Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?

Helga Ögmundardóttir

Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísindaleg, pólitísk og svo framvegis.

Oftast tvinnast þessi ólíku rök saman og aðgreining í flokka hefur helst fræðilegan tilgang. Slík aðgreining er hins vegar góð til þess að átta sig á meginatriðum í tiltekinni deilu þegar greinilegt er að andstæðingar tala í kross og virðast jafnvel ekki tala um sama hlutinn. Í daglegu lífi og dægurþrasi tína andstæðingar í ákveðnu máli gjarnan til þau rök sem hafa mestan slagkraft máli sínu til stuðnings því það eru frekar áhrifin sem skipta máli en atriði málsins sem slík. Það er tekið eftir þeim sem hefur mestan sannfæringarkraft og fleiri rök sem vega þyngra en rök andstæðingsins.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að rökin með eða á móti virkjunum til orkuframleiðslu hafa alltaf verið háð stað og stund. Þau eru því afar breytileg eftir aðstæðum í hverju samfélagi á hverjum tíma. Það sem fjallað er um í þessu svari á einkum við um íslenskt samfélag í nútímanum en annars staðar í heiminum myndi fólk færa önnur rök fyrir skoðunum sínum.



Eyjabakkar.

Umhverfisrökum má gróflega skipta í tvo flokka; mannmiðuð og líf- og vistmiðuð.

Þegar gripið er til mannmiðaðra umhverfisraka gegn virkjunarframkvæmdum er gjarnan talað um að hugsa þurfi um komandi kynslóðir, að þær geti notið náttúrulegra auðæfa og haft val um hvernig nýta eigi auðlindir jarðar. Lögð er áhersla á að ekki megi menga eða skemma umhverfi þeirra manna sem á eftir okkur koma svo lífsgæði þeirra verði ekki verri en okkar sem tökum ákvarðanir um hvort virkja eigi eða ekki.

Einnig er bent á að Íslendingar séu ekki einir á jörðinni, við berum ábyrgð eins og allir aðrir á ástandi vistkerfa jarðar og að skemmdir og mengun á Íslandi komi niður á öðrum og náttúra landsins sé því ekki okkar einkamál. Hvorki mengun né dýrategundir virði landamæri og því þurfi að hugsa hnattrænt um nýtingu auðlinda, eins og virkjun vatnsorku og gufuafls, sjá þetta allt í stóru samhengi.

Taka má fram að þeir sem mæla með virkjunum nota einnig rök sem byggja á þeirri sýn að vistkerfi jarðar sé ein heild. Þá er lögð áhersla á að betra sé að virkja vatnsafl og háhita Íslands til rafmagnsframleiðslu en nota kol, olíu og aðrar kolefnisríkar auðlindir sem menga miklu meira og eru ein meginuppistaðan í gróðurhúsalofttegundum þeim sem valda hlýnun í lofthjúp jarðar.

Líf- og vistmiðuð rök felast einkum í því að benda á að aðrar lífverur, hvort sem það eru dýr eða plöntur, hafi sama tilverurétt og maðurinn og eigið gildi, sem mannskepnan hafi ekki rétt til að ráðskast óheft með í sína þágu. Þegar ákveðnum búsvæðum einhverra tegunda er raskað með virkjunum, til dæmis varpsvæðum fuglategunda sem oft á við á Íslandi, er gripið til þessara raka og bent á að við berum alþjóðlega ábyrgð á þessum stofnum.

Önnur fyrirbæri en lífverur skipta líka máli í þessari umræðu; landslag, jarðfræðileg fyrirbæri og annað slíkt hefur ákveðið tilvistargildi sem okkur ber að virða.

Mynd: Náttúruverndarsamtök Íslands

Höfundur

mannfræðingur

Útgáfudagur

2.2.2006

Spyrjandi

Ásdís Marteinsdóttir

Tilvísun

Helga Ögmundardóttir. „Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5612.

Helga Ögmundardóttir. (2006, 2. febrúar). Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5612

Helga Ögmundardóttir. „Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?
Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísindaleg, pólitísk og svo framvegis.

Oftast tvinnast þessi ólíku rök saman og aðgreining í flokka hefur helst fræðilegan tilgang. Slík aðgreining er hins vegar góð til þess að átta sig á meginatriðum í tiltekinni deilu þegar greinilegt er að andstæðingar tala í kross og virðast jafnvel ekki tala um sama hlutinn. Í daglegu lífi og dægurþrasi tína andstæðingar í ákveðnu máli gjarnan til þau rök sem hafa mestan slagkraft máli sínu til stuðnings því það eru frekar áhrifin sem skipta máli en atriði málsins sem slík. Það er tekið eftir þeim sem hefur mestan sannfæringarkraft og fleiri rök sem vega þyngra en rök andstæðingsins.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að rökin með eða á móti virkjunum til orkuframleiðslu hafa alltaf verið háð stað og stund. Þau eru því afar breytileg eftir aðstæðum í hverju samfélagi á hverjum tíma. Það sem fjallað er um í þessu svari á einkum við um íslenskt samfélag í nútímanum en annars staðar í heiminum myndi fólk færa önnur rök fyrir skoðunum sínum.



Eyjabakkar.

Umhverfisrökum má gróflega skipta í tvo flokka; mannmiðuð og líf- og vistmiðuð.

Þegar gripið er til mannmiðaðra umhverfisraka gegn virkjunarframkvæmdum er gjarnan talað um að hugsa þurfi um komandi kynslóðir, að þær geti notið náttúrulegra auðæfa og haft val um hvernig nýta eigi auðlindir jarðar. Lögð er áhersla á að ekki megi menga eða skemma umhverfi þeirra manna sem á eftir okkur koma svo lífsgæði þeirra verði ekki verri en okkar sem tökum ákvarðanir um hvort virkja eigi eða ekki.

Einnig er bent á að Íslendingar séu ekki einir á jörðinni, við berum ábyrgð eins og allir aðrir á ástandi vistkerfa jarðar og að skemmdir og mengun á Íslandi komi niður á öðrum og náttúra landsins sé því ekki okkar einkamál. Hvorki mengun né dýrategundir virði landamæri og því þurfi að hugsa hnattrænt um nýtingu auðlinda, eins og virkjun vatnsorku og gufuafls, sjá þetta allt í stóru samhengi.

Taka má fram að þeir sem mæla með virkjunum nota einnig rök sem byggja á þeirri sýn að vistkerfi jarðar sé ein heild. Þá er lögð áhersla á að betra sé að virkja vatnsafl og háhita Íslands til rafmagnsframleiðslu en nota kol, olíu og aðrar kolefnisríkar auðlindir sem menga miklu meira og eru ein meginuppistaðan í gróðurhúsalofttegundum þeim sem valda hlýnun í lofthjúp jarðar.

Líf- og vistmiðuð rök felast einkum í því að benda á að aðrar lífverur, hvort sem það eru dýr eða plöntur, hafi sama tilverurétt og maðurinn og eigið gildi, sem mannskepnan hafi ekki rétt til að ráðskast óheft með í sína þágu. Þegar ákveðnum búsvæðum einhverra tegunda er raskað með virkjunum, til dæmis varpsvæðum fuglategunda sem oft á við á Íslandi, er gripið til þessara raka og bent á að við berum alþjóðlega ábyrgð á þessum stofnum.

Önnur fyrirbæri en lífverur skipta líka máli í þessari umræðu; landslag, jarðfræðileg fyrirbæri og annað slíkt hefur ákveðið tilvistargildi sem okkur ber að virða.

Mynd: Náttúruverndarsamtök Íslands...