Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 85 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?

Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gert til að koma í veg fyrir að ísbirnir deyi út?

Margt hefur verið gert til að vernda ísbirni eða hvítabirni (Ursus maritimus) síðastliðna hálfa öld. Fyrst má nefna að árið 1973 gerðu Bandaríkin, Kanada, Noregur, Danmörk og Sovétríkin með sér samkomulag um verndun hvítabjarna en náttúruleg heimkynni ísbjarna eru innan þessara ríkja. Einnig hafa einstakar þjó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú frætt mig um flóðhesta?

Núlifandi flóðhestum er skipt í tvær tegundir, eiginlegan flóðhest (Hippopotamus amphibius) og dvergflóðhest (Choeropsis liberiensis). Stærðarmunurinn á þessum tegundum er mikill, eiginlegir flóðhestar eru meðal alstærstu landspendýra og geta orðið allt að 3,6 tonn að þyngd en dvergflóðhestar vega aðeins um 250 kg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stofnstærð kóalabjarna og hvað er gert til að vernda dýrin?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Geti þið sagt mér allt um kóala, svo sem verndun og útrýmingarhættu, einnig fæðu og æviskeið? Kóalabirnir eða pokabirnir (Phascolarctos cinereus) eru pokadýr (marsupia) af pokabjarnaætt (Phascolarctidae) og eina núlifandi tegund ættar sinnar. Kóalabirnir lifa villtir í ilmv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru í allra mestri útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða dýr eru núna í útrýmingarhættu? Höfundur þessa svars hefur þegar svarað nokkrum spurningum á Vísindavefnum um sjaldgæf dýr og dýr í útrýmingarhættu:Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?Hvaða sjávardýr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?

Til eru rúmlega 200 tegundir núlifandi apa eða apakatta (e. monkey). Til þess hóps teljast allir prímatar sem hafa rófu fyrir utan lemúra (e. lemurs), vofuapa (e. tarsier) og refapa (e. loris). Um 103 tegundir teljast til svokallaðra gamla heims apa, það er apa sem finnast frá Afríku til Asíu. Nýja heims apar eru ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?

Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru fílar í útrýmingarhættu?

Afríska gresjufílnum (Loxodonta Africana) hefur fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Breytingar á stofnstærð afríska gresjufílsins. ÁrHeildarstofnstærð >180060.000.000 193010.000.000 19791.300.000 1989600.000 2005500.000 Meginástæða hruns fílastofnsins er miki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?

Fálkinn (Falco rusticolus) er staðfugl á Íslandi og ein þriggja tegunda þekktra ránfugla sem verpa hér á landi, hinar eru haförn (Haliaeetus albicilla) og smyrill (Falco columbarius).[1] Heimkynni fálkans er allt í kringum norðurheimskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ljón?

Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um fálka?

Fálkinn (Falco rusticolus) er ein af þremur ránfuglstegundum sem verpir hér á landi. Fálkinn er stærsta fálkategund heims. Karlfuglar eru um 900-1500 grömm og kvenfuglar um 1300-2100 grömm. Minnsta fálkategundin, smyrill (Falco columbriaris) lifir einnig á Íslandi. Heimkynni fálka. Dökk-appelsínugula svæðið sýn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?

Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?

Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?

Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru mörgæsir í útrýmingarhættu?

Stofnar núlifandi mörgæsa eru misvel á sig komnir. Sumar tegundir, til dæmis macaronimörgæsin, telja nokkrar milljónir einstaklinga en öðrum tegundum hefur hrakað svo að þær eru komnar á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Í opinberum gagnabanka um dýr í útrýmingarhættu (e. Red Data Book) eru 12 mörgæsategundir...

Fleiri niðurstöður