða tímabelti er á norður- eða suðurpólnum. Þess vegna getur í raun hver og einn ráðið því hvaða tímabelti hann vill fylgja á þessum stöðum. Hins vegar hefur skapast sú hefð í Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni sem staðsett er á suðurpólnum að nota þar sama tíma og á Nýja-Sjálandi af þeirri ástæðu að allt flug til Suðurskautslandsins er þaðan. Aftur á móti eru menn ekki á norðurpólnum að staðaldri og þess vegna hefur ekki skapast sama hefð fyrir að nota ákveðið tímabelti þar. Þeir sem fara á norðurpólinn nota því gjarnan þann tíma sem er í þeirra heimalandi eða miðtíma Greenwich. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Heimildir og mynd:
Þar sem lengdarbaugarnir koma allir saman er lítið vit í að nota þá til þess að ákvarða hvaða tímabelti er á norður- eða suðurpólnum. Þess vegna getur í raun hver og einn ráðið því hvaða tímabelti hann vill fylgja á þessum stöðum. Hins vegar hefur skapast sú hefð í Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni sem staðsett er á suðurpólnum að nota þar sama tíma og á Nýja-Sjálandi af þeirri ástæðu að allt flug til Suðurskautslandsins er þaðan. Aftur á móti eru menn ekki á norðurpólnum að staðaldri og þess vegna hefur ekki skapast sama hefð fyrir að nota ákveðið tímabelti þar. Þeir sem fara á norðurpólinn nota því gjarnan þann tíma sem er í þeirra heimalandi eða miðtíma Greenwich. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Heimildir og mynd: