- Froskar eru með slétta og raka húð sem virðist vera slímug. Körtur eru með þurra og grófa húð sem oft er þakin hnúðum sem líkjast vörtum.
- Froskar eru oftast minni en körtur, með grennri líkama og lengri afturfætur.
- Froskar hreyfa sig áfram í löngum stökkum en körtur taka skref eða lítil hopp.
- Augu froska eru kringlótt, útstæð og sitja hátt uppi á höfði en augu karta eru minna kringlótt og sitja neðar.
- Froskar búa helst í röku loftslagi nálægt vatni en körtur kjósa þurrara loftslag þótt þær eðli sig í vatni og dvelji þar fyrsta æviskeið sitt.
- Körtur eru með kirtla á bakinu sem seyta eitri, sér í lagi tvo áberandi hnúða ofan á hausnum, fyrir aftan augun.
- Hvað eru til margar tegundir af froskum? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig gefa froskar frá sér eitur? eftir Jón Má Halldórsson
- Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum? eftir Jón Má Halldórsson
- Hver er minnsti froskur í heimi? eftir JMH
- Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran? eftir JMH
- Britannica Online Encyclopedia - Anura
- Britannica Online Encyclopedia - toad
- Wikipedia - Frog
- Wikipedia - True toad
- animals.howstuffworks.com - Green tree frog. Mynd af froski. Sótt 9.6.2011.
- en.wikipedia.org - American toad. Mynd af körtu. Sótt 9.6.2011.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.