Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?

Erling Ólafsson

Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum.

Feldbjalla náði fyrst til Íslands árið 1992 og varð þá staðfest í tveim húsum í Reykjavík. Síðan hefur henni farið mjög fjölgandi í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess fannst feldbjalla á Fáskrúðsfirði 1999 en það er eina þekkta tilvikið úti á landsbyggðinni.


Feldbjalla (Attagenus smirnovi)

Fullorðnar bjöllur eru á ferli allt árið, þó mest sé um þær á vorin Bjöllurnar geta lifað allt að 20 daga. Kvendýrin verpa allt að 90 eggjum. Við kjörhita (24°C) og þokkalegan raka klekjast eggin á um 10 dögum, lirfur ná púpustigi á þrem mánuðum og púpur klekjast á um 10 dögum. Við lægri hita tekur ferlið allt mun lengri tíma. Lirfurnar éta flest tilfallandi dautt úr dýra- og plönturíkinu, fræ og kornmat, plöntusöfn, dauð skordýr, þornað kjötmeti sem til fellur, skinn og pelsa, fiður og ull. Feldbjalla getur því reynst skaðleg.

Heimildir:
  • Åkerlund, M. 1991. Ängrar – finns dom ...? Om skadeinsekter i museer och magasin. Naturhistoriska riksmuseet og Svenska museiföringen, Stokkhólmi. 207 bls.
  • Mourier, H. 1995. Husets dyreliv. G.E.C. Gads Forlag A/S, Kaupmannahöfn. 223 bls.

Mynd:


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur.

Höfundur

Erling Ólafsson

skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun

Útgáfudagur

8.1.2010

Síðast uppfært

18.12.2023

Spyrjandi

Bára Dís Böðvarsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Erling Ólafsson. „Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54911.

Erling Ólafsson. (2010, 8. janúar). Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54911

Erling Ólafsson. „Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54911>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?
Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum.

Feldbjalla náði fyrst til Íslands árið 1992 og varð þá staðfest í tveim húsum í Reykjavík. Síðan hefur henni farið mjög fjölgandi í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess fannst feldbjalla á Fáskrúðsfirði 1999 en það er eina þekkta tilvikið úti á landsbyggðinni.


Feldbjalla (Attagenus smirnovi)

Fullorðnar bjöllur eru á ferli allt árið, þó mest sé um þær á vorin Bjöllurnar geta lifað allt að 20 daga. Kvendýrin verpa allt að 90 eggjum. Við kjörhita (24°C) og þokkalegan raka klekjast eggin á um 10 dögum, lirfur ná púpustigi á þrem mánuðum og púpur klekjast á um 10 dögum. Við lægri hita tekur ferlið allt mun lengri tíma. Lirfurnar éta flest tilfallandi dautt úr dýra- og plönturíkinu, fræ og kornmat, plöntusöfn, dauð skordýr, þornað kjötmeti sem til fellur, skinn og pelsa, fiður og ull. Feldbjalla getur því reynst skaðleg.

Heimildir:
  • Åkerlund, M. 1991. Ängrar – finns dom ...? Om skadeinsekter i museer och magasin. Naturhistoriska riksmuseet og Svenska museiföringen, Stokkhólmi. 207 bls.
  • Mourier, H. 1995. Husets dyreliv. G.E.C. Gads Forlag A/S, Kaupmannahöfn. 223 bls.

Mynd:


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur....