Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á körtu og froski?

Dagmar Óladóttir, Herdís Birta Jónsdóttir og Örvar Pálmi Örvarsson

Dýr í ættbálknum Anura í flokki froskdýra (Amphibia) skiptast í froska og körtur.

Unnt er að greina á milli froska og karta en sú aðgreining á sér ekki flokkunarfræðilegan grundvöll. Þannig teljast sumar tegundir vera körtur þótt aðrar náskyldar tegundir innan sömu ættar teljist froskar.

Til vinstri má sjá frosk en til hægri körtu.

Dýr í ættinni Bufonidae kallast sannar körtur (e. true toads) og er hún eina ættin þar sem allir meðlimir teljast vera körtur.

Eftirfarandi atriði eru notuð til að greina á milli froska og karta:

  • Froskar eru með slétta og raka húð sem virðist vera slímug. Körtur eru með þurra og grófa húð sem oft er þakin hnúðum sem líkjast vörtum.
  • Froskar eru oftast minni en körtur, með grennri líkama og lengri afturfætur.
  • Froskar hreyfa sig áfram í löngum stökkum en körtur taka skref eða lítil hopp.
  • Augu froska eru kringlótt, útstæð og sitja hátt uppi á höfði en augu karta eru minna kringlótt og sitja neðar.
  • Froskar búa helst í röku loftslagi nálægt vatni en körtur kjósa þurrara loftslag þótt þær eðli sig í vatni og dvelji þar fyrsta æviskeið sitt.
  • Körtur eru með kirtla á bakinu sem seyta eitri, sér í lagi tvo áberandi hnúða ofan á hausnum, fyrir aftan augun.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

9.6.2011

Spyrjandi

Karl Thorarensen

Tilvísun

Dagmar Óladóttir, Herdís Birta Jónsdóttir og Örvar Pálmi Örvarsson. „Hver er munurinn á körtu og froski?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23194.

Dagmar Óladóttir, Herdís Birta Jónsdóttir og Örvar Pálmi Örvarsson. (2011, 9. júní). Hver er munurinn á körtu og froski? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23194

Dagmar Óladóttir, Herdís Birta Jónsdóttir og Örvar Pálmi Örvarsson. „Hver er munurinn á körtu og froski?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23194>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á körtu og froski?
Dýr í ættbálknum Anura í flokki froskdýra (Amphibia) skiptast í froska og körtur.

Unnt er að greina á milli froska og karta en sú aðgreining á sér ekki flokkunarfræðilegan grundvöll. Þannig teljast sumar tegundir vera körtur þótt aðrar náskyldar tegundir innan sömu ættar teljist froskar.

Til vinstri má sjá frosk en til hægri körtu.

Dýr í ættinni Bufonidae kallast sannar körtur (e. true toads) og er hún eina ættin þar sem allir meðlimir teljast vera körtur.

Eftirfarandi atriði eru notuð til að greina á milli froska og karta:

  • Froskar eru með slétta og raka húð sem virðist vera slímug. Körtur eru með þurra og grófa húð sem oft er þakin hnúðum sem líkjast vörtum.
  • Froskar eru oftast minni en körtur, með grennri líkama og lengri afturfætur.
  • Froskar hreyfa sig áfram í löngum stökkum en körtur taka skref eða lítil hopp.
  • Augu froska eru kringlótt, útstæð og sitja hátt uppi á höfði en augu karta eru minna kringlótt og sitja neðar.
  • Froskar búa helst í röku loftslagi nálægt vatni en körtur kjósa þurrara loftslag þótt þær eðli sig í vatni og dvelji þar fyrsta æviskeið sitt.
  • Körtur eru með kirtla á bakinu sem seyta eitri, sér í lagi tvo áberandi hnúða ofan á hausnum, fyrir aftan augun.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...