Kuldinn verður þess vegna ekki til, í sama skilningi og hitinn. En það getur hins vegar kólnað víða þegar hitann skortir. Þegar sólargeislunar nýtur til dæmis ekki við á nóttunni, þá kólnar. Um þetta má til dæmis lesa í svörum við spurningunum Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt? og Af hverju kemur vetur?
Engin efri mörk hita eru í raun til, það er hægt að hita efni endalaust en það kostar orku að hita efni og það getur verið erfitt að halda varmaorku í einhverju kerfi án þess að hún leiti þaðan út. Neðri mörk hitastigs eru hins vegar til og þau nefnast alkul. Við alkul er hitinn 0 kelvín. Ekki er hægt að ná alkuli í tilraunum en hægt er nálgast það betur og betur. Frekara lesefni á Vísindvaefnum:
- Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? eftir Þorstein Vilhjálmsson Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul? eftir Viðar Guðmundsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.