Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða efnafræðilegi munur er á íslensku neftóbaki og sænsku munntóbaki?

Emelía Eiríksdóttir

Hrátóbakið sem notað er í íslenska neftóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð og hins vegar frá Danmörku. Swedish Match er aðalframleiðanda sænska munntóbaksins sem kallast snus.

Snusið inniheldur blöndu af hrátóbaki (möluð tóbakslauf), vatni, salti, natrín karbónati (Na2CO3), bragðefnum og rakaefnum (e. humectants). Í íslenska neftóbakinu er hrátóbak, pottaska (kalín karbónat, K2CO3), ammoníak (NH3), salt og vatn.

Íslenska neftóbakið fæst sem duft í dósum og tóbakshornum.

Tilgangurinn með viðbótarefnunum er mismunandi; saltið eykur bragð og kemur í veg fyrir örverugróður; karbónatið á að halda sýrustiginu stöðugu; rakaefnin (til dæmis própýlen glýkol og glýseról) binda vatnið í tóbakinu og halda þannig rakastiginu stöðugu auk þess sem þau koma í veg fyrir vatnsrof á efnunum í tóbakinu, það er að segja niðurbroti á efnunum vegna vatns.

Innihaldslýsingarnar í snusinu og íslenska neftóbakinu eru áþekkar en mismunurinn getur þó haft mikil áhrif á áferð vörunnar og upplifun fólks á henni. Vanalega hefur munntóbak hærra rakastig en neftóbak; snusið inniheldur til dæmis á bilinu 50 til 60% raka á meðan íslenska neftóbakið inniheldur um 30%. Hærra rakastig auðveldar meðhöndlun tóbaksins þar sem kornin loða betur saman. Annar mikilvægur munur er ammoníakið í íslenska neftóbakinu. Hlutverk þess er að hækka sýrustig tóbaksins og auka þar með upptöku á nikótíninu en einnig ver það tóbakið fyrir myglu. Snusið er hins vegar gerilsneytt með hitun; sýrustig þess er þó í kringum 8,5 sem er svipað og hjá íslenska neftóbakinu (8,45).

Snus er selt í pokum eins og þessum sem sést á myndinni en einnig sem duft.

Snusinu eru pakkað í dósir sem duft eða selt í grisjum (pokum). Duftið er hægt að sjúga í nös eða setja undir vör en pokarnir eru sérstaklega sniðnir að munnnotkun. Íslenska neftóbakið er hins vegar einungis fáanlegt sem duft í dósum eða tóbakshornum enda markaðssett sem neftóbak.

Íslenska neftóbakið er grófkornótt, sem þýðir að meira en helmingur tóbakskornanna er að minnsta kosti 0,5 mm í þvermál. Þetta er grundvöllurinn fyrir því að íslenska neftóbakið er leyfilegt hér á landi því í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.”

Kornastærð sænska snussins er hins vegar mismunandi eftir tegund. Ekki fundust nánari heimildir um kornastærð snussins sem gæti gefið glöggari sýn á það hvaða snustegundir eru grófkornóttar og hverjar eru fínkornóttar.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.2.2012

Spyrjandi

Arna Guðlaugsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvaða efnafræðilegi munur er á íslensku neftóbaki og sænsku munntóbaki?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57669.

Emelía Eiríksdóttir. (2012, 9. febrúar). Hvaða efnafræðilegi munur er á íslensku neftóbaki og sænsku munntóbaki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57669

Emelía Eiríksdóttir. „Hvaða efnafræðilegi munur er á íslensku neftóbaki og sænsku munntóbaki?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57669>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða efnafræðilegi munur er á íslensku neftóbaki og sænsku munntóbaki?
Hrátóbakið sem notað er í íslenska neftóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð og hins vegar frá Danmörku. Swedish Match er aðalframleiðanda sænska munntóbaksins sem kallast snus.

Snusið inniheldur blöndu af hrátóbaki (möluð tóbakslauf), vatni, salti, natrín karbónati (Na2CO3), bragðefnum og rakaefnum (e. humectants). Í íslenska neftóbakinu er hrátóbak, pottaska (kalín karbónat, K2CO3), ammoníak (NH3), salt og vatn.

Íslenska neftóbakið fæst sem duft í dósum og tóbakshornum.

Tilgangurinn með viðbótarefnunum er mismunandi; saltið eykur bragð og kemur í veg fyrir örverugróður; karbónatið á að halda sýrustiginu stöðugu; rakaefnin (til dæmis própýlen glýkol og glýseról) binda vatnið í tóbakinu og halda þannig rakastiginu stöðugu auk þess sem þau koma í veg fyrir vatnsrof á efnunum í tóbakinu, það er að segja niðurbroti á efnunum vegna vatns.

Innihaldslýsingarnar í snusinu og íslenska neftóbakinu eru áþekkar en mismunurinn getur þó haft mikil áhrif á áferð vörunnar og upplifun fólks á henni. Vanalega hefur munntóbak hærra rakastig en neftóbak; snusið inniheldur til dæmis á bilinu 50 til 60% raka á meðan íslenska neftóbakið inniheldur um 30%. Hærra rakastig auðveldar meðhöndlun tóbaksins þar sem kornin loða betur saman. Annar mikilvægur munur er ammoníakið í íslenska neftóbakinu. Hlutverk þess er að hækka sýrustig tóbaksins og auka þar með upptöku á nikótíninu en einnig ver það tóbakið fyrir myglu. Snusið er hins vegar gerilsneytt með hitun; sýrustig þess er þó í kringum 8,5 sem er svipað og hjá íslenska neftóbakinu (8,45).

Snus er selt í pokum eins og þessum sem sést á myndinni en einnig sem duft.

Snusinu eru pakkað í dósir sem duft eða selt í grisjum (pokum). Duftið er hægt að sjúga í nös eða setja undir vör en pokarnir eru sérstaklega sniðnir að munnnotkun. Íslenska neftóbakið er hins vegar einungis fáanlegt sem duft í dósum eða tóbakshornum enda markaðssett sem neftóbak.

Íslenska neftóbakið er grófkornótt, sem þýðir að meira en helmingur tóbakskornanna er að minnsta kosti 0,5 mm í þvermál. Þetta er grundvöllurinn fyrir því að íslenska neftóbakið er leyfilegt hér á landi því í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.”

Kornastærð sænska snussins er hins vegar mismunandi eftir tegund. Ekki fundust nánari heimildir um kornastærð snussins sem gæti gefið glöggari sýn á það hvaða snustegundir eru grófkornóttar og hverjar eru fínkornóttar.

Heimildir:

Myndir:...