Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig æxlast froskar?

Jón Már Halldórsson

Óhætt er að segja að æxlunarhættir froska séu þeir „upprunalegustu“ meðal landhryggdýra, sérstaklega þegar haft er í huga að frjóvgun eggja verður fyrir utan líkama kvendýrsins en ekki innvortis eins og tíðkast meðal annarra landhryggdýra (fugla, skriðdýra og spendýra). Að því leyti líkjast æxlunarhættir froskdýra æxlunarháttum fiska frumstæð froskdýr voru fyrstu landdýr þróunarsögunnar. Fyrstu landdýrin þróuðust í skriðdýr og nokkrir hópar skriðdýra þróuðust síðan í fugla og spendýr.

Þegar líða fer að tímgun reyna karldýrin að heilla kerlurnar með því að kallast á í kapp við hver annan. Margir sem hafa dvalist erlendis í námunda við votlendi, kannast við „kvak“ í froskum að á ákveðnum árstímum. Kvendýrin velja síðan úr þann karl sem þeim finnst hafa kröftugasta kvakið. Þegar kvenfroskurinn nálgast hinn útvalda, fer karlinn upp á bakið á kvenfroskinum og heldur fast utan um kvendýrið, í stöðu sem dýrafræðingar nefna „amplexus“. Froskarnir eru oftast í þessari stöðu í fáeinar klukkustundir en geta verið að í allt að nokkra daga, þar til kvenfroskurinn losar eggin og um leið frjóvgar karlinn eggin með sæðinu.




Utan um eggin er hlaup sem hefur að geyma efnasambönd, sem valda því að eggin þenjast út, og eykur það líkurnar til muna að frjóvgun eigi sér stað. Eftir að æxlun á sér stað yfirgefa foreldrarnir frjóvgunarstaðinn, tjörnina eða annað votlendi. Mikill minnihluti frosktegunda sýnir afkvæmum eða frjóvguðum eggjum nokkra umhyggju; ungviðið þarf yfirleitt að heyja lífsbaráttuna eitt og sér án verndar foreldranna. Kvenfroskar geta losað nokkuð hundruð egg sem er nauðsynlegt vegna þess hve afföllin eru oftast gríðarlega mikil.

Hjá þeirri frosktegund sem hefur verið hvað mest rannsökuð, norður-ameríska trjáfrosknum (Rana sylvaticus), er æxlunartímabilið snemma á vorin. Í apríl hafa eggin síðan klakist út og litlar halakörtur synda um í tjörnum. Í júní eru körturnar komnar með fótleggi og þær hafa misst halann, sem auðveldaði þeim að komast leiðar sinnar í tjörninni. Á þessu stigi eru körturnar að undirbúa síðari hluta lífsferlisins, að gerast landdýr. Þegar körturnar eru tilbúnar að yfirgefa tjörnina eru þær smækkuð eftirmynd foreldra sinna og hefja þá leit að fæðu.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.1.2003

Spyrjandi

Tanja Rós Ívarsdóttir, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast froskar?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3014.

Jón Már Halldórsson. (2003, 16. janúar). Hvernig æxlast froskar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3014

Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast froskar?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3014>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig æxlast froskar?
Óhætt er að segja að æxlunarhættir froska séu þeir „upprunalegustu“ meðal landhryggdýra, sérstaklega þegar haft er í huga að frjóvgun eggja verður fyrir utan líkama kvendýrsins en ekki innvortis eins og tíðkast meðal annarra landhryggdýra (fugla, skriðdýra og spendýra). Að því leyti líkjast æxlunarhættir froskdýra æxlunarháttum fiska frumstæð froskdýr voru fyrstu landdýr þróunarsögunnar. Fyrstu landdýrin þróuðust í skriðdýr og nokkrir hópar skriðdýra þróuðust síðan í fugla og spendýr.

Þegar líða fer að tímgun reyna karldýrin að heilla kerlurnar með því að kallast á í kapp við hver annan. Margir sem hafa dvalist erlendis í námunda við votlendi, kannast við „kvak“ í froskum að á ákveðnum árstímum. Kvendýrin velja síðan úr þann karl sem þeim finnst hafa kröftugasta kvakið. Þegar kvenfroskurinn nálgast hinn útvalda, fer karlinn upp á bakið á kvenfroskinum og heldur fast utan um kvendýrið, í stöðu sem dýrafræðingar nefna „amplexus“. Froskarnir eru oftast í þessari stöðu í fáeinar klukkustundir en geta verið að í allt að nokkra daga, þar til kvenfroskurinn losar eggin og um leið frjóvgar karlinn eggin með sæðinu.




Utan um eggin er hlaup sem hefur að geyma efnasambönd, sem valda því að eggin þenjast út, og eykur það líkurnar til muna að frjóvgun eigi sér stað. Eftir að æxlun á sér stað yfirgefa foreldrarnir frjóvgunarstaðinn, tjörnina eða annað votlendi. Mikill minnihluti frosktegunda sýnir afkvæmum eða frjóvguðum eggjum nokkra umhyggju; ungviðið þarf yfirleitt að heyja lífsbaráttuna eitt og sér án verndar foreldranna. Kvenfroskar geta losað nokkuð hundruð egg sem er nauðsynlegt vegna þess hve afföllin eru oftast gríðarlega mikil.

Hjá þeirri frosktegund sem hefur verið hvað mest rannsökuð, norður-ameríska trjáfrosknum (Rana sylvaticus), er æxlunartímabilið snemma á vorin. Í apríl hafa eggin síðan klakist út og litlar halakörtur synda um í tjörnum. Í júní eru körturnar komnar með fótleggi og þær hafa misst halann, sem auðveldaði þeim að komast leiðar sinnar í tjörninni. Á þessu stigi eru körturnar að undirbúa síðari hluta lífsferlisins, að gerast landdýr. Þegar körturnar eru tilbúnar að yfirgefa tjörnina eru þær smækkuð eftirmynd foreldra sinna og hefja þá leit að fæðu....