Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá húðkrabbamein en fólk með ljósa húð (lítið melanín).

Skipta má húð fólks í sex mismunandi gerðir eftir því hversu vel hún þolir sólargeislun. Gerð eitt er viðkvæmust, brennur alltaf en verður aldrei brún. Gerð sex þolir sólina best, verður mjög brún og brennur nánast aldrei.

Sólbrúnka er í raun eitt einkenni sólskaða á húð. Sólargeislun flýtir fyrir öldrun húðarinnar, til dæmis hrukkumyndun, myndun brúnna bletta og þynningu hennar. Húðkrabbamein eru alvarlegustu afleiðingar sólskaða. Tíðni þeirra hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og er jafnvel talað um faraldur húðkrabbameina á Nýja-Sjálandi, í Ástralíu og Bandaríkjunum.



Sólargeislun flýtir fyrir öldrun húðarinnar, til dæmis hrukkumyndun.

Viðhorf fólks til sólbrúnku hefur tekið miklum breytingum. Á 18. og 19. öld var fölleit húð og freknuleysi talið aðlaðandi, einkum hjá konum. Ástæðan var sú að sólbrúnka gaf til kynna að viðkomandi hefði unnið erfiðisvinnu úti. Fölleit húð gaf hins vegar til kynna að viðkomandi tilheyrði „æðri“ stéttum samfélagsins og þyrfti ekki að sinna erfiðisstörfum utandyra, heldur hefði efni á að ráða annað fólk í þau. Tískan í Frakklandi á 18. öld lagði áherslu á þetta en þá var til siðs að púðra sig í framan með hvítu púðri, að minnsta kosti meðal þeirra sem tilheyrðu aðlinum.

Tískubreytingar fylgdu samfélags- og efnahagslegum breytingum sem urðu í upphafi 20. aldar. Þegar hin fræga tískudrottning Coco Chanel varð óvart sólbrún í fríi á frönsku rivíerunni á 3. áratugnum kom hún af stað mikilli tískubylgju. Sólbrúnka var nú talin merki um háa samfélagslega stöðu, ríkidæmi og heilbrigði. Sólbrúnka er enn í tísku þótt dregið hafi nokkuð úr sólbrúnkuæðinu, sérstaklega á síðari hluta 9. áratugarins þegar ljóst var að fjöldi húðkrabbameinstilfella hafði aukist gífurlega og tengsl þessa við sólböð, einkum sólbruna, voru ljós.

Í kjölfar þessarar auknu tíðni húðkrabbameina hefur mikil áhersla verið lögð á að verja húðina fyrir skaðsemi sólargeisla með því að nota áburð sem inniheldur sólarvörn. Þegar slíkur áburður er notaður ber að gæta þess að hann veiti vörn gegn bæði UVA- og UVB-geislum sólar (oft merkt broad-spectrum sunscreens). Bera þarf á sig nokkuð þykkt lag af áburðinum á nokkurra klukkustunda fresti til þess að hann gagnist að fullu og gæta þess að bera á sig aftur ef farið er í vatn eða svitnað mikið.

Útfjólubláir geislar sólar eru af þremur gerðum. Þeir eru allir ósýnilegir. UVA-geislarnir eru algengastir við yfirborð jarðar. Þeir ná í gegnum yfirhúð okkar og inn í undirhúð þar sem þeir hafa áhrif á þræði og trefjar. Þeir brenna ekki húðina en geta valdið húðkrabbameini. Þessi tegund geisla er í sólbekkjum en nánar má lesa um sólbekki í svari Bárðar Sigurgeirssonar við spurningunni Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?



Sólböð eru enn vinsæl þótt þau geti reynst skaðleg.

Ósonlagið stöðvar mikið af UVB-geislum á leið sinni til jarðar en sé það að þynnast kemst meira af þeim í gegn. UVB-geislar geta brennt húðina og valdið roða og blöðrum. Langvarandi áhrif þeirra og endurtekinn sólbruni eru tengd sortuæxli sem er illkynjaðasta gerð húðkrabbameina. UVC er þriðja gerð útfjólublárra geisla sólarinnar. Vitað er að þeir valda krabbameinum en þeir komast ekki til jarðar, þökk sé ósónlaginu. Skaðsemi þessari geisla er ein af ástæðum þess að við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ósonlagið þynnist ekki meira.

Sólargeislunin er sterkust á milli kl. 10 og 16 á daginn. Einnig er hún sterkari eftir því sem nær dregur miðbaug og í aukinni hæð yfir sjávarmáli. Mælt er með því að nota sólhatt og sólgleraugu á þeim tíma dags þegar sólin er sterkust, því að augun geta einnig orðið fyrir sólskaða, einkum drer (e. cataract). Þó verður að hafa í huga að séu notuð mjög dökk sólgleraugu er hætta á að viðkomandi átti sig ekki fullkomlega á hversu sterk sólin er og gerir ekki aðrar viðeigandi ráðstafanir. Því er mælt með að taka þau niður annað slagið til að átta sig á ástandinu.

Húðsjúkdómalæknar mæla ekki með sólböðum og telja sólbrúnku vera merki um sólskaða. Þeir mæla með því að fólk klæðist hlífðarfatnaði og noti sólgleraugu neyðist það til að vera úti í sól. Einnig mæla þeir með því að notaður sé sólaráburður sem inniheldur varnarþátt 15 eða öflugri en talan gefur til kynna hversu margfalda vörn við fáum miðað við þá sem húð okkar veitir.

Það er sem sagt misskilningur að sólbrúnka (af völdum útfjólublárra geisla) sé hraustleikamerki eins og svo gjarnan er talið. Þeir sem sækjast eftir sólbrúnni húð ættu frekar að nota brúnkukrem en nánar er fjallað um þau í svari Bárðar Sigurgeirssonar við spurningunni Hvernig verka brúnkukrem?

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

3.3.2006

Síðast uppfært

31.5.2019

Spyrjandi

Barði Freyr Þorsteinsson, f. 1990

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5684.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 3. mars). Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5684

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?
Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá húðkrabbamein en fólk með ljósa húð (lítið melanín).

Skipta má húð fólks í sex mismunandi gerðir eftir því hversu vel hún þolir sólargeislun. Gerð eitt er viðkvæmust, brennur alltaf en verður aldrei brún. Gerð sex þolir sólina best, verður mjög brún og brennur nánast aldrei.

Sólbrúnka er í raun eitt einkenni sólskaða á húð. Sólargeislun flýtir fyrir öldrun húðarinnar, til dæmis hrukkumyndun, myndun brúnna bletta og þynningu hennar. Húðkrabbamein eru alvarlegustu afleiðingar sólskaða. Tíðni þeirra hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og er jafnvel talað um faraldur húðkrabbameina á Nýja-Sjálandi, í Ástralíu og Bandaríkjunum.



Sólargeislun flýtir fyrir öldrun húðarinnar, til dæmis hrukkumyndun.

Viðhorf fólks til sólbrúnku hefur tekið miklum breytingum. Á 18. og 19. öld var fölleit húð og freknuleysi talið aðlaðandi, einkum hjá konum. Ástæðan var sú að sólbrúnka gaf til kynna að viðkomandi hefði unnið erfiðisvinnu úti. Fölleit húð gaf hins vegar til kynna að viðkomandi tilheyrði „æðri“ stéttum samfélagsins og þyrfti ekki að sinna erfiðisstörfum utandyra, heldur hefði efni á að ráða annað fólk í þau. Tískan í Frakklandi á 18. öld lagði áherslu á þetta en þá var til siðs að púðra sig í framan með hvítu púðri, að minnsta kosti meðal þeirra sem tilheyrðu aðlinum.

Tískubreytingar fylgdu samfélags- og efnahagslegum breytingum sem urðu í upphafi 20. aldar. Þegar hin fræga tískudrottning Coco Chanel varð óvart sólbrún í fríi á frönsku rivíerunni á 3. áratugnum kom hún af stað mikilli tískubylgju. Sólbrúnka var nú talin merki um háa samfélagslega stöðu, ríkidæmi og heilbrigði. Sólbrúnka er enn í tísku þótt dregið hafi nokkuð úr sólbrúnkuæðinu, sérstaklega á síðari hluta 9. áratugarins þegar ljóst var að fjöldi húðkrabbameinstilfella hafði aukist gífurlega og tengsl þessa við sólböð, einkum sólbruna, voru ljós.

Í kjölfar þessarar auknu tíðni húðkrabbameina hefur mikil áhersla verið lögð á að verja húðina fyrir skaðsemi sólargeisla með því að nota áburð sem inniheldur sólarvörn. Þegar slíkur áburður er notaður ber að gæta þess að hann veiti vörn gegn bæði UVA- og UVB-geislum sólar (oft merkt broad-spectrum sunscreens). Bera þarf á sig nokkuð þykkt lag af áburðinum á nokkurra klukkustunda fresti til þess að hann gagnist að fullu og gæta þess að bera á sig aftur ef farið er í vatn eða svitnað mikið.

Útfjólubláir geislar sólar eru af þremur gerðum. Þeir eru allir ósýnilegir. UVA-geislarnir eru algengastir við yfirborð jarðar. Þeir ná í gegnum yfirhúð okkar og inn í undirhúð þar sem þeir hafa áhrif á þræði og trefjar. Þeir brenna ekki húðina en geta valdið húðkrabbameini. Þessi tegund geisla er í sólbekkjum en nánar má lesa um sólbekki í svari Bárðar Sigurgeirssonar við spurningunni Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?



Sólböð eru enn vinsæl þótt þau geti reynst skaðleg.

Ósonlagið stöðvar mikið af UVB-geislum á leið sinni til jarðar en sé það að þynnast kemst meira af þeim í gegn. UVB-geislar geta brennt húðina og valdið roða og blöðrum. Langvarandi áhrif þeirra og endurtekinn sólbruni eru tengd sortuæxli sem er illkynjaðasta gerð húðkrabbameina. UVC er þriðja gerð útfjólublárra geisla sólarinnar. Vitað er að þeir valda krabbameinum en þeir komast ekki til jarðar, þökk sé ósónlaginu. Skaðsemi þessari geisla er ein af ástæðum þess að við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ósonlagið þynnist ekki meira.

Sólargeislunin er sterkust á milli kl. 10 og 16 á daginn. Einnig er hún sterkari eftir því sem nær dregur miðbaug og í aukinni hæð yfir sjávarmáli. Mælt er með því að nota sólhatt og sólgleraugu á þeim tíma dags þegar sólin er sterkust, því að augun geta einnig orðið fyrir sólskaða, einkum drer (e. cataract). Þó verður að hafa í huga að séu notuð mjög dökk sólgleraugu er hætta á að viðkomandi átti sig ekki fullkomlega á hversu sterk sólin er og gerir ekki aðrar viðeigandi ráðstafanir. Því er mælt með að taka þau niður annað slagið til að átta sig á ástandinu.

Húðsjúkdómalæknar mæla ekki með sólböðum og telja sólbrúnku vera merki um sólskaða. Þeir mæla með því að fólk klæðist hlífðarfatnaði og noti sólgleraugu neyðist það til að vera úti í sól. Einnig mæla þeir með því að notaður sé sólaráburður sem inniheldur varnarþátt 15 eða öflugri en talan gefur til kynna hversu margfalda vörn við fáum miðað við þá sem húð okkar veitir.

Það er sem sagt misskilningur að sólbrúnka (af völdum útfjólublárra geisla) sé hraustleikamerki eins og svo gjarnan er talið. Þeir sem sækjast eftir sólbrúnni húð ættu frekar að nota brúnkukrem en nánar er fjallað um þau í svari Bárðar Sigurgeirssonar við spurningunni Hvernig verka brúnkukrem?

Heimildir og myndir:

...