Sólin Sólin Rís 07:49 • sest 18:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:58 • Sest 18:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:33 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:26 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:49 • sest 18:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:58 • Sest 18:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:33 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:26 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?

Guðrún Kvaran

Í orðasambandinu um þessar/þær mundir merkir mund ‘tími, tímaskeið’ og er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, það er einnig í það mund, í sama mund.

Mund er einnig til í merkingunni ‘hönd’, samanber máltækið morgunstund gefur gull í mund, það er gott er að fara snemma á fætur.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989: 640) er uppruni orðanna ekki hinn sami. Orðið mund í fyrri merkingunni er skylt færeysku mund og nýnorsku mund í merkingunni ‘stundarbil, stund’ og fornsænsku munder ‘ákveðin tímalengd, tiltekið rými’. Í síðari merkingunni er orðið skylt fornensku mund og fornháþýsku munt ‘hönd, vernd’. Skyldleiki er einnig við latínu manus ‘hönd’.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.9.2024

Spyrjandi

Örn, Sighvatur Lárusson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?“ Vísindavefurinn, 30. september 2024, sótt 5. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86552.

Guðrún Kvaran. (2024, 30. september). Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86552

Guðrún Kvaran. „Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2024. Vefsíða. 5. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86552>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?
Í orðasambandinu um þessar/þær mundir merkir mund ‘tími, tímaskeið’ og er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, það er einnig í það mund, í sama mund.

Mund er einnig til í merkingunni ‘hönd’, samanber máltækið morgunstund gefur gull í mund, það er gott er að fara snemma á fætur.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989: 640) er uppruni orðanna ekki hinn sami. Orðið mund í fyrri merkingunni er skylt færeysku mund og nýnorsku mund í merkingunni ‘stundarbil, stund’ og fornsænsku munder ‘ákveðin tímalengd, tiltekið rými’. Í síðari merkingunni er orðið skylt fornensku mund og fornháþýsku munt ‘hönd, vernd’. Skyldleiki er einnig við latínu manus ‘hönd’.

Heimild og mynd:

...