Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er húðin líffæri?

Stefán B. Sigurðsson

Skilgreining á líffæri er:
hlutur sem er samsettur úr tveim eða fleiri mismunandi tegundum vefja, hefur ákveðið hlutverk og þekkist á útliti eða lögun sinni.
Húðin er gerð úr mismunandi vefjum og hefur ákveðið hlutverk og þekkist vel á útliti sínu. Hún er eitt stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað varðar yfirborð og þyngd eða massa. Í fullorðnum manni er yfirborð húðarinnar um 2 fermetrar og hún vegur um það bil 5 kílógrömm. Þetta er að meðaltali um 15% af líkamsþunganum.

Þykkt húðarinnar er frá um hálfum millimetra á augnlokunum upp í 4 millimetra á hælþófanum. Á flestum svæðum er hún þó um 1-2 millimetrar á þykkt. Líffærið húð skiptist í tvo þætti, þunna yfirhúð (epidermis) sem er yst og þykkari leðurhúð (dermis) sem liggur undir yfirhúðinni. Þar undir er svo fitulag sem ekki tilheyrir húðinni.

Yst í yfirhúðinni er hornlagið sem er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum sem mynda efni sem nefnist keratin. Keratínið er teygjanlegir próteinþræðir sem verja undirliggjandi hluta húðarinnar gagnvart ýmsum efnum, örverum og ekki síst vatni. Í hornlaginu eru frumurnar dauðar, flatar og samanpakkaðar og mynda þannig mjög þétta og góða vörn. Dýpra í yfirhúðinni eru frumurnar sprelllifandi og skipta sér stöðugt til að endurnýja ysta dauða lagið sem flagnar stöðugt af. Talið er að æviskeið slíkrar húðfrumu frá því að hún skiptir sér þar til hún flagnar af sé um 20-50 dagar. Í yfirhúðinni eru einnig frumur sem framleiða brúna litarefnið melanin þegar sólin skín á húðina. Hlutverk litarefnisins er að verja kjarna (erfðaefni) húðfrumanna gagnvart útfjólubláu geislum sólarinnar.

Leðurhúðin er aðallega gerð úr bandvef. Þar eru einnig taugaendar, æðar, smágerðir vöðvar, svita- og fitukirtlar og hársekkir.

Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum og fólki með mikla undirhúðarfitu. Hlutverk líffærisins húðar eru margvísleg og er þar helst að nefna vörn gagnvart ýmsum utanaðkomandi áreitum. Þar hjálpa fitukirtlar til með því að framleiða fituefni sem halda húðinni fitugri og mjúkri þannig að hún hrindi frá sér vatni. Í fituefninu eru einnig bakteríudrepandi efni. Varnarþáttur húðarinnar kemur best í ljós þegar húðina vantar, þó ekki sé nema á litlu svæði (sár). Þá er mikil hætta á að bakteríur komist í gegn og valdi sýkingu.

Í húðinni er mikið af taugaendum þannig að hún er okkar aðal skynjunarlíffæri eða skynfæri. Ef þessa skynjun vantaði værum við meðal annars ófær um að hreyfa okkur. Húðin er einnig hitastjórnunarlíffæri. Ef okkur er of heitt beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi leðurhúðarinnar og aukum framleiðslu svitakirtla þannig að húðin verði vel rök. Svitinn gufar síðan upp af hinu geysimikla yfirborði sem líffærið hefur og við það kólnar húðin og kælir blóðið. Að lokum má nefna að í húðinni er framleitt efni sem með aðstoð sólarljóss er breytt í D-vítamín.

Af framansögðu má sjá að líffærið húðin er gert úr nokkrum tegundum vefja, gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum og er auðþekkjanlegt á útlitinu.


Upphaflega var spurt á þessa leið:
Af hverju er oft sagt um húðina að hún sé stærsta líffærið? Er það rétt eða er hún einungis "vefur"? - Sonja Dröfn Helgadóttir

Getur staðist að húðin sé talin stærsta líffæri á mannslíkamanum? Ef svo er hvernig er skilgreining hennar sem líffæris sett fram svo vel megi verða? - Guðmundur Erlendsson


Svarið síðast uppfært 10. desember 2012.

Höfundur

prófessor í lífeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.9.2000

Spyrjandi

Sonja Dröfn Helgadóttir og Guðmundur Erlendsson

Tilvísun

Stefán B. Sigurðsson. „Er húðin líffæri?“ Vísindavefurinn, 27. september 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=943.

Stefán B. Sigurðsson. (2000, 27. september). Er húðin líffæri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=943

Stefán B. Sigurðsson. „Er húðin líffæri?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=943>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er húðin líffæri?
Skilgreining á líffæri er:

hlutur sem er samsettur úr tveim eða fleiri mismunandi tegundum vefja, hefur ákveðið hlutverk og þekkist á útliti eða lögun sinni.
Húðin er gerð úr mismunandi vefjum og hefur ákveðið hlutverk og þekkist vel á útliti sínu. Hún er eitt stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað varðar yfirborð og þyngd eða massa. Í fullorðnum manni er yfirborð húðarinnar um 2 fermetrar og hún vegur um það bil 5 kílógrömm. Þetta er að meðaltali um 15% af líkamsþunganum.

Þykkt húðarinnar er frá um hálfum millimetra á augnlokunum upp í 4 millimetra á hælþófanum. Á flestum svæðum er hún þó um 1-2 millimetrar á þykkt. Líffærið húð skiptist í tvo þætti, þunna yfirhúð (epidermis) sem er yst og þykkari leðurhúð (dermis) sem liggur undir yfirhúðinni. Þar undir er svo fitulag sem ekki tilheyrir húðinni.

Yst í yfirhúðinni er hornlagið sem er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum sem mynda efni sem nefnist keratin. Keratínið er teygjanlegir próteinþræðir sem verja undirliggjandi hluta húðarinnar gagnvart ýmsum efnum, örverum og ekki síst vatni. Í hornlaginu eru frumurnar dauðar, flatar og samanpakkaðar og mynda þannig mjög þétta og góða vörn. Dýpra í yfirhúðinni eru frumurnar sprelllifandi og skipta sér stöðugt til að endurnýja ysta dauða lagið sem flagnar stöðugt af. Talið er að æviskeið slíkrar húðfrumu frá því að hún skiptir sér þar til hún flagnar af sé um 20-50 dagar. Í yfirhúðinni eru einnig frumur sem framleiða brúna litarefnið melanin þegar sólin skín á húðina. Hlutverk litarefnisins er að verja kjarna (erfðaefni) húðfrumanna gagnvart útfjólubláu geislum sólarinnar.

Leðurhúðin er aðallega gerð úr bandvef. Þar eru einnig taugaendar, æðar, smágerðir vöðvar, svita- og fitukirtlar og hársekkir.

Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum og fólki með mikla undirhúðarfitu. Hlutverk líffærisins húðar eru margvísleg og er þar helst að nefna vörn gagnvart ýmsum utanaðkomandi áreitum. Þar hjálpa fitukirtlar til með því að framleiða fituefni sem halda húðinni fitugri og mjúkri þannig að hún hrindi frá sér vatni. Í fituefninu eru einnig bakteríudrepandi efni. Varnarþáttur húðarinnar kemur best í ljós þegar húðina vantar, þó ekki sé nema á litlu svæði (sár). Þá er mikil hætta á að bakteríur komist í gegn og valdi sýkingu.

Í húðinni er mikið af taugaendum þannig að hún er okkar aðal skynjunarlíffæri eða skynfæri. Ef þessa skynjun vantaði værum við meðal annars ófær um að hreyfa okkur. Húðin er einnig hitastjórnunarlíffæri. Ef okkur er of heitt beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi leðurhúðarinnar og aukum framleiðslu svitakirtla þannig að húðin verði vel rök. Svitinn gufar síðan upp af hinu geysimikla yfirborði sem líffærið hefur og við það kólnar húðin og kælir blóðið. Að lokum má nefna að í húðinni er framleitt efni sem með aðstoð sólarljóss er breytt í D-vítamín.

Af framansögðu má sjá að líffærið húðin er gert úr nokkrum tegundum vefja, gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum og er auðþekkjanlegt á útlitinu.


Upphaflega var spurt á þessa leið:
Af hverju er oft sagt um húðina að hún sé stærsta líffærið? Er það rétt eða er hún einungis "vefur"? - Sonja Dröfn Helgadóttir

Getur staðist að húðin sé talin stærsta líffæri á mannslíkamanum? Ef svo er hvernig er skilgreining hennar sem líffæris sett fram svo vel megi verða? - Guðmundur Erlendsson


Svarið síðast uppfært 10. desember 2012....