Stjörnusjónaukar á tindi Mauna Kea. Myndina tók Sævar Helgi Bragason. Smelltu til að skoða stærra eintak af myndinni.
Á Hawaii rignir töluvert vegna nálægðar staðarins við miðbaug. Vegna hitans gufar mikið vatn upp og myndar ský sem síðar rignir úr. Úrkoma er þó mjög breytileg á milli staða á Hawaii. Á þurrasta stað Hawaii, Kawaihae, er úrkoma til að mynda einungis 220 mm að meðaltali á ári hverju en á Waialeale-fjalli er hún að jafnaði 11.280 mm á ári. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík á árunum 1961-1990 um 800 mm, talsvert minni á Norðurlandi en um tvöfalt meiri í syðstu sveitum landsins. Nánar má lesa um þetta í svarinu Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
Hanauma-sólarströndin er í hringlaga gíg sem sjórinn hefur brotið sér leið inn í. Dökku svæðin á botninum eru steinar og kóralrif. Myndina tók Sævar Helgi Bragason. Smelltu til að skoða stærra eintak af myndinni.
Heimildir og myndir
- General Information About Hawaii's Climate. KHNL NBC 8.
- Hawaii: Climate. Encyclopædia Britannica Online.
- Myndirnar tók © Sævar Helgi Bragason
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.