Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Áður en þessari spurningu er svarað er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir hvað átt er við með orðinu 'úthald'. Er til dæmis átt við hvað ég get hlaupið langt eða hvað ég get hlaupið lengi?
Hugsum okkur að átt sé við hlaupalengd. Þá má fullyrða að ég nota til dæmis meiri orku ef ég hleyp sömu vegalengd á sama hraða í rigningu og logni en í þurru veðri og logni. Mótstaðan sem ég mæti er nefnilega meiri í rigningu en í þurrviðri. Ég nota líka meiri orku í vindi en í logni ef ég fer í hring eða fram og til baka. Það er vegna þess að ég tapa meiri orku þegar ég hleyp móti vindi en ég vinn aftur þegar ég fer jafnlangt undan vindi. Ef úthald er skilgreint á þennan hátt er það þess vegna minna í rigningu en í sólskini.
En kannski er eðlilegra að miða við tímalengd hlaupsins. En þá er því til að svara að ég ætti auðvitað að geta stillt hlaupahraðann þannig að ég brenni jafnmiklu á tímaeiningu í rigningunni og í sólskininu, og þá get ég hlaupið jafnlengi. Úthald í þessari merkingu er því óháð veðrinu ef ég gæti þess að "haga seglum eftir vindi", það er að segja að haga hlaupahraðanum eftir orkubrennslunni.
ÞV. „Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7229.
ÞV. (2008, 12. mars). Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7229
ÞV. „Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7229>.