Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verður fýll allra fugla elstur?

Jón Már Halldórsson

Skoski fuglafræðingurinn George McKenzie (1928-1995) stundaði ítarlegar rannsóknir á fýlnum (l. Fulmarus glacialis) við Orkneyjar. Árið 1951 lét hann taka mynd af sér með fýl sem var merktur og því næst sleppt. Þrjátíu árum síðar fannst fýllinn aftur og lét McKenzie að því tilefni aftur taka mynd af sér og fuglinum.

Satt best að segja leit fuglinn mun betur út en McKenzie því fuglafræðingurinn var orðin grár í vöngum en fuglinn hafði ekkert breytst í útliti. Þegar fuglinn og McKenzie hittust fyrst var fuglinn kynþroska og þar af leiðandi að minnsta kosti 7 ára. Hann hefur því verið orðinn að minnsta kosti tæplega fertugur án þess að láta á sjá þegar þeir kumpánar hittust á ný.

Rannsóknir benda til þess að fýlar geti orðið rúmlega 50 ára gamlir sem vissulega er hár aldur fyrir fugla. En fýlar eru þó ekki langlífustu fuglar í heimi því til eru nokkrar tegundir páfagauka eins og til dæmis afrísku tegundina Psittacus erithacus (e. gray parrot) sem geta orðið enn eldri. Á meðal þeirra hafa fundist einstaklingar sem voru komnir hátt á níræðisaldur. Páfagaukarnir sem vitað er um í svo hárri elli voru þó allir gæludýr en óvíst er hvort páfagaukar geti náð svona háum aldri í villtri náttúrunni.



Fýll með unga á hreiðri. Fýlar verpa aðeins einu eggi.

Myndin er á vefsetrinu www.orknet.co.uk

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.7.2002

Spyrjandi

Björk Bjarnadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Verður fýll allra fugla elstur?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2566.

Jón Már Halldórsson. (2002, 5. júlí). Verður fýll allra fugla elstur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2566

Jón Már Halldórsson. „Verður fýll allra fugla elstur?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2566>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verður fýll allra fugla elstur?
Skoski fuglafræðingurinn George McKenzie (1928-1995) stundaði ítarlegar rannsóknir á fýlnum (l. Fulmarus glacialis) við Orkneyjar. Árið 1951 lét hann taka mynd af sér með fýl sem var merktur og því næst sleppt. Þrjátíu árum síðar fannst fýllinn aftur og lét McKenzie að því tilefni aftur taka mynd af sér og fuglinum.

Satt best að segja leit fuglinn mun betur út en McKenzie því fuglafræðingurinn var orðin grár í vöngum en fuglinn hafði ekkert breytst í útliti. Þegar fuglinn og McKenzie hittust fyrst var fuglinn kynþroska og þar af leiðandi að minnsta kosti 7 ára. Hann hefur því verið orðinn að minnsta kosti tæplega fertugur án þess að láta á sjá þegar þeir kumpánar hittust á ný.

Rannsóknir benda til þess að fýlar geti orðið rúmlega 50 ára gamlir sem vissulega er hár aldur fyrir fugla. En fýlar eru þó ekki langlífustu fuglar í heimi því til eru nokkrar tegundir páfagauka eins og til dæmis afrísku tegundina Psittacus erithacus (e. gray parrot) sem geta orðið enn eldri. Á meðal þeirra hafa fundist einstaklingar sem voru komnir hátt á níræðisaldur. Páfagaukarnir sem vitað er um í svo hárri elli voru þó allir gæludýr en óvíst er hvort páfagaukar geti náð svona háum aldri í villtri náttúrunni.



Fýll með unga á hreiðri. Fýlar verpa aðeins einu eggi.

Myndin er á vefsetrinu www.orknet.co.uk...