Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?

Jón Már Halldórsson

Froskdýr (Amphibia) er einn af fimm flokkum hryggdýra, hinir eru spendýr, fiskar, fuglar og skriðdýr. Froskdýr greinast í þrjá hópa, salamöndrur (Caudata eða Urodela) sem ólíkt öðrum froskdýrum hafa rófu alla ævi, froska og körtur (Anura) sem fullvaxnir eru rófulausir og að loks hóp sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona) en það eru fótalaus dýr sem minna mjög á slöngur og lifa oftast neðanjarðar.



Froskar (Anura) lifa í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Ûtbreiðsla froskdýra er hér sýnd með grænum lit.

Öll froskdýr hafa slétta, slímuga (raka) húð án hreisturs. Fjórir fætur þeirra svara þróunarlega að gerð og þroska til eyrugga og kviðugga fiska.

Lífsferli froskdýra má skipta í tvennt, lirfustig og fullorðinsstig. Lirfurnar eða halakörtur lifa oftast í ferskvatni og minna á fiskseiði. Þær anda með tálknum og með húðinni. Flestar salamöndrur lifa í vatni ævilangt, en froskar geta lifað á þurru landi eftir að þeir ná fullorðinsstigi. Nánast allar tegundir froskdýra fá lungu þegar dýrin þroskast en nokkrar tegundir salamandra hafa bæði lungu og tálkn á fullorðinsstigi.

Öll frjóvgun froskdýra fer fram í vatni, gildir einu hvort dýrin lifa í vatni eða á þurrlendi á fullorðinsstigi.

Það er eitthvað breytilegt eftir flokkunarkerfum hvað froskdýr eru talin skiptast í margar tegundir. Til viðmiðunar má benda á vef skriðdýrafræðingsins Darrel Frost og The American Museum of Natural History Amphibian Species of the World. Þar eru tegundir froskdýra sagðar vera 6.433 og eru froskar langtegundaríkasti hópurinn með 5.679 tegundir í 48 ættum. Salamöndrur telja 580 tegund í 9 ættum og ormkörtur 174 tegundir í 3 ættum.

Hægt er að fræðast meira um froskdýr í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunum:

Mynd: Distribution.anura á Wikimedia Commons. Sótt 4. 11. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.11.2009

Spyrjandi

Ingvi Þór Hermannsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47535.

Jón Már Halldórsson. (2009, 5. nóvember). Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47535

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47535>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?
Froskdýr (Amphibia) er einn af fimm flokkum hryggdýra, hinir eru spendýr, fiskar, fuglar og skriðdýr. Froskdýr greinast í þrjá hópa, salamöndrur (Caudata eða Urodela) sem ólíkt öðrum froskdýrum hafa rófu alla ævi, froska og körtur (Anura) sem fullvaxnir eru rófulausir og að loks hóp sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona) en það eru fótalaus dýr sem minna mjög á slöngur og lifa oftast neðanjarðar.



Froskar (Anura) lifa í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Ûtbreiðsla froskdýra er hér sýnd með grænum lit.

Öll froskdýr hafa slétta, slímuga (raka) húð án hreisturs. Fjórir fætur þeirra svara þróunarlega að gerð og þroska til eyrugga og kviðugga fiska.

Lífsferli froskdýra má skipta í tvennt, lirfustig og fullorðinsstig. Lirfurnar eða halakörtur lifa oftast í ferskvatni og minna á fiskseiði. Þær anda með tálknum og með húðinni. Flestar salamöndrur lifa í vatni ævilangt, en froskar geta lifað á þurru landi eftir að þeir ná fullorðinsstigi. Nánast allar tegundir froskdýra fá lungu þegar dýrin þroskast en nokkrar tegundir salamandra hafa bæði lungu og tálkn á fullorðinsstigi.

Öll frjóvgun froskdýra fer fram í vatni, gildir einu hvort dýrin lifa í vatni eða á þurrlendi á fullorðinsstigi.

Það er eitthvað breytilegt eftir flokkunarkerfum hvað froskdýr eru talin skiptast í margar tegundir. Til viðmiðunar má benda á vef skriðdýrafræðingsins Darrel Frost og The American Museum of Natural History Amphibian Species of the World. Þar eru tegundir froskdýra sagðar vera 6.433 og eru froskar langtegundaríkasti hópurinn með 5.679 tegundir í 48 ættum. Salamöndrur telja 580 tegund í 9 ættum og ormkörtur 174 tegundir í 3 ættum.

Hægt er að fræðast meira um froskdýr í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunum:

Mynd: Distribution.anura á Wikimedia Commons. Sótt 4. 11. 2009....