Ef húðin er þurr er helsta ráðið að nota rakakrem og feit krem. Það er óþarfi að fjárfesta í dýrum ilmkremum. Á sumrin er yfirleitt best að notast við þunnfljótandi rakakrem, en á veturna eru feitari krem hentugri. Ef húðþurrkurinn er á háu stigi getur komið til greina að fá hjá lækni eða húðlækni, til skammtímanota krem með bólgueyðandi hormóni, til að nota ásamt venjulega kreminu. Ef kláðinn heldur vöku fyrir viðkomandi getur læknirinn gefið kláðastillandi og antihistamín. Hægt er að fylgja nokkrum einföldum ráðum til að sporna við húðþurrki:
- Ekki er ástæða til að baða sig oft á dag og þegar farið er í bað á ekki að hafa það mjög heitt.
- Forðast skal að nota mikla sápu og nota einnig sápu með sýrustigi sem hentar húðinni.
- Betra er að þerra húðina í stað þess að nudda hana þurra.
- Gott er að bera á sig rakakrem meðan húðin er enn rök eftir baðið.
- Lofta út íverustað og lækka hitastigið.
- Njóta sólarinnar í hófi. Óhófleg sóldýrkun getur valdið húðkrabbameini, hrukkum og húðþurrki.
- Drekka nægan vökva.
- Klæðast léttum og mjúkum bómullarfatnaði sem ertir ekki húðina.
- Er húðin líffæri?
- Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?
- Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?
- Beautiful with Brains. Sótt 2. 12. 2009.
Textinn í þessu svari er uppruninn á Doktor.is en aðlagaður að Vísindavefnum og birtur með góðfúslegu leyfi.