Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er?

Þórdís Kristinsdóttir

Heilbrigt fólk sem klæðir sig vel er ekki í sérstakri hættu í köldu veðri. Undirstúka í heila stjórnar viðbrögðum við hitabreytingum og miðar að því að halda helstu líffærum gangandi. Aldur, líkamsástand og undirliggjandi sjúkdómar hafa áhrif á það hvernig fólk bregst við kulda. Helstu viðbrögð líkamans við kulda eru skjálfti, samdráttur háræða í efstu lögum húðar og hægari efnaskipti.

Fólk með hjarta- og æðasjúkdóma er veikara fyrir kulda en aðrir, þar sem lægri líkamshiti veldur auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Þegar vöðvar í útlimum og háræðar í húð dragast saman minnkar blóðflæði til útlima en blóðið rennur þess í stað aftur til innri líffæra og veldur auknum blóðþrýstingi. Þetta ásamt grunnri öndun gegnum munn og örlítilli þykknun blóðs getur valdið snöggum verk fyrir brjósti hjartasjúklinga. Kuldi hefur einnig slæm áhrif á astmasjúklinga þar sem innöndun á köldu lofti getur valdið samdrætti í lungnaberkjum.

Heilbrigt fólk sem klæðir sig vel er ekki í sérstakri hættu í köldu veðri.

Rakastig skiptir einnig miklu máli. Kalt loft ber í sér minni raka en hlýtt loft og það getur þess vegna valdið ofþornun í nefkoki og efri hluta öndunarvegar. Í nefkoki og barka er kalt loft hitað að líkamshita en ef loftið sem við öndum að okkur er mjög kalt og þurrt hitnar það ekki nóg. Kalt loft veldur einnig minni seigju slíms í efri hluta öndunarvegar. Við það minnkar hæfni slímsins til þess að fjarlægja og berjast gegn veirum og örverum í loftinu sem við öndum að okkur. Þetta er líklega helsta skýringin á því hvers vegna fólk veikist frekar í kulda.

Mjög mikill kuldi getur síðan valdið ofkælingu (e. hypothermia) en það kallast það ástand þegar líkamshiti fellur niður fyrir 35°C. Ofkæling hefur víðtæk áhrif á hjarta- og æðakerfið, öndunarfærakerfið, taugakerfið, þvagfærakerfið og fleiri kerfi líkamans. Lækkaður líkamshiti veldur aukinni súrefnisþörf svo öndunartíðni eykst. Ef líkamshiti fer niður fyrir 24°C stöðvast öndun. Við meðal- og alvarlega ofkælingu eru hjartsláttartruflanir algengar og dreifing súrefnis er skert þar sem súrefni er fastar bundið hemóglóbíni. Þar sem súrefnisþörf er þegar aukin við ofkælingu getur þetta ástand verið banvænt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er það satt að maður veikist frekar í kulda? Og ef svo er, af hverju?

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.6.2011

Spyrjandi

Lillý Ösp Sigurjónsdóttir, f. 1991, Birgir Óli Snorrason, f. 1995

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54174.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 16. júní). Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54174

Þórdís Kristinsdóttir. „Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54174>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er?
Heilbrigt fólk sem klæðir sig vel er ekki í sérstakri hættu í köldu veðri. Undirstúka í heila stjórnar viðbrögðum við hitabreytingum og miðar að því að halda helstu líffærum gangandi. Aldur, líkamsástand og undirliggjandi sjúkdómar hafa áhrif á það hvernig fólk bregst við kulda. Helstu viðbrögð líkamans við kulda eru skjálfti, samdráttur háræða í efstu lögum húðar og hægari efnaskipti.

Fólk með hjarta- og æðasjúkdóma er veikara fyrir kulda en aðrir, þar sem lægri líkamshiti veldur auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Þegar vöðvar í útlimum og háræðar í húð dragast saman minnkar blóðflæði til útlima en blóðið rennur þess í stað aftur til innri líffæra og veldur auknum blóðþrýstingi. Þetta ásamt grunnri öndun gegnum munn og örlítilli þykknun blóðs getur valdið snöggum verk fyrir brjósti hjartasjúklinga. Kuldi hefur einnig slæm áhrif á astmasjúklinga þar sem innöndun á köldu lofti getur valdið samdrætti í lungnaberkjum.

Heilbrigt fólk sem klæðir sig vel er ekki í sérstakri hættu í köldu veðri.

Rakastig skiptir einnig miklu máli. Kalt loft ber í sér minni raka en hlýtt loft og það getur þess vegna valdið ofþornun í nefkoki og efri hluta öndunarvegar. Í nefkoki og barka er kalt loft hitað að líkamshita en ef loftið sem við öndum að okkur er mjög kalt og þurrt hitnar það ekki nóg. Kalt loft veldur einnig minni seigju slíms í efri hluta öndunarvegar. Við það minnkar hæfni slímsins til þess að fjarlægja og berjast gegn veirum og örverum í loftinu sem við öndum að okkur. Þetta er líklega helsta skýringin á því hvers vegna fólk veikist frekar í kulda.

Mjög mikill kuldi getur síðan valdið ofkælingu (e. hypothermia) en það kallast það ástand þegar líkamshiti fellur niður fyrir 35°C. Ofkæling hefur víðtæk áhrif á hjarta- og æðakerfið, öndunarfærakerfið, taugakerfið, þvagfærakerfið og fleiri kerfi líkamans. Lækkaður líkamshiti veldur aukinni súrefnisþörf svo öndunartíðni eykst. Ef líkamshiti fer niður fyrir 24°C stöðvast öndun. Við meðal- og alvarlega ofkælingu eru hjartsláttartruflanir algengar og dreifing súrefnis er skert þar sem súrefni er fastar bundið hemóglóbíni. Þar sem súrefnisþörf er þegar aukin við ofkælingu getur þetta ástand verið banvænt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er það satt að maður veikist frekar í kulda? Og ef svo er, af hverju?
...