- Lítil vindkæling: Lítil óþægindi vegna vindkælingar. Góður og þurr hlífðarklæðnaður nægir til að bægja óþægindum frá.
- Nokkur vindkæling: Óþægindi vegna vindkælingar, lítil hætta á kali en þó er hætta á ofkælingu fyrir þá sem eru langtímum saman illa klæddir utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Húfa, vettlingar, trefill og auðvitað góður vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
- Mikil vindkæling: Veruleg óþægindi vegna vindkælingar. Óvarða húð getur kalið á 10 - 30 mínútum og hætta á ofkælingu fyrir þá sem eru illa klæddir utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Mikilvægt að húð sé ekki óvarin. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
- Mjög mikil vindkæling: Óvarða húð getur kalið á 5 - 10 mínútum. Fylgist með doða og hvítum skellum á andliti og útlimum. Ofkæling hlýst af því að vera illa klæddur utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Hyljið bert skinn. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill, og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
- Hættuástand: Óvarða húð getur kalið á 2 - 5 mínútum. Mikil hætta á kali. Fylgist með doða og hvítum skellum á andliti og útlimum. Ofkæling hlýst af því að vera illa klæddur utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Hyljið bert skinn. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra. Verið reiðubúin að takmarka allar athafnir utandyra.
Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?
Útgáfudagur
7.1.2011
Síðast uppfært
4.12.2020
Spyrjandi
Ritstjórn
Tilvísun
Veðurstofa Íslands. „Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58164.
Veðurstofa Íslands. (2011, 7. janúar). Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58164
Veðurstofa Íslands. „Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58164>.