Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 118 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?
Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...
Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?
Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...
Eru salamöndrur eðlur?
Salamöndrur eru ekki eðlur heldur hópur innan ættar froskdýra. Salamöndrur eru hryggdýr eins og fuglar og spendýr, en hryggdýrum er skipt upp í fimm flokka: fiska, spendýr, fugla, skriðdýr og að lokum froskdýr. Eðlur tilheyra flokki skriðdýra ásamt skjaldbökum og slöngum. Froskdýrum er skipt upp í þrjá flokka, ...
Af hverju snjóar á Íslandi?
Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður. Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báð...
Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi. Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausa...
Hvers vegna verður húðin þurr?
Þurr húð er ekki endilega húðsjúkdómur en ástand húðarinnar einkennist af því að hún flagnar, oft með roða, ertingu og kláða. Þetta veldur mestum vandræðum á haustin og veturna. Húðþurrkur kemur yfirleitt fram í andliti, á höndum, handleggjum og fótum. Þegar verst lætur getur húðin líkst fiskhreistri (Ichtyosis). ...
Hver er munurinn á körtu og froski?
Dýr í ættbálknum Anura í flokki froskdýra (Amphibia) skiptast í froska og körtur. Unnt er að greina á milli froska og karta en sú aðgreining á sér ekki flokkunarfræðilegan grundvöll. Þannig teljast sumar tegundir vera körtur þótt aðrar náskyldar tegundir innan sömu ættar teljist froskar. Til vinstri má sjá...
Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú er mikill snjór á húsþökum. Hvernig stendur á því að miklar snjóhengjur geta skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur? Snjóþekjan hangir saman svo lengi sem innri styrkur hennar nær að halda í við togkraft lóðrétta bútsins sem skagar fram af ...
Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?
Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...
Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?
Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum mannslíkamans, þar með talið í húðinni. Bandvefir tengja saman hina ýmsu vefi og líffæri líkamans og halda þannig skipulagi innan líkamans. Kollagen er langalgengasta prótínið í rýmum utan frumna í bandvefjum og er því af...
Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?
Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísi...
Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?
Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...
Hvaða efnafræðilegi munur er á íslensku neftóbaki og sænsku munntóbaki?
Hrátóbakið sem notað er í íslenska neftóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð og hins vegar frá Danmörku. Swedish Match er aðalframleiðanda sænska munntóbaksins sem kallast snus. Snusið inniheldur blöndu af hrátóbaki (möluð tóbakslauf), vatni, salti, natrín karbónati (Na2CO3), bragðefnum og rakae...
Hvað skýrir loftslag við strönd Kaliforníu?
Tveir samtengdir þættir ráða mestu um hitafar við strönd Kaliforníu. Annars vegar er árstíðasveifla mismunar lands- og sjávarhita en hins vegar kaldur sjór úti fyrir ströndinni. Á sumrin er þrýstingur minni yfir landi heldur en sjó. Yfirborð lands hitnar mun meira heldur en yfirborð sjávar á sumrin þegar sól e...
Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er?
Heilbrigt fólk sem klæðir sig vel er ekki í sérstakri hættu í köldu veðri. Undirstúka í heila stjórnar viðbrögðum við hitabreytingum og miðar að því að halda helstu líffærum gangandi. Aldur, líkamsástand og undirliggjandi sjúkdómar hafa áhrif á það hvernig fólk bregst við kulda. Helstu viðbrögð líkamans við kulda ...