Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 31 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?

Áður en þessari spurningu er svarað er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir hvað átt er við með orðinu 'úthald'. Er til dæmis átt við hvað ég get hlaupið langt eða hvað ég get hlaupið lengi? Hugsum okkur að átt sé við hlaupalengd. Þá má fullyrða að ég nota til dæmis meiri orku ef ég hleyp sömu vegalengd á...

category-iconJarðvísindi

Hvað standa eldgos lengi?

Sum eldgos standa aðeins yfir í nokkrar klukkustundir á meðan önnur standa yfir í ár, áratugi eða jafnvel árhundruð. Í bókinni Volcanoes of the world (Simkin, T., and Siebert, L., 1994, Volcanoes of the world: Geoscience Press, Tucson, Arizona, bls. 19) eru talin upp 3.211 eldgos. Af öllum þessum eldgosum stóð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær á maður að mæta ef manni er sagt að mæta upp úr eitt?

Engin nákvæm regla er til, mér vitanlega, um þá tímalengd sem „upp úr“ á við. Almennur málskilningur er þó að um stuttan tíma sé að ræða. „Ég verð örugglega komin upp úr eitt“ merkir í mínum huga ‛fljótlega eftir eitt’, ekki til dæmis fimmtán mínútur yfir. „Það nægir að þú sért kominn upp úr hálf eitt“ segir...

category-iconHugvísindi

Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?

Orðið úrskeiðis er atviksorð sett saman af forskeytinu úr-, nafnorðinu skeið 'tiltekin vegalengd, (ákveðin) tímalengd , hlaup, kapphlaup' og viðskeytinu -is. Hér hafa kappreiðar farið úrskeiðis og nokkrir hestar og knapar fallið á brautinni. Orðið úrskeiðis merkir 'aflaga, úr lagi'. Atviksorð mynduð á þennan há...

category-iconHeimspeki

Hvað er tími?

Öll þekkjum við tímann og notum hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum honum (jafnvel drepum hann!), mælum hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftirsóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þegar vi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?

Í orðasambandinu um þessar/þær mundir merkir mund ‘tími, tímaskeið’ og er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, það er einnig í það mund, í sama mund. Mund er einnig til í merkingunni ‘hönd’, samanber máltækið morgunstund gefur gull í mund, það er gott er að fara snemma á fætur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók ...

category-iconJarðvísindi

Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?

Spurningu Páls Jökuls er hér svarað að hluta en hann spurði upprunalega: Hvað eru íslensk eldgos lengi vanalega, bara spá útaf því ég bý hér í Njarðvík? Aðalgosvá á Reykjanesskaga stafar af sprungugosum. Hraun frá þeim þekja um fjórðung af flatarmáli skagans. Lengstu gígaraðirnar eru 10-20 kílómetra langar....

category-iconMannfræði

Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir) Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðge...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökulhlaup?

Jökulhlaup eru snögg vatnsflóð frá lónum við jökuljaðar eða jökulbotn sem bræðsluvatn og regn safnast í. Jaðarlónin myndast þar sem jökull stíflar þverdal eða gil. Vatn rís uns það nær að þrengja sér undir ísstífluna og opna rásir. Í fyrstu eru þær örsmáar en víkka síðan við ísbráðnun vegna núningsvarma því að ísf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?

Það er rétt hjá spyrjanda að þarna er nokkurt tölulegt ósamræmi þó að það sé ekki nákvæmlega eins og lýst er í spurningunni. Skýringin á því að það viðgengst er hins vegar fyrst og fremst sú að við erum ekki að lýsa tímalengd sem er alltaf eins heldur meðaltali sem einstök tilvik víkja talsvert frá í báðar áttir. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?

Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?

Tíðahringur kvenna er skilgreindur frá fyrsta degi blæðinga og þar til næstu blæðingar hefjast. Tíðahringir geta verið mislangir milli kvenna og einnig hjá sömu konunni. Að öllu jöfnu er talað um 28 daga tíðahring að meðaltali en fæstar konur hafa reglulegan 28 daga tíðahring. Bandarísk rannsókn á 2316 konum á ald...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verkar klukkan?

Menn hafa frá örófi alda notað ýmis ráð til að mæla tíma, til dæmis yfir daginn. Þannig getum við rekið lóðrétt prik í jörðina og fylgst með því hvernig skugginn af því breytist yfir daginn. Slíkt áhald nefnist sólsproti (gnomon). Skylt því og heldur þægilegra í notkun er svokallað sólúr (sundial) en teinninn í þv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kílógrammið skilgreint?

Í nóvember 2018 ákvað Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM ) að ný skilgreining á kílógrammi skyldi taka gildi í maí 2019. Eldri skilgreining hafði þá verið í gildi frá árinu 1889. Forsaga málsins er í stuttu máli þessi. Þegar Frakkar tóku upp metrakerfið undir lok 18. ald...

Fleiri niðurstöður